Einn turnanna á XuJiaHui, svona sést hann heiman frá okkur, Kjartan kallar hann Lipstick tower.
Síðasti dagur á sumarnámskeiðinu í dag og svona líka skemmtilegur! Það voru vatnsleikir og krakkarnir áttu að mæta í sundfötum og söndulum. Það voru nokkrar stöðvar, á einni voru vatnsblöður, þar var skemmtilegt að setja blöðruna á stól og setjast síðan á hana og sprengja með miklum skvettugangi. Á annarri var hægt að sigla bátum sem þau bjuggu til í bala með vatni. Þau voru líka með fallhlíf sem allir krakkarnir halda í og svo var vatnsblaðra látin hoppa í miðjunni. Einnig var líka kapphlaup þar sem þau áttu að færa vatn úr einni fötu í aðra með því að fylla svamp af vatni og vinda ofan í hina fötuna. Bræðurnir voru hæstánægðir með þetta og Hugi var rennandi blautur eftir lætin, nokkrar blöðrur höfðu sprungið á honum greinilega.
Við kvöddum kennarana með söknuði en Mrs. Moore kennir á öðrum campus svo við sjáum lítið af henni í haust en kannski verður Ms. Laycock kennarinn hans Stirnis, hún kennir pre-kindergarten en það er bekkjarstigið sem hann fer í.
Ég er búin að vera að snuðra á göngunum meðan strákarnir voru á námskeiðinu og skoða verkefni sem krakkarnir voru að gera í vetur. Mér líst vel á skólann, verkefnin eru áhugaverð og vinnugleði virðist ríkja í þessum skóla. En við söknum samt líka Dvergasteins og Vesturbæjarskóla og frábæru kennaranna þar sem hafa hugsað um bræðurna af alúð.
Nú erum við þrjú komin í frí í 6 vikur þangað til skólinn byrjar um miðjan ágúst, ég þarf að finna eitthvað við að vera fyrir okkur sem verður ekki vandamál...
Seinni partinn kom Yongjia færandi hendi með Ísöld 2 handa strákunum. Þeir eru alltaf glaðir að sjá Yongjia og spyrja líka um Atla, þeir líta á þau sem mikla vini sína. Table litli er lasinn, eitthvað húðvandamál svo hann er geymdur heima þessa dagana. Það verður gaman þegar hann fer aftur á stjá.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl Dalla. Gaman að sjá að allt gengur í haginn hjá ykkur í Shanghai. Ég kom fyrir viku til Beijing or að fíla þetta allt í tætlur. Mun reyna heimsækja Shanghai en vill helst gera það þegar ég er kominn með einhverja mandarin á hreint.
Sjáumst.
Post a Comment