Kínverska klippingin! Ég bað hárgreiðslumanninn um að klippa bara pínulítið en hann var tæpan klukkutíma að klippa mig. Hárið er allt í styttum, þetta lítur ágætlega út í dag, sjáum til hvernig þetta verður á morgun...
Þetta er innkaupakerran sem snillingurinn Daisy reddaði fyrir mig, Stirnir fékk far í búðina í dag.
Sund að vengju í morgun og svo kom Yongjia yfir til okkar og sat hjá strákunum meðan ég fór í klippingu, ég var mjög þakklát að fá frið í klippingunni. Þau komu svo yfir þegar ég var að klára og þá voru strákarnir upp um allt, prófuðu stóla og hárspennur og liggur við gripu skærin úr höndum hárgreiðslumannsins.
Við fórum svo öll í verslunarleiðangur, byrjuðum á því að fá skólatösku handa Stirni. Hann valdi Mikka mús og fékk að gjöf pakka með ýmsu nýtilegu fyrir skólastráka, yddara, liti, pennaveski og fleira. Hann er mjög stoltur skólastrákur!
Svo fórum við í matarinnkaup. Kínverjar kaupa inn á hverjum degi, þekkja ekki svona Bónuskellingar eins og mig sem reyni að kaupa mikið í hverri ferð. Daisy fann innkaupakerru fyrir mig í hinum enda bæjarins og aðstoðarkona hennar kom henni til mín á hjóli, semsagt mikið fyrir þessu haft. Þessi innkaupakerra reddar málunum, þó ekki sé langt í búðina er ég vön að keyra upp að dyrum og bera svo inn í hús úr bílnum.
Við fengum krem á bitin svo allir geti sofið rótt,
góða nótt, Dalla.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Dalla þú ert alveg glæsileg með nýju klippinguna! Það er geggjað að skoða bloggið, takk fyrir að fá að fylgjast með ykkur. Kærar kveðjur, Vera
Post a Comment