Strákarnir vöknuðu hressir kl. 6 í morgun, við tókum bara leigubíl í morgun, nenntum ekki í lestarferðina. Stirnir kyssti mig bless fyrir utan skólastofuna og gekk svo bara inn án þess að líta til baka. Hugi fór líka glaður á sitt námskeið.
Ég náði hálftíma blundi á bekk fyrir utan skólann með töskuna undir höfðinu, var nú samt hálfkrumpuð þegar strákarnir voru búnir. Kennari Stirnis sagði mér að hann hefði sungið með í söngstundinni. Þeir gerðu báðir trúða og Hugi gerði stærðfræðiverkefni líka.
Seinnipartinn fórum við í vinnuna til Kjartans að sækja hann. Við lentum í úrhelli á leiðinni heim, göturnar fylltust af vatni, algjört Nóaflóð. Það var gaman að labba heim í rigningunni, eldingunum og þrumunum. Hugi settist út á svalir þegar heim var komið til að fylgjast með eldingunum, rosa spennandi.
Hann Moli okkar er lasinn þessa dagana, við fáum þær fréttir frá Íslandi. Hann verður átta ára í júlí og er orðinn hjartveikur og með gláku í augunum. Hann er þó að hjarna við samkvæmt nýjustu fréttum, við hugsum til hans og vonum að honum líði betur.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment