Thursday, July 20, 2006


Frá strætóferð gærdagsins heim frá efnamarkaðnum. Hugi myndaði á leið heim og Stirnir er að koma til í fyrirsætustörfum, setur upp þennan fína svip.

Við erum að pakka niður fyrir helgarferð, erum reyndar frekar sveitt því við borðuðum á Litla feita lambinu, hot pot staðnum hérna á horninu hjá okkur. Þar sátum við yfir sjóðandi súpu og stungum ýmsu góðgæti ofaní. Kannski ekki heppilegasti sumarmaturinn en þarna er alltaf fullt úr úr dyrum. Hugi borðaði vel en Stirnir sofnaði undir borðhaldinu.
Við leggjum í hann snemma í fyrramálið, ferðinni er haldið út í eyjar hérna fyrir utan Putuo shan og Taohua. Við gistum eina nótt á hvorri eyju, tökum rútu og síðan ferju yfir. Þetta er eiginlega hópferð því allt starfsfólk CCP í Kína er á leið í ferðina, alls 10 fullorðnir og svo bræðurnir Hugi og Stirnir. Það bættust við 3 nýir starfsmenn í síðustu viku svo þetta verður fínn samhristingur.
Ég segi frá ferðinni eftir helgina.
Tannféð hans Huga var 100 RMB en það er gjaldmiðillinn í Kína, kallað kvæ í daglegu tali. Allsstaðar þar sem maður borgar með reiðufé eru seðlarnir skoðaðir í krók og kring sérstaklega 100 kvæ seðlarnir því það er víst mikið um falsaða seðla. Mér finnst ég stundum vera glæpamaður þegar seðlarnir eru þreifaðir, bornir upp að ljósinu og snúið á alla vegu. Hundrað kvæ eru tæplega 1000 ikr.
Dalla