Sunday, February 22, 2009

Stjörnur í Hangzhou

 

Við mæðgurnar fórum til Hangzhou í vikunni, Mr. Jin, einkabílsjtórinn okkar keyrði okkur út á lestarstöð og ferðin var mjög þægileg. Nýleg og hugguleg lest og ferðin tók aðeins rúman klukkutíma. Lestin þaut áfram á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund.

_MG_5920

Eyja fékk sér snakk á leiðinni eins og flestir ferðafélagar okkar. Kínverjar eru síborðandi og geta ekki farið í klukkutíma lestarferð án þess að borða á leiðinni.

_MG_5932

Við komuna til Hangzhou gekk okkur erfiðlega að finna leigubíl. Enginn kannaðist við heimilisfang hótelsins og uppsett verð fyrir ferðina var út úr kú. Loks aðstoðaði einhverskonar umferðarvörður okkur við að finna bíl en það var sá skítugasti leigubíll sem við höfum stigið upp í. Bílstjórinn var í símanum allan tímann og mér skildist að hann vildi fara með okkur á annað  hótel en við báðum um. Þegar ég var komin í þrot með kínverskukunnáttuna hringdi ég í Sharon á skrifstofu CCP sem talaði við bílstjórann og kom honum í skilning um hvert við vildum fara. Þegar við komum á áfangastað vildi bílstjórinn fá borgað 50 rmb en mælinn hafði hann aldrei sett í gang en ég sagði honum þá að ég byggi í Shanghai og rétti honum aura sem hann sætti sig við.

_MG_5946

Við vorum fegnar að komast inn á hótelið sem hét því vinalega nafni Friendship hotel. Eyja tók sig vel út á rúminu í hornherbergi með útsýni yfir Vesturvatn.

Við fengum bíl og bílstjóra til að keyra okkur upp að Lingyin musteri en nafnið þýðir friðsæll staður. Þar voru óvenju fáir á ferli vegna rigningar en við skoðuðum okkur um undir regnhlífum og vorum vel búnar svo ekki varð okkur kalt.

_MG_5987

Jóra og mamma á friðsælum stað, ekki algengt í Kína.

_MG_6041

Það bætti í rigninguna þegar við skoðuðum Yongfu musterið, þar gengum við einar um.

Daginn eftir gengum við niður að vatninu og komum þangað tímanlega til að fylgjast með gosbrunnasýningu. Tónlist var leikin af bandi og gosbrunnar úti í vatninu sprautuðu vatni upp í loftið í takt við tónlistina. Eyja var mjög hrifin og klappaði saman lófum í kerrunni.

Síðan gengum við meðfram vatninu og það var nokkuð friðsælt, þurrt veður og ekki kalt. Við settumst niður á kaffihúsi við vatnið og  Eyja horfði á fólkið ganga hjá. Einhver tók eftir henni í glugganum og fólk hópaðist að til að heilsa upp á hana í glugganum. Eyja brosti og vinkaði til allra.

_MG_6123

Eyja nær sambandi gegnum rúðu.

_MG_6136

Ein stúlka hafði kjark til þess að koma til okkar inn á kaffihúsið og biðja um mynd af sér með Eyju og Jóru. Ég myndaði þær og fékk að smella líka af þeim þremur. 

_MG_6139

Gangan hélt áfram og við heilsuðum upp á Marco Polo sem kom til Hangzhou og sagði þá að hún væri glæsileg borg. Hópur kvenna fylgdi okkur eftir frá kaffihúsinu.

_MG_6145

Við tókum eftir ljósmyndara sem beindi að okkur aðdráttarlinsu úr runna. Fyrsta skipti sem papparazzi hefur elt okkur. Hann gerðist svo nærgöngulli og myndaði Eyju sem brosti að venju. Mamman er ekki jafn glöð á svip.  

_MG_6153

Eyja var algjör stjarna í Hangzhou og ég svaraði spurningum um hana eftir bestu getu. Þarna dreif nokkra að til að skoða hana.

_MG_6180

Á þessum stað voru eldri borgarar áhugasamir um Eyju.

_MG_6187

Og það bættist í hópinn svo við komumst ekki áfram, það glittir í mig í hópnum. Kínverjar eru sérstaklega barngóðir og áhugasamir um börn.

Seinnipart dags var kominn tími til að fara aftur út á lestarstöð og vegna rigningar virtist erfitt að ná í leigubíl. Stúlka á hótelinu benti okkur á að núna væru vaktaskipti bílstjóra svo það væri vonlaust að fá bíl. Hún sagði okkur að við gætum tekið strætisvagn á lestarstöðina og við ákváðum að sleppa við gráðuga leigubílstjóra og fara að ráðum hennar.

_MG_6195  Hérna erum við að bíða eftir vagninum. Vagnarnir komu þétt en þeir stoppuðu ekki alltaf á sama punktinum svo við þurftum að hlaupa af stað með kerruna og farangurinn þegar rétti vagninn birtist. Tókst ekki í fyrstu tilraun en gekk betur í þeirri næstu.

Í Sjanghæ sást enginn Mr. Jin á lestarstöðinni og þegar ég ætlaði að hringja í hann vantaði mig inneign í símann. En fyrir einhverja tilviljun fundum við bílinn  og vorum fegnar að komast heim með honum.

Dalla

Monday, February 16, 2009

Eyja eins árs

  Mamma og Jóra komu á mánudaginn og vegna þess að undirrituð vaknaði þegar  skólabílinn var kominn fengu bræðurnir að vera heima og taka á móti ferðalöngunum. Þær komu með góða pakka, æta sem óæta, töskurnar verða líklega léttari á heimleiðinni. Vorið ákvað að koma af fullum krafti svo hitastigið hækkaði þegar leið á vikuna og endaði í 25 gráðum á föstudaginn. Við nýttum tækifærið og gengum um nágrennið og skoðuðum meðal annars þvott Sjanghæbúa sem nýttu þurrkinn til að þvo af sér vetrarfötin og sængur. Allsstaðar hékk þvottur, á mögulegum og ómögulegum stöðum.

Mamma átti afmæli á miðvikudaginn og við borðuðum úti, mat frá Yunnanhéraði. Annars hefur Lí aldeilis toppað sig í eldamennskunni og ber fram 5 rétti daglega og mæðgurnar segja að það sé eins og að borða á veitingastað hérna hjá okkur. Við gátum setið úti og borðað í hádeginu á fimmtudaginn, hittum Elsu og Heklu í innkaupaleiðangri. Síðan fylgdu Jóra og mamma mér í skólann til að fylgja strákunum í kúngfú tíma.  Á föstudag hófst undirbúningur fyrir veisluna á laugardag, Valentínusardaginn. Við skruppum þó upp í skóla til að fylgjast með Stirni koma fram á samkomu með bekknum sínum, þau lásu ljóð. Stirnir faldi sig bakvið blaðið sem hann las af á sviðinu svo við áttum erfitt með myndatökur þrátt fyrir stórar og miklar linsur sem var beint að honum.

Í alþjóðlega skólanum tóku amerísku foreldrarnir völdin og létu börnin undirbúa Valentínusardaginn með kortaskrifum. Hugi átti að senda öllum í bekknum kort og hann lagði sig misvel fram, skrifaði skilaboð til bestu vinkvennanna. Til Hadley skrifaði hann, you are the best friend I have ever had. Til Allie skrifaði hann, thank you for sharing your snack with me all the time! Síðan bætti hann við þegar ég var að skoða kortin með honum að hún væri skotin í honum. Kannski þessvegna sem hún er örlát á nestið sitt.

Stirnir skrifaði kort til Eyju: I love you Eya your the best baby in babyland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Stirnir hleypur alltaf til ef það heyrist kvörtunartónn í Eyju og kemur henni til að hlæja. Til mín var kveðjan svona: Dear mom. I love you because you give me candy and you play with me. Happy valentines day! Love Stirnir. Og Kjartan fékk: Dear dad. I love you because you are nice and good. Happy valentines day. Love Stirnir.

En Valentínusardagurinn hefur nú ekki verið haldinn hátíðlegur á okkar heimili fyrr en núna þegar Eyja ákvað að fæðast þennan dag í fyrra. Við ákváðum að blása til stórveislu og bjóða öllum vinum í Sjanghæ sem reyndust vera 40 með börnun fyrir utan smábörnin sem voru 5.  Eins og Auður vinkona mín orðaði það svo vel: Ef einhverntíma er ástæða til að fagna eins árs afmæli þá er það núna. Fæðingu Eyju var beðið með mikilli spennu í tveimur heimsálfum og hún hefur svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum þessi litla manneskja. Einstaklega skapgóð og yndisleg, brosmildur sjarmör. Heimskona sem hefur farið um 20 flugferðir á sinni stuttu ævi, yfir allan hnöttinn, heimsótt þrjár álfur.

IMG_23902009 jan 1_1

Hrein og fín eftir afmælisbaðið. Andrea heimagangur er hjá okkur í sófanum.

IMG_23932009 jan 1

Hugi annast skreytingar, smá stönt hjá honum þegar blöðrurnar fóru upp á hliðið.

IMG_23982009 jan 1 IMG_23992009 jan 1

Eyja fékk sparkbíl og er fín á honum í kjól af mér síðan ég var eins árs.

IMG_24052009 jan 1

Gestirnir komnir. Það var jarðarberjaþema á veisluborðinu, með súkkulaði og sykurpúðum, jarðarberjatíminn er núna. 

IMG_24092009 jan 1

Hafliði og Hekla ræðast við yfir borðið

IMG_24182009 jan 1

Amma matar Eyju.

IMG_24192009 jan 1

David og Jóra í eldhúsinu.

IMG_24232009 jan 1

Dan og Kerri foreldrar Hadley skoða mynd af græna húsinu.

IMG_24262009 jan 1

Lí sá um pönnukökubakstur, þær hurfu ofan í börn og fullorðna.

IMG_24272009 jan 1

Bea og Kerri með Eyju.

IMG_24362009 jan 1

IMG_24382009 jan 1

Kveikt á kertinu á kökunni.

 

IMG_24412009 jan 1

Sungið fyrir Eyju.

IMG_24442009 jan 1

Komið að því að blása.

IMG_24452009 jan 1

Örn, Hugi og Kerri aðstoða við blásturinn.

IMG_24482009 jan 1_1

Lí með krakkana sína.

IMG_24722009 jan 1

Hadley og Hugi

Af því ég má vera væmin á tímamótum þá verð ég að segja að þegar ég leit yfir stofuna var ég þakklát fyrir að hafa kynnst öllu þessa góða fólki sem kom til að gleðjast með okkur. Það er ekki sjálfgefið að eignast góða vini í fjarlægri heimsálfu.

Dalla

Wednesday, February 04, 2009

Heimþrá og heimsókn

Bræður þjást af  heimþrá til Íslands þessa dagana. Afi Jóhann sendi okkur jólakort með mynd af Tjarnarstemningu að vetri og þar sást vel í græna húsið. Hefði líklega ekki sést í það fyrir trjám á sumarmynd. En þetta kveikti í bræðrunum og þá varð allt best á Íslandi. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir bera miklar tilfinningar í brjósti til Íslands og við erum vondir foreldrar að ræna þá því að mega búa þar. Ég get ekki staðfest að þeir séu óhamingjusamir hérna en vissulega er lífið ólíkt og kannski erfiðara að einhverju leyti en auðveldara að öðru leyti. Hér fá þeir tækifæri til að ferðast og skoða heiminn og verða vonandi heimsmenn miklir. Við erum ekki alveg tilbúin að hætta Kínadvölinni strax enda er ekki besti tíminn núna til að huga að heimför. En einhverntíma höldum við aftur heim í græna húsið okkar sem bíður eftir okkur. Nánari fréttir af því síðar...

Annars eru helstu fréttir þær að við fáum góða heimsókn í næstu viku þegar mamma og Jóra birtast hjá okkur. Þær ætla að fagna með okkur eins árs afmæli Eyju en hana hafa þær ekki séð síðan hún var nýorðin 5 mánaða. Þannig að það verður nóg um að vera hjá okkur, Jóra er að koma í fyrsta skipti til Kína en mamma er alvön.

Hugi er búinn að eignast pennavin sem hann skrifast á við í skólanum og ég ætla að stelast til að birta bréf frá honum til vinarins sem býr í Chicago.

Dear Daniel,
I have not been to any of the places you have. But I have been to America. I was not born in America. I did not live in a townhouse in Chicago. Yes I have a Wii. I have a lot of marbles, but since I don’t live in Iceland where I am from, I don’t have a chance to get these barn toys (innsk. leggur og skel) that Icelandic kids used in the old days. And I do not have any animals. I don’t like basketball or soccer and football and yoga. I am the smallest in the class. I have blond curly hair and blue eyes and my best friend is Hadley Pack. Who is your best friend? In Iceland we don’t have a santa claus with a red coat and says ho ho ho! In Iceland we have 13 yule lads instead of santa claus so they each come one in a row. What is your favorite color? What is your favorite book? What is your favorite movie?

Hugi