Myndin er úr lautarferðinni í gær, Ms. Laycock sem kennir Huga og Mrs. Moore sem kennir Stirni og hollensk mamma með vatnsflöskuna. Konan með sólhlífina í bakgrunni er mamma líka en það er nokkuð algengt að kínverskar konur gangi um með sólhlífar.
Laugardagurinn var rólegur framan af, strákarnir stripluðust hérna heima léku sér, lituðu og horfðu á barnatíma.
Atli kom seinnipartinn og við fórum með honum á írskan pöbb að hitta Craig og Jane. Craig er fyrrverandi vinnufélagi Atla en þau eru bresk hjónin. Við fengum okkur bjór og það var góð aðstaða fyrir krakkana þarna, leiktæki og svo fengu þeir bræður afhenta poka með litum, mynd til að lita og dóti svo þeir voru hæstánægðir. Það kemur alltaf síðdegisskúr þessa dagana og enginn smá skúr, algjört skýfall. Við vorum á hlaupum á milli borða, sátum fyrst hálf undir tjaldinu, fórum svo undir tjaldið þegar byrjaði að rigna en þá komu dropar í gegnum tjaldið svo við flúðum inn. Fólk kemur saman þarna til að horfa á HM en fyrsti leikur dagsins byrjar ekki fyrr en kl. 23 að okkar tíma. Þegar rúgbíleikur byrjaði á tjaldinu með tilheyrandi hávaða ákváðum við að skipta um stað og borða kvöldmat þar.
Við tipluðum á milli polla eða réttara sagt stórfljóta yfir í næstu götu þar sem við fengum borð á spænskum tapasstað. Sá staður er mjög fínn, góður matur og fallegt umhverfi. Staður handan götunnar heitir Dejá vu café og okkur Kjartani fannst þetta mjög Parísarlegt að sitja þarna og horfa út.
Ég fékk nokkur tips hjá Jane um hvað væri hægt að gera í Shanghai. Hún er nýbyrjuð að vinna nokkra daga í viku eftir að hafa svarað auglýsingu sem hljóðaði þannig: Leið húsmóðir sem vill komast út...
Dalla, ekki svo leið húsmóðir
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment