Sunday, July 02, 2006

Þetta er skammarkrókurinn á heimilinu.
Nei annars, þarna koma strákarnir sér stundum fyrir bakvið mig þegar ég sit í tölvunni. Þeir komast sjálfir upp en Stirnir þarf aðstoð við að komast niður.
Helgin var bara mjög róleg hjá okkur, eyddum henni að mestu heima við. Við ætluðum að fara á hátíðahöld í gær vegna þjóðhátíðardags Kanada en það leit út fyrir að við kæmumst ekki vegna úrhellis, við höfum aldrei séð svona mikla rigningu áður.
En það rættist úr þessu og stytti upp svo við röltum af stað með Atla og Yongjia. Þessi hátíð var nú algjört frat og peningaplokk, pylsan var dýrari hjá Kanadamönnunum en á Bæjarins bestu heima. Það áttu að vera leiktæki fyrir börn en þau voru hvergi sjáanleg.
Við vorum sem betur fer búin að panta okkur borð á veitingastað í gærkvöldi og tókum bara leigubíl þangað. Staðurinn er gamalt franskt jesúítaklaustur, og borðað er í nokkrum sölum, hátt til lofts og vítt til veggja. Einnig eru 2 lestarvagnar í garðinum og búið að tengja þá við staðinn og þar eru borð líka. Einstaklega skemmtilegur staður, Ye old station. Við skoðuðum þetta allt ég og strákarnir þegar við vorum búin að borða. Matseðillinn er týpískur kínverskur, mjög góður matur, meðal annars tofu í andarlíki og fleira gómsætt sem bræðurnir kunnu vel að meta. Ekki er verra að þessi staður er í næsta nágrenni við okkur.
Í morgun var það svo karate hjá Huga og svo erum við búin að vera heima við í leti. Við hringdum í afa Jóhann áðan til að óska honum til hamingju með afmælið. Hugi taldi upp öll orðin sem hann kann í kínversku en Stirnir vildi nú ekkert tala í síma í þetta skipti.
Dalla

No comments: