Sunday, June 18, 2006

Þetta er ekki geimflaug heldur Marriotthótelið þar sem við drukkum þjóðhátíðarkaffið í gær á 38. hæð. Þarna efst uppi!

Engin 18. júní þynnka, bara vaknað til að fara í karate í morgun! Stirnir fylgdi okkur Huga og lék sér í leikherberginu í líkamsræktinni meðan stóri bróðir lærði spörk og fleira. Hugi fékk afhentan búning þegar hann mætti og þáði aðstoð kennarans við að klæðast honum. Ég var voðalega stolt af honum, hann stóð sig vel.
Við fórum í Vísindasafnið eftir hádegi. Tókum neðanjarðarlestina, þurftum að skipta einu sinni um línu. Strákunum tekst alltaf að snapa sér sæti í lestinni, fólk togar í þá og býður þeim sæti en við foreldrarnir húkum upp við stöng.
Þetta safn er svakalega flott. Bendi barnafólki og öðrum sem eru að íhuga heimsókn til Shanghai á það að þangað verðið þið að fara. Við fórum í gegnum leyndardóma jarðarinnar, sáum steina og steingervinga, eldgos og jarðskjálfta og hvernig olía er sótt ofan í jörðina. Við sáum líka vélmenni og eldflaugar og enduðum á því að fara á Imax - þrívíddarbíósýningu sem fjallaði um geimstöðvar. Það var frekar fyndið að sitja þarna, öll fjölskyldan með risastór gleraugu í bíóinu. Strákarnir réttu nokkrum sinnum út höndina til að snerta það sem fyrir augu bar.
Undirrituð fékk fyrstu kínversku magapínuna í gærkvöldi eftir blogg-skrif. Magapínan og ónotin endaðu með því að ítalski kvöldverðurinn fór í postulínið. Ekki urðu neinir eftirmálar, heilsan verið góð í dag.
Spennandi dagur á morgun, meira um það annað kvöld.
Dalla

1 comment:

Magga said...

Hæ Dalla mín,
Þetta er Magga úr idolinu (margrét guðrún)! Takk kærlega fyrir skeytið alltaf gaman að heyra frá þér ;) Ekkert mikið að frétta af mér, fer til spánar á fimmtudaginn að slappa af :D Rosalega gaman að lesa þetta blogg og strákarnir þínir svo sætir :) Ég á eftir að fylgjast vel með þessari síðu, Takk fyrir allt saman í vetur :D
Hafið það gott í Kína..
love,
Magga ;)