

Veðrið var yndislegt, eiginlega of hlýtt ef eitthvað var. Það jók söluna á barnum svo innkoman var víst fín þar. Við norðurlandabúarnir stóðum vaktina með sænskt nammi, tunnbröd með laxi og kanilsnúða, danskt smurbrauð, norskar vöfflur með sultu og íslenska harðfiskinn, Brennivínið og hákarlinn. Salan fór hægt af stað í hákarlinum en hugrakkur karlmaður reið á vaðið og þegar leið á daginn streymdu að fleiri hugrakkir til að prófa. Ég held að einungis tvær konur hafi prófað samsetninguna, hákarl og Brennivín. Undir lokin sögðust karlarnir vera búnir að prófa hákarlinn og fóru beint í snafsinn.

Kjartan og Atli voru góðir viðskiptavinir og bræðurnir Hugi og Stirnir nöguðu harðfisk með smjöri.
Stemmningin var mjög fín, jazzhljómsveit spilaði, töframaður galdraði fram dúfur úr klútum og dansarar frá Malasíu tróðu upp.


Stirnir fékk andlitsmálningu í lok dagsins og valdi að vera monkeyboy, Yongjia kallar þá bræður monkeyboys.

1 comment:
Le petit Stirnir est mignon comme tout en monkey-boy et la robe jaune de coupe chinoise est bien jolie et te va comme un gant, Dalla. Ici, ce sont les derniers beaux jours avant l'hiver. Esja est déja toute blanche et ça commence à geler pendant la nuit!
Bonne continuation.
Bises à tous,
Amma C.
Post a Comment