Monday, July 31, 2006
Þá eru bræðurnir búnir að fara á sína fyrstu tölvuleikjasýningu, China Joy. Kjartan sinnti spilurum og öðrum á sýningunni en við hin kíktum með Yongjia á staðinn. Þetta var hálfgert brjálæði, stærra og háværara en heimilissýningin í Laugardalnum í gamla daga. Fyrirtækin kynna sína leiki, Optic kynnti EVE meðal annars með breikdönsurum og líka voru nokkuð margar ungar stúlkur klæðlitlar á ferðinni þarna til að kynna leikina.
Sviðsmynd eins leiksins var kastali, Stirnir vildi skoða en þá dreif að okkur stúlkur í englabúningum sem vildu fá mynd með Huga (Cupid) eins og þær sögðu. Hugi tyllti sér með stúlkunum en svipurinn var nú ekki fallegur, hann opnaði ginið upp á gátt en þeim fannst hann bara krúttlegur og flissuðu.
Strákarnir prófuðu leik þar sem smábörn með bleiur eru í kappakstri. Þeir voru myndaðir í bak og fyrir og þetta fannst á vefsíðu í dag http://news.17173.com/content/2006-07-30/20060730151446333.shtml
Textinn segir að Hugi sé alvarlegur á fyrstu myndinni. Stirni eru lögð orð í munn á þeirri næstu og hann segist ætla kenna manninum hvernig eigi að spila þennan leik.
Við forðuðum okkur heim en fengum engan leigubíl svo við tókum boði manns sem vildi skutla okkur, ólöglegur leigubíll.
Síðustu dagar hafa verið rólegir, ástæða skrifleysis er heilsuleysi ritarans, ég hef glímt við pest síðan í síðustu viku en er orðin betri núna.
Bræðurnir fóru í prufutíma í jóga á laugardaginn, þeim líkaði vel enda þekkja þeir jógaástundun frá Dvergasteini, hjá Erlu. Þeir hafa áhuga á því að skrá sig á námskeið í jóga en við ætlum að sjá til hvort af verður.
Ég hef ekki undan að kaupa litabækur handa drengjunum, þeir sitja við og lita í akkorði. Ekki hægt að segja annað en að þeim fer fram og þeir eru orðnir ansi vandvirkir. Við fjárfestum í hjólum í síðustu viku svo nú geta þeir þeyst hérna um svæðið, það er ágætis aðstaða til hjólaiðkunar.
Ég set með eina mynd af mæðginum og Daisy.
Dalla
Sviðsmynd eins leiksins var kastali, Stirnir vildi skoða en þá dreif að okkur stúlkur í englabúningum sem vildu fá mynd með Huga (Cupid) eins og þær sögðu. Hugi tyllti sér með stúlkunum en svipurinn var nú ekki fallegur, hann opnaði ginið upp á gátt en þeim fannst hann bara krúttlegur og flissuðu.
Strákarnir prófuðu leik þar sem smábörn með bleiur eru í kappakstri. Þeir voru myndaðir í bak og fyrir og þetta fannst á vefsíðu í dag http://news.17173.com/content/2006-07-30/20060730151446333.shtml
Textinn segir að Hugi sé alvarlegur á fyrstu myndinni. Stirni eru lögð orð í munn á þeirri næstu og hann segist ætla kenna manninum hvernig eigi að spila þennan leik.
Við forðuðum okkur heim en fengum engan leigubíl svo við tókum boði manns sem vildi skutla okkur, ólöglegur leigubíll.
Síðustu dagar hafa verið rólegir, ástæða skrifleysis er heilsuleysi ritarans, ég hef glímt við pest síðan í síðustu viku en er orðin betri núna.
Bræðurnir fóru í prufutíma í jóga á laugardaginn, þeim líkaði vel enda þekkja þeir jógaástundun frá Dvergasteini, hjá Erlu. Þeir hafa áhuga á því að skrá sig á námskeið í jóga en við ætlum að sjá til hvort af verður.
Ég hef ekki undan að kaupa litabækur handa drengjunum, þeir sitja við og lita í akkorði. Ekki hægt að segja annað en að þeim fer fram og þeir eru orðnir ansi vandvirkir. Við fjárfestum í hjólum í síðustu viku svo nú geta þeir þeyst hérna um svæðið, það er ágætis aðstaða til hjólaiðkunar.
Ég set með eina mynd af mæðginum og Daisy.
Dalla
Monday, July 24, 2006
Loksins kemur ferðasaga helgarinnar, tölvan var upptekin í gærkvöldi.
Við lögðum snemma af stað að heiman, fórum í leigubíl á rútustöð sem staðsett er við brúarstólpa Nanpu brúar sem tengir saman Pudong (austur) og Puxi (vestan við ána Pu), við búum vestan við ána. Þarna var algjört kaos, leigubílstjórinn hleypti okkur út eiginlega á miðri götu en ferðafélagar okkar fundu okkur og leiddu okkur að rútunni. Klukkan 8:15 lagði rútan síðan að stað en einn ferðafélaga vantaði ennþá og vorum við í stöðugu símasambandi við hann. Hann reddaði sér með annarri rútu og kom loks út á höfn með mótorhjóli síðasta spottann í bátinn.
Stirni varð að orði þegar hann sá hafið: Það er eins og súkkulaði á litinn! Það var alveg satt, sjórinn var súkkulaðibrúnn.
Báturinn var lítil útgáfa af Herjólfi, það gladdi strákana þegar myndbandið með munkamyndum og söng var búið var settur diskur með Mr. Bean í gang, bjargaði alveg ferðinni og spurningar um hvenær við yrðum komin voru ekki svo margar.
Eyjan Putuoshan er fjölsótt af ferðamönnum en þeir koma þangað til að biðja, einnig er hægt að biðja um eina ósk og ef óskin rætist verður viðkomandi að koma aftur innan þriggja ára og þakka fyrir sig. Á eynni er 250 metra hátt fjall sem er eitt að fjórum heilögum fjöllum í Kína. Sagan segir að maður hafi ferðast með líkneski af Boddhishava (goddess of mercy) og verið á leið til Japan. Hann leitaði skjóls á Putuoshan vegna óveðurs en veðrinu linnti ekki svo það var talið merki um að líkneskið vildi vera áfram á eynni.
Á eynni er 33 metra há stytta af Boddhishava sem horfir út á hafið.
Fjölmörg musteri eru á þessari smáu eyju og munkar eru á ferð og flugi. Þessa sýn sáum við á ströndinni fyrsta daginn, einhverskonar athöfn sem við kunnum ekki skil á.
Við hentum af okkur inni á hóteli og lögðum af stað að leita okkur að hádegisverði. Við borðuðum á veitingastað við fallega strönd, fisk og ýmisskonar skelfisk en það eru sérréttir eyjunnar.
Fyrir utan veitingastaðina eru balar með lifandi fiskum og skeldýrum svo ekki er hægt að segja annað en að fiskurinn sé ferskur. Hugi beit það í sig þarna um kvöldið að hann vildi borða fiskauga sem hann gerði.
Bræðurnir voru glaðir við leik á ströndinni, þar voru margar holur eftir krabba og Stirnir fór í það verk að fylla þær allar. Við hótelið okkar var sjórinn líka súkkulaðibrúnn en snemma morguns á laugardaginn fórum við á hreina strönd og þar fengu strákarnir góða útrás í öldunum.
Bræðurnir höfðu nokkuð marga leikfélaga í ferðinni þó allir væru þeir fullorðnir, CCP fólkið var duglegt að leika við þá, sérstaklega Atli og Yongjia sem þeir hafa tekið miklu ástfóstri við. Fyrsta kvöldið átti að reyna við bjórdrykkju á hótelherbergi samtengdu okkar, mjög hentugt því Stirnir lognaðist út af yfir kvöldverðinum. Hugi var hrókur alls fagnaðar í "partýinu" og mér skilst að eftir að hann fór í háttinn hafi fjörið verið búið.
Daginn eftir var förinni heitið á aðra eyju sem heitir Tahoa. Þangað fórum við í hraðbát og þar var allt önnur stemmning en á Putuo shan. Hótelið okkar var staðsett í þjóðgarði, timburhús í miðjum skógi nálægt klettaströnd, mjög fallegt. Við fórum í göngu strax við komuna, bara við fjölskyldan, hinir fóru á ströndina. Þetta varð hálfgerð svaðilför því það dimmdi allt í einu og óveðursský hrönnuðust upp. Strákunum varð um og ó en við hvöttum þá áfram á göngunni.
Þarna í sjónum er klettur sem líkist skjaldböku.
Þegar byrjaði að rigna flýttum við för og náðum sæmilega þurr í hús.
Við hefðum alveg viljað vera lengur á þessari paradísareyju en á sunnudaginn var kominn tími á heimför sem varð nú flóknari en áætlað var. Við fórum á illa lyktandi ferju yfir á aðra eyju þar sem við þurftum að taka leigubíl á aðra höfn til að ná hraðbátnum til Putuo shan. Þar tókum við bátinn upp á meginlandið en það var svo vont í sjóinn að ælupokarnir komu að góðum notum. Ferðin var líka tvöfalt lengri heim vegna strauma.
Þegar við komum aftur heim til Shanghai hafði hitastigið lækkað um rúmar 10 gráður, líklega vegna rigningar.
Við fórum á brasilískan steikarstað um kvöldið til að vega upp á móti fiskátinu og þar var boðið meðal annars upp á nautatungu sem gladdi Huga. Hann hugsaði mikið til ömmu Ragnheiðar en nautatunga er einn af sérréttum hennar.
Dalla
Við lögðum snemma af stað að heiman, fórum í leigubíl á rútustöð sem staðsett er við brúarstólpa Nanpu brúar sem tengir saman Pudong (austur) og Puxi (vestan við ána Pu), við búum vestan við ána. Þarna var algjört kaos, leigubílstjórinn hleypti okkur út eiginlega á miðri götu en ferðafélagar okkar fundu okkur og leiddu okkur að rútunni. Klukkan 8:15 lagði rútan síðan að stað en einn ferðafélaga vantaði ennþá og vorum við í stöðugu símasambandi við hann. Hann reddaði sér með annarri rútu og kom loks út á höfn með mótorhjóli síðasta spottann í bátinn.
Stirni varð að orði þegar hann sá hafið: Það er eins og súkkulaði á litinn! Það var alveg satt, sjórinn var súkkulaðibrúnn.
Báturinn var lítil útgáfa af Herjólfi, það gladdi strákana þegar myndbandið með munkamyndum og söng var búið var settur diskur með Mr. Bean í gang, bjargaði alveg ferðinni og spurningar um hvenær við yrðum komin voru ekki svo margar.
Eyjan Putuoshan er fjölsótt af ferðamönnum en þeir koma þangað til að biðja, einnig er hægt að biðja um eina ósk og ef óskin rætist verður viðkomandi að koma aftur innan þriggja ára og þakka fyrir sig. Á eynni er 250 metra hátt fjall sem er eitt að fjórum heilögum fjöllum í Kína. Sagan segir að maður hafi ferðast með líkneski af Boddhishava (goddess of mercy) og verið á leið til Japan. Hann leitaði skjóls á Putuoshan vegna óveðurs en veðrinu linnti ekki svo það var talið merki um að líkneskið vildi vera áfram á eynni.
Á eynni er 33 metra há stytta af Boddhishava sem horfir út á hafið.
Fjölmörg musteri eru á þessari smáu eyju og munkar eru á ferð og flugi. Þessa sýn sáum við á ströndinni fyrsta daginn, einhverskonar athöfn sem við kunnum ekki skil á.
Við hentum af okkur inni á hóteli og lögðum af stað að leita okkur að hádegisverði. Við borðuðum á veitingastað við fallega strönd, fisk og ýmisskonar skelfisk en það eru sérréttir eyjunnar.
Fyrir utan veitingastaðina eru balar með lifandi fiskum og skeldýrum svo ekki er hægt að segja annað en að fiskurinn sé ferskur. Hugi beit það í sig þarna um kvöldið að hann vildi borða fiskauga sem hann gerði.
Bræðurnir voru glaðir við leik á ströndinni, þar voru margar holur eftir krabba og Stirnir fór í það verk að fylla þær allar. Við hótelið okkar var sjórinn líka súkkulaðibrúnn en snemma morguns á laugardaginn fórum við á hreina strönd og þar fengu strákarnir góða útrás í öldunum.
Bræðurnir höfðu nokkuð marga leikfélaga í ferðinni þó allir væru þeir fullorðnir, CCP fólkið var duglegt að leika við þá, sérstaklega Atli og Yongjia sem þeir hafa tekið miklu ástfóstri við. Fyrsta kvöldið átti að reyna við bjórdrykkju á hótelherbergi samtengdu okkar, mjög hentugt því Stirnir lognaðist út af yfir kvöldverðinum. Hugi var hrókur alls fagnaðar í "partýinu" og mér skilst að eftir að hann fór í háttinn hafi fjörið verið búið.
Daginn eftir var förinni heitið á aðra eyju sem heitir Tahoa. Þangað fórum við í hraðbát og þar var allt önnur stemmning en á Putuo shan. Hótelið okkar var staðsett í þjóðgarði, timburhús í miðjum skógi nálægt klettaströnd, mjög fallegt. Við fórum í göngu strax við komuna, bara við fjölskyldan, hinir fóru á ströndina. Þetta varð hálfgerð svaðilför því það dimmdi allt í einu og óveðursský hrönnuðust upp. Strákunum varð um og ó en við hvöttum þá áfram á göngunni.
Þarna í sjónum er klettur sem líkist skjaldböku.
Þegar byrjaði að rigna flýttum við för og náðum sæmilega þurr í hús.
Við hefðum alveg viljað vera lengur á þessari paradísareyju en á sunnudaginn var kominn tími á heimför sem varð nú flóknari en áætlað var. Við fórum á illa lyktandi ferju yfir á aðra eyju þar sem við þurftum að taka leigubíl á aðra höfn til að ná hraðbátnum til Putuo shan. Þar tókum við bátinn upp á meginlandið en það var svo vont í sjóinn að ælupokarnir komu að góðum notum. Ferðin var líka tvöfalt lengri heim vegna strauma.
Þegar við komum aftur heim til Shanghai hafði hitastigið lækkað um rúmar 10 gráður, líklega vegna rigningar.
Við fórum á brasilískan steikarstað um kvöldið til að vega upp á móti fiskátinu og þar var boðið meðal annars upp á nautatungu sem gladdi Huga. Hann hugsaði mikið til ömmu Ragnheiðar en nautatunga er einn af sérréttum hennar.
Dalla
Thursday, July 20, 2006
Frá strætóferð gærdagsins heim frá efnamarkaðnum. Hugi myndaði á leið heim og Stirnir er að koma til í fyrirsætustörfum, setur upp þennan fína svip.
Við erum að pakka niður fyrir helgarferð, erum reyndar frekar sveitt því við borðuðum á Litla feita lambinu, hot pot staðnum hérna á horninu hjá okkur. Þar sátum við yfir sjóðandi súpu og stungum ýmsu góðgæti ofaní. Kannski ekki heppilegasti sumarmaturinn en þarna er alltaf fullt úr úr dyrum. Hugi borðaði vel en Stirnir sofnaði undir borðhaldinu.
Við leggjum í hann snemma í fyrramálið, ferðinni er haldið út í eyjar hérna fyrir utan Putuo shan og Taohua. Við gistum eina nótt á hvorri eyju, tökum rútu og síðan ferju yfir. Þetta er eiginlega hópferð því allt starfsfólk CCP í Kína er á leið í ferðina, alls 10 fullorðnir og svo bræðurnir Hugi og Stirnir. Það bættust við 3 nýir starfsmenn í síðustu viku svo þetta verður fínn samhristingur.
Ég segi frá ferðinni eftir helgina.
Tannféð hans Huga var 100 RMB en það er gjaldmiðillinn í Kína, kallað kvæ í daglegu tali. Allsstaðar þar sem maður borgar með reiðufé eru seðlarnir skoðaðir í krók og kring sérstaklega 100 kvæ seðlarnir því það er víst mikið um falsaða seðla. Mér finnst ég stundum vera glæpamaður þegar seðlarnir eru þreifaðir, bornir upp að ljósinu og snúið á alla vegu. Hundrað kvæ eru tæplega 1000 ikr.
Dalla
Wednesday, July 19, 2006
Stór dagur í gær. Tönnin er farin! Hún datt í tannburstun morgunsins. Hérna var mikil gleði og margir fengu að sjá gatið í gær. Hugi burstaði tönnina sérstaklega og setti í kassa undir koddann. Uppskeran var 100 RMB í morgun.
Við fórum í síðasta tímann á vélmennanámskeiðinu í gær. Þetta var skemmtilegt námskeið, Hugi fékk sérstaklega mikið út úr því en þetta var gerð vélmenna úr legokubbum. Einskonar mótor dreif svo vélmennið áfram og hægt er að forrita það. Við gerðum alltaf tvö vélmenni í hverjum tíma, m.a. geimveruvélmenni og diskóvélmenni. Hugi var mjög duglegur að fylgja leiðbeiningum á blaði, kennarinn hrósaði honum fyrir lagnina. Við Stirnir hjálpuðumst að við að setja saman.
Eftir námskeiðið í gær hittum við Yongjia og tókum metro og leigubíl á efna og fatamarkað. Hún þurfti að sækja föt þangað sem hún lét sauma þarna. Það var sérstök upplifun að koma á þennan markað, strákarnir skoðuðu allt og heilsuðu upp á sölumenn. Þegar við komum á básinn þar sem fötin áttu að vera tilbúin reyndust þau ekki vera til svo við vorum leidd út af markaðnum inn á bakstræti og inn í hús þar. Þetta hús var nú varla mannabústaður en virtist vera heimili og vinnustaður. Það var 37 stiga hiti í gær og aumingja fólkið sem sat þarna við vinnu hafði einungis viftu til að kæla sig. Því miður eru þetta aðstæður þeirra lægst launuðu hérna í Kína. Ekkert eldhús, einungis gashella til að elda matinn. Rúmin voru dýnulaus, bara bambusmotta á viðarborði. Það var tekið vel á móti okkur og strákarnir voru settir fyrir framan viftuna meðan við hinkruðum eftir fötunum. Það kom þarna kona með ungbarn og barnið hafði enga bleiu heldur gat á fötunum. Bræðrunum fannst þetta skrýtið og fengu að skoða barnið í krók og kring.
Við fórum í síðasta tímann á vélmennanámskeiðinu í gær. Þetta var skemmtilegt námskeið, Hugi fékk sérstaklega mikið út úr því en þetta var gerð vélmenna úr legokubbum. Einskonar mótor dreif svo vélmennið áfram og hægt er að forrita það. Við gerðum alltaf tvö vélmenni í hverjum tíma, m.a. geimveruvélmenni og diskóvélmenni. Hugi var mjög duglegur að fylgja leiðbeiningum á blaði, kennarinn hrósaði honum fyrir lagnina. Við Stirnir hjálpuðumst að við að setja saman.
Eftir námskeiðið í gær hittum við Yongjia og tókum metro og leigubíl á efna og fatamarkað. Hún þurfti að sækja föt þangað sem hún lét sauma þarna. Það var sérstök upplifun að koma á þennan markað, strákarnir skoðuðu allt og heilsuðu upp á sölumenn. Þegar við komum á básinn þar sem fötin áttu að vera tilbúin reyndust þau ekki vera til svo við vorum leidd út af markaðnum inn á bakstræti og inn í hús þar. Þetta hús var nú varla mannabústaður en virtist vera heimili og vinnustaður. Það var 37 stiga hiti í gær og aumingja fólkið sem sat þarna við vinnu hafði einungis viftu til að kæla sig. Því miður eru þetta aðstæður þeirra lægst launuðu hérna í Kína. Ekkert eldhús, einungis gashella til að elda matinn. Rúmin voru dýnulaus, bara bambusmotta á viðarborði. Það var tekið vel á móti okkur og strákarnir voru settir fyrir framan viftuna meðan við hinkruðum eftir fötunum. Það kom þarna kona með ungbarn og barnið hafði enga bleiu heldur gat á fötunum. Bræðrunum fannst þetta skrýtið og fengu að skoða barnið í krók og kring.
Saumastofan í bakhúsinu.
Sunday, July 16, 2006
Frá verslunarferðinni á föstudaginn með Yongjia, Stirnir grenjar á myndavélina. Við vorum að skoða gamlar videoupptökur af bræðrunum frá Frakklandi um daginn. Þar er Hugi fjögurra ára eins og Stirnir núna og er á ekki taka mynd af mér tímabilinu.
Daisy passaði strákana í gærkvöldi. Allt gekk vel en Hugi var ekki par hrifinn af því fyrirfram að vera í pössun. Hann undirbjó sig með því að fara á salernið áður en við fórum, hann vildi ekki biðja Daisy um aðstoð þar. Stirnir þurfti víst að nota salernið fyrir númer tvö og Hugi sagðist hafa komið Daisy um skilning um það með táknmáli að Stirnir þyrfti aðstoð. Þeir voru bara glaðir í morgun með pössunina og Hugi hafði á orði að Daisy væri alltaf brosandi. Svo þessi tilraun tókst og hægt að reyna aftur þegar þess þarf.
Við Kjartan fórum út að borða með tveimur pörum, Troy og Eva, hann er breti og hún kínversk og Adam og Cheryl en hann er ameríkani og hún bresk. Hún er í sömu sporum og ég, var að flytja til Shanghai á föstudaginn en hún hefur búið í Hong Kong frá barnæsku. Þau eiga ekki barn en Troy og Eva eiga þriggja ára dóttur. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og félagsskapurinn góður. Við byrjuðum á því að borða á kínverskum stað í hverfi sem heitir Xintiandi og er mjög skemmtilegt. Þar er einungis hægt að ganga um, engir bílar. Í hverfinu eru uppgerð shikumen hús sem voru byggð sem íbúðarhús á miðri 19. öld, shikumen þýðir steinhlið og fyrir innan steinhliðin voru litlir innri garðar. Húsin voru byggð við þröng stræti og nú eru þarna veitingahús, gallerí og þess háttar starfsemi.
Við borðuðum meðal annnars önd sem við fengum niðurskorna og svo pökkuðum við andarbita, grænmeti og sósu inn í einhverskonar litla pönnuköku. Mjög ljúffengt!
Eftir matinn röltum við yfir á stað þar sem hljómsveitir spila live. Þetta voru víst aðallega filippeyskar hljómsveitir sem tóku aðallega coverlög en líka kínversk lög inn á milli. Kínverskir áheyrendur virka frekar passívir, þeir klappa ekki með, syngja og dansa. Ég held ég geti sagt að okkar borð hafi verið háværast og það var sko dansað í kringum borðið. Cheryl brá sér aðeins upp á svið í dans með einum söngvaranum, það sýnir vel hverskonar stuðpía hún er. Annars voru búningar hljómsveitarmeðlima oft kostulegir, mér fannst ég hafa dottið aftur í tímann. Netabolir voru meðal þess sem stúlkurnar skörtuðu. Atriði þar sem stúlka (a la Vanessa Mae) spilaði á fiðlu við undirleik af bandi og skók sig með var með sérstakari atriðum.
Drykkjarföngin sem boðið er upp á er tunna af bjór á borðið og svo sá ég marga með könnur og viskýflösku á borðunum. Þá er grænt te í könnunum og svo er viskýinu blandað út í . Kínverjar drekka mikið te og það er mikið úrval af te sem svaladrykkir. Við Kjartan erum alveg dottin inn í þessa tedrykki, þeir eru mjög svalandi. Okkur hafði þó ekki dottið í hug að blanda áfengi samanvið te.
En við vorum ekki hætt því við kíktum aðeins á næturklúbb með Cheryl og Adam, tókum allan pakkann fyrst pössunin gekk vel. Smá dans fyrir svefninn var alveg málið.
Við Kjartan fórum í ræktina í gærmorgun, hann píndi mig áfram, ég kann nefnilega ekkert á svona tæki og var örugglega að lyfta of léttu. En núna veit ég betur og hef verið með strengi í dag, við tókum frí í dag en mætum aftur til leiks á morgun.
Dalla
Daisy passaði strákana í gærkvöldi. Allt gekk vel en Hugi var ekki par hrifinn af því fyrirfram að vera í pössun. Hann undirbjó sig með því að fara á salernið áður en við fórum, hann vildi ekki biðja Daisy um aðstoð þar. Stirnir þurfti víst að nota salernið fyrir númer tvö og Hugi sagðist hafa komið Daisy um skilning um það með táknmáli að Stirnir þyrfti aðstoð. Þeir voru bara glaðir í morgun með pössunina og Hugi hafði á orði að Daisy væri alltaf brosandi. Svo þessi tilraun tókst og hægt að reyna aftur þegar þess þarf.
Við Kjartan fórum út að borða með tveimur pörum, Troy og Eva, hann er breti og hún kínversk og Adam og Cheryl en hann er ameríkani og hún bresk. Hún er í sömu sporum og ég, var að flytja til Shanghai á föstudaginn en hún hefur búið í Hong Kong frá barnæsku. Þau eiga ekki barn en Troy og Eva eiga þriggja ára dóttur. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og félagsskapurinn góður. Við byrjuðum á því að borða á kínverskum stað í hverfi sem heitir Xintiandi og er mjög skemmtilegt. Þar er einungis hægt að ganga um, engir bílar. Í hverfinu eru uppgerð shikumen hús sem voru byggð sem íbúðarhús á miðri 19. öld, shikumen þýðir steinhlið og fyrir innan steinhliðin voru litlir innri garðar. Húsin voru byggð við þröng stræti og nú eru þarna veitingahús, gallerí og þess háttar starfsemi.
Við borðuðum meðal annnars önd sem við fengum niðurskorna og svo pökkuðum við andarbita, grænmeti og sósu inn í einhverskonar litla pönnuköku. Mjög ljúffengt!
Eftir matinn röltum við yfir á stað þar sem hljómsveitir spila live. Þetta voru víst aðallega filippeyskar hljómsveitir sem tóku aðallega coverlög en líka kínversk lög inn á milli. Kínverskir áheyrendur virka frekar passívir, þeir klappa ekki með, syngja og dansa. Ég held ég geti sagt að okkar borð hafi verið háværast og það var sko dansað í kringum borðið. Cheryl brá sér aðeins upp á svið í dans með einum söngvaranum, það sýnir vel hverskonar stuðpía hún er. Annars voru búningar hljómsveitarmeðlima oft kostulegir, mér fannst ég hafa dottið aftur í tímann. Netabolir voru meðal þess sem stúlkurnar skörtuðu. Atriði þar sem stúlka (a la Vanessa Mae) spilaði á fiðlu við undirleik af bandi og skók sig með var með sérstakari atriðum.
Drykkjarföngin sem boðið er upp á er tunna af bjór á borðið og svo sá ég marga með könnur og viskýflösku á borðunum. Þá er grænt te í könnunum og svo er viskýinu blandað út í . Kínverjar drekka mikið te og það er mikið úrval af te sem svaladrykkir. Við Kjartan erum alveg dottin inn í þessa tedrykki, þeir eru mjög svalandi. Okkur hafði þó ekki dottið í hug að blanda áfengi samanvið te.
En við vorum ekki hætt því við kíktum aðeins á næturklúbb með Cheryl og Adam, tókum allan pakkann fyrst pössunin gekk vel. Smá dans fyrir svefninn var alveg málið.
Við Kjartan fórum í ræktina í gærmorgun, hann píndi mig áfram, ég kann nefnilega ekkert á svona tæki og var örugglega að lyfta of léttu. En núna veit ég betur og hef verið með strengi í dag, við tókum frí í dag en mætum aftur til leiks á morgun.
Dalla
Friday, July 14, 2006
Kínverska klippingin! Ég bað hárgreiðslumanninn um að klippa bara pínulítið en hann var tæpan klukkutíma að klippa mig. Hárið er allt í styttum, þetta lítur ágætlega út í dag, sjáum til hvernig þetta verður á morgun...
Þetta er innkaupakerran sem snillingurinn Daisy reddaði fyrir mig, Stirnir fékk far í búðina í dag.
Sund að vengju í morgun og svo kom Yongjia yfir til okkar og sat hjá strákunum meðan ég fór í klippingu, ég var mjög þakklát að fá frið í klippingunni. Þau komu svo yfir þegar ég var að klára og þá voru strákarnir upp um allt, prófuðu stóla og hárspennur og liggur við gripu skærin úr höndum hárgreiðslumannsins.
Við fórum svo öll í verslunarleiðangur, byrjuðum á því að fá skólatösku handa Stirni. Hann valdi Mikka mús og fékk að gjöf pakka með ýmsu nýtilegu fyrir skólastráka, yddara, liti, pennaveski og fleira. Hann er mjög stoltur skólastrákur!
Svo fórum við í matarinnkaup. Kínverjar kaupa inn á hverjum degi, þekkja ekki svona Bónuskellingar eins og mig sem reyni að kaupa mikið í hverri ferð. Daisy fann innkaupakerru fyrir mig í hinum enda bæjarins og aðstoðarkona hennar kom henni til mín á hjóli, semsagt mikið fyrir þessu haft. Þessi innkaupakerra reddar málunum, þó ekki sé langt í búðina er ég vön að keyra upp að dyrum og bera svo inn í hús úr bílnum.
Við fengum krem á bitin svo allir geti sofið rótt,
góða nótt, Dalla.
Þetta er innkaupakerran sem snillingurinn Daisy reddaði fyrir mig, Stirnir fékk far í búðina í dag.
Sund að vengju í morgun og svo kom Yongjia yfir til okkar og sat hjá strákunum meðan ég fór í klippingu, ég var mjög þakklát að fá frið í klippingunni. Þau komu svo yfir þegar ég var að klára og þá voru strákarnir upp um allt, prófuðu stóla og hárspennur og liggur við gripu skærin úr höndum hárgreiðslumannsins.
Við fórum svo öll í verslunarleiðangur, byrjuðum á því að fá skólatösku handa Stirni. Hann valdi Mikka mús og fékk að gjöf pakka með ýmsu nýtilegu fyrir skólastráka, yddara, liti, pennaveski og fleira. Hann er mjög stoltur skólastrákur!
Svo fórum við í matarinnkaup. Kínverjar kaupa inn á hverjum degi, þekkja ekki svona Bónuskellingar eins og mig sem reyni að kaupa mikið í hverri ferð. Daisy fann innkaupakerru fyrir mig í hinum enda bæjarins og aðstoðarkona hennar kom henni til mín á hjóli, semsagt mikið fyrir þessu haft. Þessi innkaupakerra reddar málunum, þó ekki sé langt í búðina er ég vön að keyra upp að dyrum og bera svo inn í hús úr bílnum.
Við fengum krem á bitin svo allir geti sofið rótt,
góða nótt, Dalla.
Thursday, July 13, 2006
Önnur mynd úr berrassaðri sápukúluseríu.
Sundlaugarferðirnar eru daglegt brauð en nú er búið að bæta inn í prógrammið að undirrituð fer í ræktina fyrir sundið. Strákarnir þvælast í kringum mig og eru reknir af starfsfólkinu í leikherbergið en það er nú ekki örtröð þarna í salnum, ég hef verið ein hingað til. Það er ágætt að hita sig svona upp áður en við förum í laugina, ég helst alveg við í lauginni í klukkutíma.
Við hittum feðga í lauginni á miðvikudaginn og spjölluðum við þá. Maðurinn er ameríkani, kvæntur kínverskri konu og þau eiga tveggja og hálfs árs gamlan son. Hann er heimavinnandi húsfaðir, hefur lítið unnið þau fjögur ár sem hann hefur búið hér. Það var gaman að kynnast þeim og strákarnir léku sér mikið saman.
Það barst hingað taska í gær, í henni var meðal annars playmosjóræningjaskip, bækur og fleira að heiman. Hugi réðst í það verk að setja skipið aftur saman eftir ferðalagið en Stirnir sökkti sér í bókina Jólin okkar, Brian Pilkington myndskreytir gömlu vísurnar um jólasveinana. Við höfum því verið að rifja upp með honum vísurnar en hann kunni þetta mestallt utanað síðustu jól, hann er jólasveinanörd!
Verkefni dagsins er að kaupa skólatösku handa Stirni, krem á öll bitin en hann er þakinn bitum frá hné niður úr og svo ætla ég í klippingu á kínverskri hárgreiðslustofu. Ég vona að útkoman verði þannig að ég verði ekki með hauspoka næstu vikurnar.
Dalla
Sundlaugarferðirnar eru daglegt brauð en nú er búið að bæta inn í prógrammið að undirrituð fer í ræktina fyrir sundið. Strákarnir þvælast í kringum mig og eru reknir af starfsfólkinu í leikherbergið en það er nú ekki örtröð þarna í salnum, ég hef verið ein hingað til. Það er ágætt að hita sig svona upp áður en við förum í laugina, ég helst alveg við í lauginni í klukkutíma.
Við hittum feðga í lauginni á miðvikudaginn og spjölluðum við þá. Maðurinn er ameríkani, kvæntur kínverskri konu og þau eiga tveggja og hálfs árs gamlan son. Hann er heimavinnandi húsfaðir, hefur lítið unnið þau fjögur ár sem hann hefur búið hér. Það var gaman að kynnast þeim og strákarnir léku sér mikið saman.
Það barst hingað taska í gær, í henni var meðal annars playmosjóræningjaskip, bækur og fleira að heiman. Hugi réðst í það verk að setja skipið aftur saman eftir ferðalagið en Stirnir sökkti sér í bókina Jólin okkar, Brian Pilkington myndskreytir gömlu vísurnar um jólasveinana. Við höfum því verið að rifja upp með honum vísurnar en hann kunni þetta mestallt utanað síðustu jól, hann er jólasveinanörd!
Verkefni dagsins er að kaupa skólatösku handa Stirni, krem á öll bitin en hann er þakinn bitum frá hné niður úr og svo ætla ég í klippingu á kínverskri hárgreiðslustofu. Ég vona að útkoman verði þannig að ég verði ekki með hauspoka næstu vikurnar.
Dalla
Tuesday, July 11, 2006
Sápukúluframleiðsla á svölunum, þessi mynd er tekin úr launsátri svo Stirnir geti ekki neitað myndatöku.
Morgunverkin voru hérna heima við, ég þurfti að vera heima til að bíða eftir sendingu, niðurstöðu læknisskoðunarinnar frá síðustu viku. Skýrslan kom í hádeginu og þar stendur: "Be in basically normal health status." Ég sé ekki betur en 35 atriði hafi verið athuguð í blóðprufunni. Þar sem er pláss fyrir starf stendur að ég fáist við "inoccupation", það er semsagt ekki neitt eins og margar heimavinnandi mæður kannast við.
Við mæðginin fórum í sund, bara í innilaugina, við fáum ekki budget í fíneríið hinu megin götunnar. Eftir sundið settumst við upp í leigubíl og ferðinni var heitið á skrifstofu eina til að greiða námskeiðsgjald fyrir vélmennanámskeið í næstu viku. Bræðurnir ætla semsagt á námskeið þrjá daga í næstu viku, 2 tíma í senn í vélmennagerð. Ég býst við að ég sitji námskeiðið líka vegna málleysis bræðranna. Þeir eru frekar spenntir fyrir þessu báðir tveir, geta ekki beðið.
En erðin var löng og erfið, mikil umferð og bílstjórinn fór löngu leiðina, hefði getað skellt sér upp á hraðbraut til að flýta fyrir. Stirnir sofnaði í bílnum og Hugi kvartaði yfir bílveiki. Þegar við áttum hundrað metra eftir í áfangastað kom svo gusan, í hendina á mér sem kallaði upp, bílstjórinn stöðvaði bílinn og gusa tvö kom á gangstéttina. Bílstjórinn var mjög almennilegur enda fór ekkert á hvíta teygjulakið sem þeir breiða yfir aftursætið, bara aðeins á hurðina. Stirnir hrökk upp við vondan draum og kom ansi ruglaður út úr bílnum. Ekki fékkst Hugi upp í bílinn aftur svo við röltum síðasta spölinn. Samtökin sem eru með þetta námskeið heita Active kidz http://www.activekidz.org ég fann þau á netinu og þau eru með margs konar námskeið, þó aðallega í íþróttum. Verst að flest fer fram langt heiman frá okkur, jafnvel í klukkutíma bílferð í burtu svo ekki förum við að leggja það á okkur.
En okkar beið annað verkefni eftir að hafa gengið frá innrituninni og það var að kaupa franska pylsu/saucisson handa Kjartani. Carrefour er þarna í nágrenninu, stákarnir voru nú ekkert áfjáðir að fara í matarinnkaup en voru svo bara hjálplegir við innkaupin þegar við vorum komin í gírinn. Við fundum pylsuna, m.a.s. tvær fyrir eina svo Hugi var mjög glaður þar sem hann elskar svona pylsur, frönsku genin. Stirnir varð glaður þegar hann fann vöfflur í pakka og Hugi reddaði rjóma. Við enduðum með fulla körfu svona eins og tíu innkaupapoka en það er ekkert óyfirstíganlegt þar sem við fórum með innkaupakerruna niður í kjallara og beint upp í leigubíl sem skilaði okkur upp að dyrum. Strákarnir hjálpuðu svo við pokaburð inn í lyftu.
Einhversstaðar í blaði var verið að ráðleggja fólki hvað væri hægt að gera skemmtilegt með vinum og ættingjum sem kæmu í heimsókn til Shanghai og var uppástungan sú að fara í Carrefour. Það er ekkert vitlaust því þar er margt að sjá og endalaust hægt að skoða úrvalið af mat/hráefni sem ég þekki ekki.
Hugi sofnaði svo með saucisson í annarri og Barbapapa í hinni en það er uppáhaldslesefnið fyrir svefninn þessa dagana.
Dalla
Morgunverkin voru hérna heima við, ég þurfti að vera heima til að bíða eftir sendingu, niðurstöðu læknisskoðunarinnar frá síðustu viku. Skýrslan kom í hádeginu og þar stendur: "Be in basically normal health status." Ég sé ekki betur en 35 atriði hafi verið athuguð í blóðprufunni. Þar sem er pláss fyrir starf stendur að ég fáist við "inoccupation", það er semsagt ekki neitt eins og margar heimavinnandi mæður kannast við.
Við mæðginin fórum í sund, bara í innilaugina, við fáum ekki budget í fíneríið hinu megin götunnar. Eftir sundið settumst við upp í leigubíl og ferðinni var heitið á skrifstofu eina til að greiða námskeiðsgjald fyrir vélmennanámskeið í næstu viku. Bræðurnir ætla semsagt á námskeið þrjá daga í næstu viku, 2 tíma í senn í vélmennagerð. Ég býst við að ég sitji námskeiðið líka vegna málleysis bræðranna. Þeir eru frekar spenntir fyrir þessu báðir tveir, geta ekki beðið.
En erðin var löng og erfið, mikil umferð og bílstjórinn fór löngu leiðina, hefði getað skellt sér upp á hraðbraut til að flýta fyrir. Stirnir sofnaði í bílnum og Hugi kvartaði yfir bílveiki. Þegar við áttum hundrað metra eftir í áfangastað kom svo gusan, í hendina á mér sem kallaði upp, bílstjórinn stöðvaði bílinn og gusa tvö kom á gangstéttina. Bílstjórinn var mjög almennilegur enda fór ekkert á hvíta teygjulakið sem þeir breiða yfir aftursætið, bara aðeins á hurðina. Stirnir hrökk upp við vondan draum og kom ansi ruglaður út úr bílnum. Ekki fékkst Hugi upp í bílinn aftur svo við röltum síðasta spölinn. Samtökin sem eru með þetta námskeið heita Active kidz http://www.activekidz.org ég fann þau á netinu og þau eru með margs konar námskeið, þó aðallega í íþróttum. Verst að flest fer fram langt heiman frá okkur, jafnvel í klukkutíma bílferð í burtu svo ekki förum við að leggja það á okkur.
En okkar beið annað verkefni eftir að hafa gengið frá innrituninni og það var að kaupa franska pylsu/saucisson handa Kjartani. Carrefour er þarna í nágrenninu, stákarnir voru nú ekkert áfjáðir að fara í matarinnkaup en voru svo bara hjálplegir við innkaupin þegar við vorum komin í gírinn. Við fundum pylsuna, m.a.s. tvær fyrir eina svo Hugi var mjög glaður þar sem hann elskar svona pylsur, frönsku genin. Stirnir varð glaður þegar hann fann vöfflur í pakka og Hugi reddaði rjóma. Við enduðum með fulla körfu svona eins og tíu innkaupapoka en það er ekkert óyfirstíganlegt þar sem við fórum með innkaupakerruna niður í kjallara og beint upp í leigubíl sem skilaði okkur upp að dyrum. Strákarnir hjálpuðu svo við pokaburð inn í lyftu.
Einhversstaðar í blaði var verið að ráðleggja fólki hvað væri hægt að gera skemmtilegt með vinum og ættingjum sem kæmu í heimsókn til Shanghai og var uppástungan sú að fara í Carrefour. Það er ekkert vitlaust því þar er margt að sjá og endalaust hægt að skoða úrvalið af mat/hráefni sem ég þekki ekki.
Hugi sofnaði svo með saucisson í annarri og Barbapapa í hinni en það er uppáhaldslesefnið fyrir svefninn þessa dagana.
Dalla
Monday, July 10, 2006
Þarna er nashyrningur!
Við fórum í dýragarðinn í gær, hann er mjög stór svo þetta var mikil gönguferð í hitanum. Strákarnir nutu þess vel framan af en það dró fljótt af þeim og þeir óskuðu eftir heimferð, svona hundrað sinnum. Við förum aftur held ég þegar haustar og hitinn verður bærilegri.
Bræðurnir voru beðnir nokkrum sinnum um að sitja fyrir á mynd með öðrum börnum en þeir eru ófáanlegir til þess núna. Fyrirsætuferillinn var mjög stuttur.
Við byrjuðum morguninn á sundferð í innilauginni hérna í gyminu. Þegar ég var að skila lyklinum sá ég auglýst tilboð í útilaug sem ég hef nú hvergi séð hérna á okkar svæði. Ég spurðist fyrir og þá kom í ljós að það er þessi fína útilaug hérna falin hinu megin við götuna, inn á milli húsa. Við fórum og skoðuðum herlegheitin og leist vel á. Það er nú ekki gefið að baða sig þarna því fyrir eina sundferð vilja þeir rukka 3000 ikr.
Stirnir tekur alltaf upp umræðuefnið á hverjum degi að hann vilji vera kínverji og nú vill hann aldrei koma til Íslands aftur. Hann reynir að sannfæra bróður sinn um ágæti þess að búa alltaf í Kína en Hugi reynir að minna hann á það sem þeir sakna frá Íslandi, fjölskyldan, vinir og nú síðast var það Neslaugin. Kannski minningin um Neslaugina fái Stirni að lokum í stutta Íslandsheimsókn.
Dalla
Við fórum í dýragarðinn í gær, hann er mjög stór svo þetta var mikil gönguferð í hitanum. Strákarnir nutu þess vel framan af en það dró fljótt af þeim og þeir óskuðu eftir heimferð, svona hundrað sinnum. Við förum aftur held ég þegar haustar og hitinn verður bærilegri.
Bræðurnir voru beðnir nokkrum sinnum um að sitja fyrir á mynd með öðrum börnum en þeir eru ófáanlegir til þess núna. Fyrirsætuferillinn var mjög stuttur.
Við byrjuðum morguninn á sundferð í innilauginni hérna í gyminu. Þegar ég var að skila lyklinum sá ég auglýst tilboð í útilaug sem ég hef nú hvergi séð hérna á okkar svæði. Ég spurðist fyrir og þá kom í ljós að það er þessi fína útilaug hérna falin hinu megin við götuna, inn á milli húsa. Við fórum og skoðuðum herlegheitin og leist vel á. Það er nú ekki gefið að baða sig þarna því fyrir eina sundferð vilja þeir rukka 3000 ikr.
Stirnir tekur alltaf upp umræðuefnið á hverjum degi að hann vilji vera kínverji og nú vill hann aldrei koma til Íslands aftur. Hann reynir að sannfæra bróður sinn um ágæti þess að búa alltaf í Kína en Hugi reynir að minna hann á það sem þeir sakna frá Íslandi, fjölskyldan, vinir og nú síðast var það Neslaugin. Kannski minningin um Neslaugina fái Stirni að lokum í stutta Íslandsheimsókn.
Dalla
Saturday, July 08, 2006
Nú er mikil spenna hjá Huga, hann hefur heyrt af því að það gæti verið von á fellibyl í nótt, fellibylur sem er núna yfir Hong Kong gæti komið hingað uppeftir til okkar. Kjartan er búinn að segja honum af froskum og fiskum sem geti tekist á loft og rignt niður aftur. Ef eitthvað gerist í nótt á að vekja hann svo hann geti fylgst með þessu.
Við fórum í verslunarferð í gær með Yongjiaí japanska verslum í miðstöðinni hérna næst. Hugi er orðinn mjög áhugasamur um fatakaup og velur sjálfur stuttbuxur og boli. Stirnir er ekki jafn spenntur en valdi sér tvo boli svo hann yrði ekki útundan. Ég keypti bol og buxur á Kjartan líka, strákarnir völdu bol handa honum með fígúrum sem líkjast Barbapapa og voru hæstánægðir með það. Í kvöld sá ég svo aðalverslunargötuna með design kínverskum fötum, allt annað en fæst í verlsunarmiðstöðinni. Þannig að ég bendi vinum og fjölskyldu sem hyggja á Kínaheimsókn á það að ég er búin að finna staðinn. Gatan minnti mig m.a.s. á Newbury street í Boston, en það var þarna hóruhús inn á milli búðanna sem dró standardinn aðeins niður.
Feðgarnir fóru í sund í dag. Kjartan minnti Huga á það hvað hann væri duglegur að synda baksund eða var það þegar hann æfði með KR. Hugi tók sig til og synti 300 metra baksund, hafði greinilega engu gleymt.
Ég hef fengið athugasemdir um það að ég segi mikið frá bræðrunum en minna frá upplifunum okkar foreldranna. Kjartan ætlaði að skrifa líka inn á bloggið en hann hefur verið mjög upptekinn við vinnu svo það hefur ekki orðið af því.
Mér líður ágætlega hérna í Shanghai en verð samt að viðurkenna það að ég sakna vina og fjölskyldu og vinnufélaga heima á Íslandi. Ég er félagsvera og vön því að hafa nóg að gera, vinnan mín er erilsöm og vinnufélagarnir skemmtilegir, enda bransinn þekktur fyrir að það velst í hann skemmtilegt fólk ;-) Þannig að það eru mikil viðbrigði að eyða deginum í rólegheitum með strákunum og geta ekki rætt málin við fullorðið fólk. Ég er ekki að segja að það sé alslæmt en það væri ekki verra ef ég kæmist í samband við fólk sem er að gera svipaða eða ólíka hluti og ég hérna. Atli og Yongia eru betri en engin en þau eru upptekin við sína vinnu að deginum til.
Ég er að vonast til að kynnast einhverjum kellingum/mömmum þegar skólinn byrjar hjá strákunum í ágúst en kannski verður ekkert af því vegna þess að strákarnir verða sóttir í skólabíl og þá sit ég bara heima þegar þeir eru farnir í skólann. Ég er búin að bjóða fram krafta mína í foreldrafélaginu og vona að þeir geti nýst þar.
Við fórum á tælenskan stað í kvöld, borðuðum með Atla þar. Það var skál/ker með gullfiskum á gólfinu þegar við gengum inn og Hugi spurði hvort þetta væri súpa dagsins. Það var nóg að sjá þarna inni, eðlur festar upp um alla veggi og strákarnir fengu eðlur úr plasti afhentar. Innaf veitingasalnum var herbergi með stólum útskornum eins og fílar, málverk af sjávarsýn, broddgeltir á gólfinu, mjög kitsch. Strákarnir undu sér vel þarna inni við að skoða sig um. Stemmningin varð sérstök þegar Kjartan spurði mig hvort ég kannaðist við tónlistina. Þá var búið að setja DVD disk í tækið með tónlist og showi frá Rauðu Myllunni í París. Við Kjartan fórum á sýningu þar með idolhópnum í mars. Þar sem myndum frá Rauðu myllunni var varpað á vegg sat fjölskylda (expats/útlendingar í Shanghai) meðal annars unglingsstrákar, það hefur verið gaman að hafa berbrjósta konur fyrir augunum þegar þú ert úti að borða með mömmu þinni...
Góða nótt á laugardagskvöldi, Dalla
Við fórum í verslunarferð í gær með Yongjiaí japanska verslum í miðstöðinni hérna næst. Hugi er orðinn mjög áhugasamur um fatakaup og velur sjálfur stuttbuxur og boli. Stirnir er ekki jafn spenntur en valdi sér tvo boli svo hann yrði ekki útundan. Ég keypti bol og buxur á Kjartan líka, strákarnir völdu bol handa honum með fígúrum sem líkjast Barbapapa og voru hæstánægðir með það. Í kvöld sá ég svo aðalverslunargötuna með design kínverskum fötum, allt annað en fæst í verlsunarmiðstöðinni. Þannig að ég bendi vinum og fjölskyldu sem hyggja á Kínaheimsókn á það að ég er búin að finna staðinn. Gatan minnti mig m.a.s. á Newbury street í Boston, en það var þarna hóruhús inn á milli búðanna sem dró standardinn aðeins niður.
Feðgarnir fóru í sund í dag. Kjartan minnti Huga á það hvað hann væri duglegur að synda baksund eða var það þegar hann æfði með KR. Hugi tók sig til og synti 300 metra baksund, hafði greinilega engu gleymt.
Ég hef fengið athugasemdir um það að ég segi mikið frá bræðrunum en minna frá upplifunum okkar foreldranna. Kjartan ætlaði að skrifa líka inn á bloggið en hann hefur verið mjög upptekinn við vinnu svo það hefur ekki orðið af því.
Mér líður ágætlega hérna í Shanghai en verð samt að viðurkenna það að ég sakna vina og fjölskyldu og vinnufélaga heima á Íslandi. Ég er félagsvera og vön því að hafa nóg að gera, vinnan mín er erilsöm og vinnufélagarnir skemmtilegir, enda bransinn þekktur fyrir að það velst í hann skemmtilegt fólk ;-) Þannig að það eru mikil viðbrigði að eyða deginum í rólegheitum með strákunum og geta ekki rætt málin við fullorðið fólk. Ég er ekki að segja að það sé alslæmt en það væri ekki verra ef ég kæmist í samband við fólk sem er að gera svipaða eða ólíka hluti og ég hérna. Atli og Yongia eru betri en engin en þau eru upptekin við sína vinnu að deginum til.
Ég er að vonast til að kynnast einhverjum kellingum/mömmum þegar skólinn byrjar hjá strákunum í ágúst en kannski verður ekkert af því vegna þess að strákarnir verða sóttir í skólabíl og þá sit ég bara heima þegar þeir eru farnir í skólann. Ég er búin að bjóða fram krafta mína í foreldrafélaginu og vona að þeir geti nýst þar.
Við fórum á tælenskan stað í kvöld, borðuðum með Atla þar. Það var skál/ker með gullfiskum á gólfinu þegar við gengum inn og Hugi spurði hvort þetta væri súpa dagsins. Það var nóg að sjá þarna inni, eðlur festar upp um alla veggi og strákarnir fengu eðlur úr plasti afhentar. Innaf veitingasalnum var herbergi með stólum útskornum eins og fílar, málverk af sjávarsýn, broddgeltir á gólfinu, mjög kitsch. Strákarnir undu sér vel þarna inni við að skoða sig um. Stemmningin varð sérstök þegar Kjartan spurði mig hvort ég kannaðist við tónlistina. Þá var búið að setja DVD disk í tækið með tónlist og showi frá Rauðu Myllunni í París. Við Kjartan fórum á sýningu þar með idolhópnum í mars. Þar sem myndum frá Rauðu myllunni var varpað á vegg sat fjölskylda (expats/útlendingar í Shanghai) meðal annars unglingsstrákar, það hefur verið gaman að hafa berbrjósta konur fyrir augunum þegar þú ert úti að borða með mömmu þinni...
Góða nótt á laugardagskvöldi, Dalla
Thursday, July 06, 2006
Stofustemmning að kvöldi, skjaldbakan og höfrungurinn hvíla sig eftir erfiðan dag í sundlauginni.
Nú er svo gaman að fara í sund að ég var drifin af stað fyrir hádegi. Mér finnst laugin reyndar vera nokkuð köld fyrir minn smekk en ég læt mig hafa það. Ég reyni bara að hreyfa mig og ærslast með strákunum.
Við löbbuðum út á XuJiaHui eftir sundið, við fórum í könnunarleiðangur að leita að bíóinu sem er á efstu hæð í einni verslunarmiðstöðinni. Það kom í ljós að eina barnamyndin sem er verið að sýna núna er Ísöld 2 á kínversku og sýningin var ekki fyrr en kl. hálfsjö.
Við löbbuðum lengri leiðina heim með ís-stoppi og vatns-stoppi. Konurnar í drykkjarbúðinni voru voðalega almennilegar, þetta er nú bara svona 2 fermetrar í dyragætt. Við sýndum þeim boli strákanna en á þeim er mynd frá Jökulsárlóni, þeim fannst mikið til þeirra koma. Ég er farin að skilja þegar fólk spyr mig hvort bræðurnir séu tvíburar og er komin með ágætis táknmál til að útskýra að svo sé ekki.
Stirnir er ákveðinn í því að verða kínverji og segir þá, þegar ég verð orðinn kínverji ætla ég að gera hitt eða þetta. Hugi finnur mikið til með fátæku fólki og vill alltaf gefa betlurum pening. Það er nú ekki mikið um betl í hverfinu okkar, betlararnir halda sig frekar þar sem ferðamenn eru fleiri.
Nú er jólasveinninn settur í gang hérna við hliðina á mér. Það er 40 sentimetra hár jólasveinn sem syngur og dansar þegar kveikt er á honum. Strákarnir kveikja á honum nokkrum sinnum á dag og dansa og syngja með. Ég er búin að setja jólakrans niður í skúffu sem hékk inni á öðru baðherberginu. Jólaskrautið semsagt fylgdi íbúðinni og var enn uppivið þó við höfum fengið íbúðina afhenta í april. Ég sé að það eru fleiri sem halda jólaskrautinu því í gluggum íbúðar á jarðhæð í næsta húsi eru jólasveinamyndir.
Dalla
Nú er svo gaman að fara í sund að ég var drifin af stað fyrir hádegi. Mér finnst laugin reyndar vera nokkuð köld fyrir minn smekk en ég læt mig hafa það. Ég reyni bara að hreyfa mig og ærslast með strákunum.
Við löbbuðum út á XuJiaHui eftir sundið, við fórum í könnunarleiðangur að leita að bíóinu sem er á efstu hæð í einni verslunarmiðstöðinni. Það kom í ljós að eina barnamyndin sem er verið að sýna núna er Ísöld 2 á kínversku og sýningin var ekki fyrr en kl. hálfsjö.
Við löbbuðum lengri leiðina heim með ís-stoppi og vatns-stoppi. Konurnar í drykkjarbúðinni voru voðalega almennilegar, þetta er nú bara svona 2 fermetrar í dyragætt. Við sýndum þeim boli strákanna en á þeim er mynd frá Jökulsárlóni, þeim fannst mikið til þeirra koma. Ég er farin að skilja þegar fólk spyr mig hvort bræðurnir séu tvíburar og er komin með ágætis táknmál til að útskýra að svo sé ekki.
Stirnir er ákveðinn í því að verða kínverji og segir þá, þegar ég verð orðinn kínverji ætla ég að gera hitt eða þetta. Hugi finnur mikið til með fátæku fólki og vill alltaf gefa betlurum pening. Það er nú ekki mikið um betl í hverfinu okkar, betlararnir halda sig frekar þar sem ferðamenn eru fleiri.
Nú er jólasveinninn settur í gang hérna við hliðina á mér. Það er 40 sentimetra hár jólasveinn sem syngur og dansar þegar kveikt er á honum. Strákarnir kveikja á honum nokkrum sinnum á dag og dansa og syngja með. Ég er búin að setja jólakrans niður í skúffu sem hékk inni á öðru baðherberginu. Jólaskrautið semsagt fylgdi íbúðinni og var enn uppivið þó við höfum fengið íbúðina afhenta í april. Ég sé að það eru fleiri sem halda jólaskrautinu því í gluggum íbúðar á jarðhæð í næsta húsi eru jólasveinamyndir.
Dalla
Wednesday, July 05, 2006
Það er boðið upp á grænar krullur í dag!
Ég byrjaði daginn á læknisskoðun vegna dvalarleyfis. Ég tók leigubíl út úr bænum á sérstakt sjúkrahús sem skoðar þá sem vilja búa í Shanghai. Þetta var þvílík færibandavinna hjá þeim, ég var send úr herbergi í herbergi og þetta tók ekki nema klukkutíma. Vigtuð og mæld, blóðprufur, sjónpróf, sónar, röngten á lungum, hjartalínurit og viðtal við lækni sem skoðaði mig og hlustaði. Svo fæ ég skýrslu í næstu viku um mitt heilsufarástand og þarnæst get ég gengið frá dvalarleyfinu.
Konan sem gerði sjónprófið hefur örugglega haldið að ég væri vitleysingur, þegar ég kom inn benti hún á munstrað blað og sagði: Numbers! Ég skildi ekki hvað hún átti við og fór að rýna betur í blaðið, þá voru tölur í mynstrinu sem ég sá ekki. Það rumdi í henni þegar hún prófaði vinstra augað því ekki sé ég vel með því en það hýrnaði yfir henni þegar hægra augað var athugað.
Daisy kom í dag og ég bar mig aumlega yfir ofninum sem virkar ekki á matartímum, á öðrum tíma dags virkar hann, það er eins og fólk sé að nota strauminn í blokkinni og þá slær út hjá okkur. Ekki nógu sniðugt að geta ekki notað ofninn á matartímum. Daisy segir mér að kínverjar eldi ekki mat í ofni, það útskýrir hvers vegna ofninn var ónotaður hérna. Þeir elda auðvitað á wokpönnu, ég á reyndar eina svoleiðis og nota hana líka en ég er samt háð því að henda mat inn í ofn.
Við fórum mæðginin og keyptum sunddót, heljarinnar höfrung handa Huga og skjaldbökukút handa Stirni. Hugi var voðalega montinn þegar hann labbaði með höfrunginn út í sundlaug en ég var frekar föl og lá við yfirliði eftir að hafa blásið hann upp.
Það hefur rignt með hléum í allan dag, vonandi var þá sól á Íslandi á meðan, veit ekki hvernig virkar með veðurfar á Kína og Íslandi, líklega er það ekkert tengt.
Kjartan er byrjaður í kínverskutímum, er í einkatímum til að byrja með. Hann hoppaði yfir kennsluna í framburði, hann var búinn að liggja yfir því áður og er orðinn nokkuð klár að lesa pinyin en það er hljóðskrift kínverskunnar.
Dalla
Ég byrjaði daginn á læknisskoðun vegna dvalarleyfis. Ég tók leigubíl út úr bænum á sérstakt sjúkrahús sem skoðar þá sem vilja búa í Shanghai. Þetta var þvílík færibandavinna hjá þeim, ég var send úr herbergi í herbergi og þetta tók ekki nema klukkutíma. Vigtuð og mæld, blóðprufur, sjónpróf, sónar, röngten á lungum, hjartalínurit og viðtal við lækni sem skoðaði mig og hlustaði. Svo fæ ég skýrslu í næstu viku um mitt heilsufarástand og þarnæst get ég gengið frá dvalarleyfinu.
Konan sem gerði sjónprófið hefur örugglega haldið að ég væri vitleysingur, þegar ég kom inn benti hún á munstrað blað og sagði: Numbers! Ég skildi ekki hvað hún átti við og fór að rýna betur í blaðið, þá voru tölur í mynstrinu sem ég sá ekki. Það rumdi í henni þegar hún prófaði vinstra augað því ekki sé ég vel með því en það hýrnaði yfir henni þegar hægra augað var athugað.
Daisy kom í dag og ég bar mig aumlega yfir ofninum sem virkar ekki á matartímum, á öðrum tíma dags virkar hann, það er eins og fólk sé að nota strauminn í blokkinni og þá slær út hjá okkur. Ekki nógu sniðugt að geta ekki notað ofninn á matartímum. Daisy segir mér að kínverjar eldi ekki mat í ofni, það útskýrir hvers vegna ofninn var ónotaður hérna. Þeir elda auðvitað á wokpönnu, ég á reyndar eina svoleiðis og nota hana líka en ég er samt háð því að henda mat inn í ofn.
Við fórum mæðginin og keyptum sunddót, heljarinnar höfrung handa Huga og skjaldbökukút handa Stirni. Hugi var voðalega montinn þegar hann labbaði með höfrunginn út í sundlaug en ég var frekar föl og lá við yfirliði eftir að hafa blásið hann upp.
Það hefur rignt með hléum í allan dag, vonandi var þá sól á Íslandi á meðan, veit ekki hvernig virkar með veðurfar á Kína og Íslandi, líklega er það ekkert tengt.
Kjartan er byrjaður í kínverskutímum, er í einkatímum til að byrja með. Hann hoppaði yfir kennsluna í framburði, hann var búinn að liggja yfir því áður og er orðinn nokkuð klár að lesa pinyin en það er hljóðskrift kínverskunnar.
Dalla
Monday, July 03, 2006
Bræðurnir í pizzubakstri kvöldsins, hvor gerði sína pizzu.
Verkefni morgunsins var að skrá okkur þrjú sem komum seinna til landsins, þ.e.a.s. láta lögregluna vita af dvöl okkar. Við vorum með heimilisfang lögreglustöðvarinnar en höfðum ekki hugmynd hvar hún var, vissum þó að hún væri í hverfinu okkar. Við lentum á sérlega glaðlyndum leigubílstjóra sem skellihló þegar við sögðum honum heimilisfangið á áfangastaðnum vegna þess að þetta er mjög nálægt húsinu okkar. Það gladdi hann líka að við ættum erindi við lögguna og einnig kættist hann mikið við að heyra að við kæmum frá Bing dao, Íslandi. Þessi ferð með hláturmilda manninum var bara góð byrjun á deginum.
Kjartan fór í vinnuna en við hin keyptum okkur samlokur og drykki og stefndum að garði sem er hérna í hverfinu okkar. Eitthvað förlaðist mér með kortið og einnig langaði mig til að fara nýjar leiðir svo gönguferðin varð lengri en áætlað var. Við nutum aðstoðar vegfarenda til að finna garðinn en mér fannst gaman að labba minni götur og upplifa stemmninguna í hádeginu, fullt af pínulitlum stöðum sem bjóða upp á mat. Staðirnir eru margir eiginlega ekki meira en einn pottur í dyragætt. Það var líka mikið um að vera í sorpflokkun, fólk á þönum með heilu stæðurnar af pappa eða plasti eða öðru aftan á hjólunum sínum.
Bræðurnir voru orðnir ansi kvartsamir yfir hita, langri göngu og villtri mömmu sem vissi ekki neitt í sinn haus. Þeir voru farnir að hugsa heim til Íslands og vildu gefa frat í þetta heita Kína. Hugi ætlaði jafnvel að afneita okkur fjölskyldu sinni, skildi ekki hversvegna hann þyrfti að búa hér þó við gerðum það. En dramatíkin gleymdist þegar við römbuðum á áfangastað, við settumst þar undir tré og horfðum yfir tjörn þar sem syntu hvítir og svartir svanir. Því miður var myndavélin ekki með í för.
Næst stóð til að strákarnir tækju snúning á leiktækjum en þegar til kom voru þau svo heit í sólinni að hvorki gátu þeir tyllt hönd eða rassi á þau. Ég varð að gjöra svo vel að koma drengjunum heim í leigubíl, þeir tóku ekki í mál að labba af stað.
Ég var búin að lofa pizzubakstri í kvöld svo næsta verkefni eftir hvíld var að fara í búð og finna hveiti, ger og annað sem þarf til pizzugerðar. Það tókst bara vel en tók tíma undir kvörtunarkór bræðranna yfir langri búðarferð. Annað vandamál kom upp þegar heim var komið en ofninn sem virkaði vel þegar íbúðareigandinn kom hérna við í gær vildi ekki virka og sló alltaf út þegar við kveiktum á honum. Þannig að niðurstaðan var pönnupizzur á eldavélinni.
Dalla
Verkefni morgunsins var að skrá okkur þrjú sem komum seinna til landsins, þ.e.a.s. láta lögregluna vita af dvöl okkar. Við vorum með heimilisfang lögreglustöðvarinnar en höfðum ekki hugmynd hvar hún var, vissum þó að hún væri í hverfinu okkar. Við lentum á sérlega glaðlyndum leigubílstjóra sem skellihló þegar við sögðum honum heimilisfangið á áfangastaðnum vegna þess að þetta er mjög nálægt húsinu okkar. Það gladdi hann líka að við ættum erindi við lögguna og einnig kættist hann mikið við að heyra að við kæmum frá Bing dao, Íslandi. Þessi ferð með hláturmilda manninum var bara góð byrjun á deginum.
Kjartan fór í vinnuna en við hin keyptum okkur samlokur og drykki og stefndum að garði sem er hérna í hverfinu okkar. Eitthvað förlaðist mér með kortið og einnig langaði mig til að fara nýjar leiðir svo gönguferðin varð lengri en áætlað var. Við nutum aðstoðar vegfarenda til að finna garðinn en mér fannst gaman að labba minni götur og upplifa stemmninguna í hádeginu, fullt af pínulitlum stöðum sem bjóða upp á mat. Staðirnir eru margir eiginlega ekki meira en einn pottur í dyragætt. Það var líka mikið um að vera í sorpflokkun, fólk á þönum með heilu stæðurnar af pappa eða plasti eða öðru aftan á hjólunum sínum.
Bræðurnir voru orðnir ansi kvartsamir yfir hita, langri göngu og villtri mömmu sem vissi ekki neitt í sinn haus. Þeir voru farnir að hugsa heim til Íslands og vildu gefa frat í þetta heita Kína. Hugi ætlaði jafnvel að afneita okkur fjölskyldu sinni, skildi ekki hversvegna hann þyrfti að búa hér þó við gerðum það. En dramatíkin gleymdist þegar við römbuðum á áfangastað, við settumst þar undir tré og horfðum yfir tjörn þar sem syntu hvítir og svartir svanir. Því miður var myndavélin ekki með í för.
Næst stóð til að strákarnir tækju snúning á leiktækjum en þegar til kom voru þau svo heit í sólinni að hvorki gátu þeir tyllt hönd eða rassi á þau. Ég varð að gjöra svo vel að koma drengjunum heim í leigubíl, þeir tóku ekki í mál að labba af stað.
Ég var búin að lofa pizzubakstri í kvöld svo næsta verkefni eftir hvíld var að fara í búð og finna hveiti, ger og annað sem þarf til pizzugerðar. Það tókst bara vel en tók tíma undir kvörtunarkór bræðranna yfir langri búðarferð. Annað vandamál kom upp þegar heim var komið en ofninn sem virkaði vel þegar íbúðareigandinn kom hérna við í gær vildi ekki virka og sló alltaf út þegar við kveiktum á honum. Þannig að niðurstaðan var pönnupizzur á eldavélinni.
Dalla
Sunday, July 02, 2006
Þetta er skammarkrókurinn á heimilinu.
Nei annars, þarna koma strákarnir sér stundum fyrir bakvið mig þegar ég sit í tölvunni. Þeir komast sjálfir upp en Stirnir þarf aðstoð við að komast niður.
Helgin var bara mjög róleg hjá okkur, eyddum henni að mestu heima við. Við ætluðum að fara á hátíðahöld í gær vegna þjóðhátíðardags Kanada en það leit út fyrir að við kæmumst ekki vegna úrhellis, við höfum aldrei séð svona mikla rigningu áður.
En það rættist úr þessu og stytti upp svo við röltum af stað með Atla og Yongjia. Þessi hátíð var nú algjört frat og peningaplokk, pylsan var dýrari hjá Kanadamönnunum en á Bæjarins bestu heima. Það áttu að vera leiktæki fyrir börn en þau voru hvergi sjáanleg.
Við vorum sem betur fer búin að panta okkur borð á veitingastað í gærkvöldi og tókum bara leigubíl þangað. Staðurinn er gamalt franskt jesúítaklaustur, og borðað er í nokkrum sölum, hátt til lofts og vítt til veggja. Einnig eru 2 lestarvagnar í garðinum og búið að tengja þá við staðinn og þar eru borð líka. Einstaklega skemmtilegur staður, Ye old station. Við skoðuðum þetta allt ég og strákarnir þegar við vorum búin að borða. Matseðillinn er týpískur kínverskur, mjög góður matur, meðal annars tofu í andarlíki og fleira gómsætt sem bræðurnir kunnu vel að meta. Ekki er verra að þessi staður er í næsta nágrenni við okkur.
Í morgun var það svo karate hjá Huga og svo erum við búin að vera heima við í leti. Við hringdum í afa Jóhann áðan til að óska honum til hamingju með afmælið. Hugi taldi upp öll orðin sem hann kann í kínversku en Stirnir vildi nú ekkert tala í síma í þetta skipti.
Dalla
Nei annars, þarna koma strákarnir sér stundum fyrir bakvið mig þegar ég sit í tölvunni. Þeir komast sjálfir upp en Stirnir þarf aðstoð við að komast niður.
Helgin var bara mjög róleg hjá okkur, eyddum henni að mestu heima við. Við ætluðum að fara á hátíðahöld í gær vegna þjóðhátíðardags Kanada en það leit út fyrir að við kæmumst ekki vegna úrhellis, við höfum aldrei séð svona mikla rigningu áður.
En það rættist úr þessu og stytti upp svo við röltum af stað með Atla og Yongjia. Þessi hátíð var nú algjört frat og peningaplokk, pylsan var dýrari hjá Kanadamönnunum en á Bæjarins bestu heima. Það áttu að vera leiktæki fyrir börn en þau voru hvergi sjáanleg.
Við vorum sem betur fer búin að panta okkur borð á veitingastað í gærkvöldi og tókum bara leigubíl þangað. Staðurinn er gamalt franskt jesúítaklaustur, og borðað er í nokkrum sölum, hátt til lofts og vítt til veggja. Einnig eru 2 lestarvagnar í garðinum og búið að tengja þá við staðinn og þar eru borð líka. Einstaklega skemmtilegur staður, Ye old station. Við skoðuðum þetta allt ég og strákarnir þegar við vorum búin að borða. Matseðillinn er týpískur kínverskur, mjög góður matur, meðal annars tofu í andarlíki og fleira gómsætt sem bræðurnir kunnu vel að meta. Ekki er verra að þessi staður er í næsta nágrenni við okkur.
Í morgun var það svo karate hjá Huga og svo erum við búin að vera heima við í leti. Við hringdum í afa Jóhann áðan til að óska honum til hamingju með afmælið. Hugi taldi upp öll orðin sem hann kann í kínversku en Stirnir vildi nú ekkert tala í síma í þetta skipti.
Dalla
Subscribe to:
Posts (Atom)