Bara smá fyrir helgina. Við vorum í föstudagsgalsa mæðginin í hjónarúminu fyrir háttatíma áðan. Þá verður Huga að orði: Við Stirnir erum orðnir svo miklu betri vinir eftir að við komum til Kína. Og svo aðeins seinna: Það er gott að ég eignaðist bróður!
Ég tek undir þetta. Það hefði eiginlega verið ómögulegt að fara með eitt barn hingað, þeir hafa stutt hvorn annan í sumar og í gegnum skólann. Þeir fara glaðir af stað saman á morgnana og koma saman heim.
Nú er sjálfstæðið að aukast hjá þeim, ég má ekki lengur koma niður og taka á móti þeim. Þeir vilja hringja á bjölluna, koma sjálfir upp og dingla hérna uppi. Hugi leiðir veginn og heldur á töskunum þeirra.
Góða helgi, Dalla.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment