Thursday, April 30, 2009

Hættulegt stórborgarlíf

 

Við Eyja komum við á skrifstofu CCP í vikunni og hittum Maríu þar.

_MG_1406

María og Eyja á svölum CCP

_MG_1408

Við nágrannarnir ákváðum að bjóða æjunum okkar út að borða á miðvikudaginn. Við fórum á tævanskan stað og fengum góðan mat. Cindy og Lí eru hérna með skjólstæðingum sínum Eyju og Nellie Meimei.

_MG_1421

 

_MG_1423

Andrea

_MG_1429

Dans fyrir utan veitingastaðinn.

_MG_1435

Elin

_MG_1436

Mattias

_MG_1439 Fimm vinkonur.

_MG_1444

Við Eyja fórum í playgroup og nágranninn okkar er alltaf mjög áhugasamur þegar við búum okkur af stað.

_MG_1445

Kveðjustund.

Sjanghæ er álitin örugg borg. Hér verður maður sjaldan var við þjófnað eða ofbeldi. Helst að fólk rífist á götum úti þegar verða umferðaróhöpp. Af reynslu þeirra sem hafa lent í umferðaróhöppum er best að borga einhverja peninga, skiptir ekki máli hver á réttinn því að lokum eru útlendingarnir rukkaðir. Það virðist vera lögmál. Fredrik var sjokkeraður um daginn en þá keyrði leigubíll á hann þar sem hann gekk yfir götu á gangbraut. Leigubílstjórinn vippaði sér út úr bílnum, tók hann kverkataki og hélt honum föstum þar til lögregla mætti á staðinn. Að safnaðist múgur og margmenni og lætin voru svo mikil að Fredrik náði ekki að hringja eftir aðstoð því ekki heyrðist í símanum. Það var svo farið með hann á lögreglustöð þar sem hann náði ekki símasambandi. Eftir nokkra bið fékk hann að hringja eftir aðstoð kínverskumælandi manns og niðurstaðan varð sú að Fredrik greiddi leigubílstjóranum 500 rmb vegna skemmda á leigubílnum. Við hlógum að þessari sögu en ég sá að honum var brugðið.

Í gær keyrði Mr. Jin okkur Heklu heim til Melissu sem hélt playgroup þann daginn. Við fundum ekki hvar ætti að keyra upp að húsinu svo Mr. Jin stöðvaði bílinn í lítilli götu rétt við húsið, þar var engin umferð því þetta er í lokuðu íbúahverfi. Þegar við vorum að koma okkur út úr bílnum, sem tók kannski tvær mínútur bar að bíl úr gagnstæðri átt og bílstjórinn lagðist á flautuna því við vorum fyrir. Eyja svaf í bílstólnum en ég tók hana út og lagði hana frá mér og fór fram fyrir bílinn til að segja konu sem kom út úr bílnum og öskraði hástöfum að slaka á því við værum með smábörn. Þá rauk bílstjórinn líka út úr bílnum öskrandi af bræði og ég tók upp myndavélina sem hékk um hálsinn á mér og smellti af. Þá varð hann endanlega brjálaður og rauk að mér með kreppta hnefana á lofti.

_MG_1446

Fyrsta myndin

_MG_1447

Hleypur að mér með kreppta hnefana og miðaði svo á andlitið á mér.

Ég hrökklaðist undan og hann sá að sér á síðustu stundu.

_MG_1449

Hér öskrar parið á Mr. Jin og öskrin stóðu lengi, við fórum inn í hús og leyfðum  þeim að leysa úr þessu.

_MG_1453

Eyja og Francis

_MG_1460

Ásta og Hekla

_MG_1466

Ásta og Eyja

_MG_1475

Gestgjafinn var lasinn og geymdur í hoppurólu.

Seinnipartinn fórum við nágrannarnir með krakkaskarann í garð í nágrenninu. Hugi var heima en hann er kominn með hita, aftur og nýbúinn. Við ætluðum að stilla okkur upp á grasinu en þá máttum við ekki vera með kerruna þar. Fredrik settist þá bara niður á gangstéttina með kaffisopann sinn.

_MG_1484 

_MG_1491

Vörðurinn gaf okkur auga.

_MG_1496

Mattias sem var uppgefinn eftir fyrstu vikuna sem heimavinnandi.

Dalla

Wednesday, April 29, 2009

Sumar í Sjanghæ

Við Eyja förum í daglegar göngur um hverfið okkar. Á mánudaginn sá ég eftir því að hafa ekki tekið myndavélina með. Á Changle lú var kona að gera að önd í ræsinu og nokkrar lifandi endur biðu í körfu á hjóli eftir kaupendum. Borgin er hávær og flaut, köll og bjölluhljómur er allsstaðar. Bjölluhljómurinn kemur frá þeim sem hjóla um á kerruhjólum og safna rusli til endurvinnslu. Hér er ekki hægt að skila í endurvinnslu en ég get verið viss um að það fer einhver í gegnum ruslið mitt eftir að það fer í tunnuna. Í síðustu viku sá ég konu sem fór í gegnum rusl sitja hérna í nágrenninu með stafla af Barnablaði Moggans sér við hlið. Það var ekki erfitt að geta sér til hvaðan það kom.

Þegar við beygðum inn í bakgötu tók fuglasöngur á móti okkur þegar við fjarlægðumst umferðina. Í garðinum við Nankeen safnið blakti við efni sem þornaði á snúrum, þetta fallega bláa og hvíta bómullarefni sem er handprentað. Ég keypti mér inniskó og kjól á Eyju.

Hér kemur myndasería:

_MG_1233

Eyja með bók í kerrunni. Hún er orðin mikill lestrarhestur og bræðurnir hlaupa til hennar með bók ef það heyrist kvörtunartónn í henni.

_MG_1236

Nellie Meimei nágrannavinkona sættir sig enn við að liggja í vagninum.

_MG_1239

_MG_1247

Eyja dansar við ABBA í afmæli Andreu.

_MG_1257

_MG_1267

Kjartan, Fredrik og Mattias við grillið.

_MG_1276

Þessi furðuvera birtist í veislunni.

_MG_1285

_MG_1287

Philip og Stirnir í faðmlögum.

_MG_1301

Carolína fékk að vera með.

_MG_1307

Þessar eru örugglega sænskar, Andrea átta ára og vinkona til vinstri.

_MG_1318 

_MG_1319 

_MG_1329

Eyja með bangsa, nývöknuð og svefnbólgin.

_MG_1331

_MG_1339

_MG_1347

_MG_1353

Í göngutúr gærdagsins hengdi stúlka út þvott við götuna.

_MG_1361

Nú fara síðu nærbuxurnar að hverfa af snúrum með hækkandi hitastigi.

_MG_1370_1

Það er ekki algengt að sjá vinnuvélar við götuframkvæmdir.

_MG_1372

Kona skolar hrísgrjón við ræsið.

_MG_1376

Út að ganga með hundinn?

_MG_1382

Í hverfinu okkar eru nokkrir skólar og við heyrum nokkrar hringingar inn úr frímínútum á dag. Fur Elise er vinsæl hringing.

_MG_1386

Það er algengt að sjá afa eða ömmu með barnabörnin.

_MG_1390

Við hittum lítinn nágranna á heimleið.

_MG_1394

Og Mattias og Nellie heilsuðu líka upp á nágrannana.

_MG_1396

Með fjórar tennur eins og Eyja.

_MG_1401

Nágrannar okkar fyrir utan hliðið, þetta er algeng sjón að sjá þessa tvo, annan við blaðalestur en hinn hugar að blómum í potti.

Dalla

Tuesday, April 21, 2009

Sumarklipping

Loksins tókst mér að fá Stirni í klippingu. Hann sveik mig eftir afmælið og hætti við en í gær með loforði um mútur röltum við svona 50 skref í næstu hárgreiðslustofu og hann fékk stutta herraklippingu. Það er allt annað að sjá hann og bara munur að sjá framan í hann. Klippingin kostaði 10 rmb sem jafngildir um 170 íslenskum krónum svo ekki eru mikil útgjöld í ferðum á rakarastofu hér.

Í síðustu viku voru foreldraviðtöl í skóla bræðranna en nýjasta nýtt er að láta börnin sjá um þau sjálf og kennarinn fylgist bara með. Stirnir sýndi okkur verkefni vetrarins í möppu og leiddi okkur á fund tölvukennarans, tónlistarkennarans, kínverskukennarans og íþróttakennarans. Það gafst enginn tími til að spjalla við kennarana en við fengum innsýn í það sem hann lærir. Einkunnagjöfin er mjög nákvæm en oft óskiljanleg t.d. er gefin einkunn fyrir: Receptive skills of focusing attention, listening and observing to gather information, and questioning to check for understanding. Þessvegna var gott að fá skilaboð frá kennara Stirnis í gær sem hljóðuðu svona: Just a quick note to let you know that Stirnir seems to be getting more comfortable at school with each passing day. He is raising his hand and talking more in class and his quirky sense of humor is evident in the things he brings to show and tell and the outfit he wore on opposite day. I haven´t laughed so hard in a long time.

Stirnir og Philip nágranni eru líka mikið að prófa sig áfram með ljót orð að mati Huga sem sýpur hveljur þegar þeir byrja að telja upp. Hugi er mikill reglumaður og honum líst ekki á hvernig litli bróðir talar. Hann er alinn upp við það að ekki megi segja svona orð í alþjóðlega/ameríska skólanum. Þeir vinirnir  nota tækifærið í skólabílnum þar sem ayi skilur ekki ensku.

Foldraviðtal Huga var óformlegra þar sem hann var lasinn í vikunni, var með hita, svima og útbrot. Við settumst bara niður með Mr. Blanck og hann sagði okkur frá því sem bekkurinn hefur gert síðustu mánuði. Hann hrósaði Huga fyrir gott ímyndunarafl í söguskrifum og jákvæðni, hann væri alltaf til í allt. Hugi var mjög áhugasamur þegar þau krufu uglu og gladdist yfir hverju beini sem hann fann í uglumaga. Kennarinn sagði mér líka að hann sjálfur hefði slakað á í samskiptum við bekkinn. Hann beitti heraga í upphafi vetrar sem mæltist ekki vel fyrir, allavega ekki hjá mér.

Síðustu helgi var föndurhátíð í skólanum, föndrið var alþjóðlegt því hver þjóð skipulagði föndur í skólastofu. Norðurlöndin sameinuðust um ABBAþema og börnin gerðu diskókúlur og hristur. Ég aðstoðaði við undirbúning og skreytingu á stofunni okkar á föstudaginn og fór svo í kvöldmat með íslensku konunum í borginni. Það var mjög gaman, það eru svo skemmtilegar konur hérna.

Á laugardaginn fórum við mæðginin svo í föndrið í skólanum og strákarnir gerðu m.a. brasilísk hárbönd, indíanavesti, indverskt dyraskraut og japanskt leikfang. ABBA herbergið var vinsælt og við heyrðum börnin spyrja hvert annað á göngunum hvort þau væru búin að fara í ABBAlands stofuna. Ég stóð eina vakt í föndrinu og hjálpaði til við tiltekt og svo fórum við heim svo strákarnir kæmust aftur af stað í danstíma. Þeir prófuðu eitthvað sem heitir creative dance en ég get ekki lýst þeim dansi því Kjartan fór með þá. En kennarinn stoppaði hann eftir tímann og hrósaði bræðrunum og talaði um hvað þeir væru óheftir í hreyfingum.

Hadley og Emma komu svo og gistu hjá okkur og við fórum öll saman í sund. Hekla og Magnús buðu í mat en þau eru nýkomin til baka úr Íslandsreisu. Hugi spurði Heklu hvort hún hefði ekki komið með kjötfars frá Íslandi, hann dreymir um kálböggla þessa dagana. Við fengum ljúffenga gúllassúpu og strákunum tókst að bleyta sig rækilega úti í rigningunni svo það þurfti að stinga þeim öllum ofan í heitt bað.

Kjartan eyddi sunnudeginum í stúku við að horfa á Formúlu 1 kappakstur. Hann sagði nú að þetta hefði ekki verið mikil skemmtun en hann gat leikið sér með myndavélina sína og náði góðum myndum.

Ég var bara mjög fegin þegar það kom mánudagur eftir þessa þéttbókuðu helgi. Við Eyja undum okkur heima við og fórum svo út í göngu með Elinu og Nellie. Eyja er að gróa sára sinna eftir hrakfarir síðustu viku en hún stakk puttunum ofan í heita brauðristina og brenndi sig á þremur puttum. Það var mér að kenna því ég hélt á henni of nálægt. Klukkutíma síðar datt hún á borðshorn og lenti á eyranu sem marðist.

Við förum í playgroup vikulega við mæðgur og hittum mömmur með ung börn. Við skiptumst á að bjóða heim, borðum saman hádegisverð og börnin uppgötva hvert annað. Þetta eru konur sem ég þekkti ekki áður, það var Fredrik nágranni minn sem kom mér í samband við þær. Nú erum við Fredrik að skipuleggja kveðjupartí fyrir Elinu sem fer aftur að vinna eftir fæðingarorlof í næstu viku og svo þarf að bjóða Matthias velkominn í hóp þeirra heimavinnandi en hann tekur við af Elinu.

Sjónvarps og tölvuleikalausu dagarnir hafa verið vel heppnaðir. Börnin leika meira saman úti og inni og það er ekki lengur beðið um að fá að brjóta reglurnar. Við fullorðna fólkið erum líka í tölvubanni á sama tíma og við höngum úti með krökkunum eða spilum saman eftir kvöldmat. Hugi hefur mikinn áhuga á veðmálum þessa dagana og vildi veðja við mig um að hann gæti ort 15 ljóð á tveimur dögum. Hann sagði að haiku ljóðin væru erfiðust en hann ætlar að semja 5 svoleiðis.

Dalla

Sunday, April 12, 2009

Öfugur dagur

Fyrir rúmri viku var öfugur dagur í skóla bræðranna. Börnin máttu koma í úthverfum eða öfugum fötum eða í fötum af hinu kyninu. Hugi var alveg ákveðinn í því að fara í kjól og fékk lánaðan einn slíkan af Andreu nágrannastelpu, hann fann líka til spennu í hárið og gullskó. Stirnir hugsaði málið og ákvað svo að slá líka til og fékk skokk af Andreu, vildi setja tagl í hárið og fá armband hjá mömmu. Kjartan var smeykur um að þeir myndu hætta við allt á miðjum degi og vildi senda þá með aukaföt í skólann en þeir bræður vildu ekki sjá það.

IMG_3342

Hérna bíða þeir eftir skólabílnum með Philip og Carolinu.

Þeir voru ánægðir eftir daginn og voru víst einu strákarnir í stelpufötum í sínum bekkjum. Mr. Blanck kennari Huga var víst í kjól hluta úr degi  og með hárkollu en þeir voru báðir ánægðir með athyglina sem þeir fengu. Nágrannarnir lýstu því yfir að þeir væru hugaðir.

Eyja fékk þrjár sprautur í lærin búttuðu  um daginn. Hún stóð sig vel grét bara meðan hún var stungin. Lí kom með okkur á spítalann og var stolt af henni. Þremur dögum seinna fékk hún háan hita og útbrot sem voru viðbrögð við bólusetningu við mislingum. Tveimur dögum seinna datt hún hérna úti og hruflaði sig í andlitinu svo það hefur ekki verið sjón að sjá hana, með útbrot og hrufluð. Hún var á tímabili með einhverskonar yfirskegg, sár á efrivörinni.  Hún fer mjög varlega í labbið ennþá, hefur tekið nokkur skref en passar sig mjög vel.

Stirnir var lasinn í vikunni með hita og höfuðverk í tvo daga en er orðinn heill heilsu núna.

Annaðhvort þekkjum við marga sem eiga afmæli á vorin eða það að fólk heldur frekar veislur á þessum tíma. Síðustu helgi var afmæli hjá Ebbu nágrannastelpu og hjá Carolinu í gær. Í dag var svo partí hjá Alp sem var með Stjörnustríðsveislu. Þar var barist upp á líf og dauða með geislasverðum í tvo tíma og mig grunar að pabbarnir verði marðir eftir átökin á morgun. Það var gott að koma heim í páskalamb og eggjaát eftir lætin en við vorum svo heppin að fá páskaegg frá Íslandi, frá mömmu Atla og fjölskyldu Matta.

Tvær myndir af okkur mæðgum, teknar af Valerie vinkonu minni þegar við hittumst í hádegismat nýlega:

DSC01839

DSC01841

Gleðilega páska, Dalla