Það var mikil framleiðsla á leirlistaverkum hérna síðdegis með Yongjia. Við plötuðum hana svo með okkur á sushistað hérna í næstu götu, "all you can eat". Þetta er ekki jafn raffineraður staður og færibandastaðurinn sem við fórum á í síðustu viku en mjög góður matur.
Þjónustustúlkurnar snerust í kringum strákana, þeir voru eins og stórstjörnur á staðnum, stundum stóðu þær þrjár yfir okkur og dáðust að þeim. Ein þeirra tók að sér að mata Stirni en hann var ekki sérstaklega hrifinn af réttum dagsins en þó lyftist á honum brúnin þegar eggin litlu komu á borðið á spjóti.
Hugi hinsvegar raðaði upp i sig sashimi, kolkrabba, laxi og fleiru, sushi ýmisskonar. Hann vakti enn meiri aðdáun þjónustustúlknanna þegar hann bað um kalt vatn á kínversku og þakkaði fyrir sig á sama tungumáli.
Það virðast margir halda að Stirnir sé stelpa, ekki er hann klæddur stelpulega, þeir eru oft eins klæddir bræðurnir. En kínverskar stúlkur eru feimnar að upplagi (eða "eiga" að vera það) og Stirnir er feimnari en stóri bróðirinn sem baðar sig í athyglinni og er þessvegna tekinn fyrir stelpu.
Þjónarnir voru farnir að hlaupa burt með strákana undir lok máltíðar, þá var feimnin horfin hjá Stirni, þeir heimsóttu víst eldhúsið og einhverja ranghala bakvið. Við vorum svo kvödd með virktum, lá við að allir á veitingahúsinu kveddu okkur, spurning samt hvort aðrir gestir voru ekki bara fegnir að sjá okkur fara því við fengum svo mikla athygli.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment