Sunday, June 25, 2006



Við slógumst í för með öðrum ferðamönnum í Shanghai og fórum niður á Bund á bökkum Huangpu árinnar, en þar eru margar flottar byggingar. Við sáum greinilega að þangað liggur leið ferðamanna því þetta er vinsæll viðkomustaður þeirra hérna í Shanghai.
Kjartan og Hugi standa þarna á Bund og hort er yfir til Pudong þar sem Perla Shanghai er staðsett, semsagt turninn þarna með kúlunum á. Við tókum ansi sýrða lest undir ána, vorum ein í litlum klefa og fyrir augu bar mikið ljósasjóv með hljóðeffektum. Á hluta leiðarinnar var eins og það væru draugar á brautinni, þá tók Hugi fyrir augun.
En við fórum upp í Perluna, fyrst í kúlu númer tvö sem þið sjáið á myndinni og svo upp í efstu kúlu í 350 metra hæð. Ég er greinilega í meðferð við lofthræðslunni og Kjartan og Hugi gera í því að stríða mér. Bentu mér á að við værum inni í kúlu svo ekkert væri undir fótunum á okkur. Þegar strákarnir lágu á rúðunni til að horfa niður sýndi Kjartan mér það líka að kíttið á rúðunni væri nú orðið lélegt, byrjað að detta af. En ég lifði þetta af og komst heil niður og án oföndunar.
Það er skrýtið með þessar moskítóflugur, strákarnir hafa alveg sloppið við bit en fótleggir okkar Kjartans eru þaktir bitum. Það hlýtur að vera veisla í hjónaherberginu á hverri nóttu hjá helv. flugunum en við erum svosem glöð yfir því að strákarnir skuli sleppa.
Dalla

No comments: