Monday, July 10, 2006

Þarna er nashyrningur!

Við fórum í dýragarðinn í gær, hann er mjög stór svo þetta var mikil gönguferð í hitanum. Strákarnir nutu þess vel framan af en það dró fljótt af þeim og þeir óskuðu eftir heimferð, svona hundrað sinnum. Við förum aftur held ég þegar haustar og hitinn verður bærilegri.
Bræðurnir voru beðnir nokkrum sinnum um að sitja fyrir á mynd með öðrum börnum en þeir eru ófáanlegir til þess núna. Fyrirsætuferillinn var mjög stuttur.
Við byrjuðum morguninn á sundferð í innilauginni hérna í gyminu. Þegar ég var að skila lyklinum sá ég auglýst tilboð í útilaug sem ég hef nú hvergi séð hérna á okkar svæði. Ég spurðist fyrir og þá kom í ljós að það er þessi fína útilaug hérna falin hinu megin við götuna, inn á milli húsa. Við fórum og skoðuðum herlegheitin og leist vel á. Það er nú ekki gefið að baða sig þarna því fyrir eina sundferð vilja þeir rukka 3000 ikr.
Stirnir tekur alltaf upp umræðuefnið á hverjum degi að hann vilji vera kínverji og nú vill hann aldrei koma til Íslands aftur. Hann reynir að sannfæra bróður sinn um ágæti þess að búa alltaf í Kína en Hugi reynir að minna hann á það sem þeir sakna frá Íslandi, fjölskyldan, vinir og nú síðast var það Neslaugin. Kannski minningin um Neslaugina fái Stirni að lokum í stutta Íslandsheimsókn.
Dalla

1 comment:

Anonymous said...

hæhæ
Vildi bara segja hæ og láta vita að við erum að fylgjast með ykkur og höfum mjög gaman af. Við vorum að koma af Vestfjörðunum, mikið rosalega er fallegt þar, mæli alveg með heimsókn þangað. Fer að setja inn myndir þegar ég kemst næst í tölvuna í meira en 20 mínútur (Doddi er nefnilega alltaf að nota hana uhuhuhuh, held ég fari bara að kaupa aðra fyrir mig. Bless í bili og gangi ykkur vel. kær kveðja og kossar, Vera og co