Monday, September 11, 2006Það eru svo viðburðarríkir dagar núna að það þýðir ekkert annað en að blogga. Við fórum af stað í morgun í garð hérna vestan við Shanghai. Við vorum í för með Lethe og Natasha dóttur hennar og Mihiri og Teoni dóttur hennar. Við byrjuðum á siglingu og Hugi var skipstjórinn að venju á okkar fleyi. Þetta var heilmikil sigling, nokkuð stórt vatn þarna og síki sem hægt var að sigla eftir og þurfti nokkra lagni hjá skipstjóranum þegar siglt var undir brýr.
Á eftir fóru börnin nokkrar ferðir í tívolítækjum. Mömmurnar stýrðu ferðinni í klessubílunum því ekki náðu börnin niður. Mikið fjör hjá öllum.
Við borðuðum hádegismat saman og fórum svo hvert í sína áttina, rétt náðum heim áður en byrjaði að rigna.
Mér datt í hug að hringja í Sylvie, frönsku konuna sem við hittum á laugardaginn og bjóða henni í heimsókn með börnin Arthur 5 ára og Zoe 2 ára. Hugi var svo spenntur fyrir heimsókninni að það dugði ekkert minna en að baka köku og skreyta hana. Svo biðu þeir bræður úti á svölum eftir því að Arthur kæmi heim úr skólanum en svo heppilega vill til að þau búa í sama húsi og við, bara 32 hæðum ofar. Heimsóknin tókst bara mjög vel og strákarnir náðu vel saman, mikil læti og stofan í hálfgerðri rúst en allir voru glaðir. Við enduðum á því að fara niður á leikvöll sem er útbúinn hálfgerðum æfingahring fyrir börn og Hugi og Arthur tóku vel á því þar.
Huga fer fram í enskunni, wait for me sagði hann og ýmislegt sem ég hef ekki heyrt áður hjá honum.
Sylvie er mjög indæl, við tölum saman á frönsku og dettum stundum inn í ensku. Ekki slæmt ef ég get haldið frönskunni minni aðeins við þegar tengdamamma er svona víðs fjarri.
Við erum búin að ákveða heimsókn til systkinanna strax á morgun.
Dalla

1 comment:

Anonymous said...

sælar,
gaman að fylgjast með. Þeir eru nú meiri dúllurnar drengirnir þínir. Njótið ykkar í Kína....

kveðja Thelma í rigningunni í Mosó