Thursday, April 30, 2009

Hættulegt stórborgarlíf

 

Við Eyja komum við á skrifstofu CCP í vikunni og hittum Maríu þar.

_MG_1406

María og Eyja á svölum CCP

_MG_1408

Við nágrannarnir ákváðum að bjóða æjunum okkar út að borða á miðvikudaginn. Við fórum á tævanskan stað og fengum góðan mat. Cindy og Lí eru hérna með skjólstæðingum sínum Eyju og Nellie Meimei.

_MG_1421

 

_MG_1423

Andrea

_MG_1429

Dans fyrir utan veitingastaðinn.

_MG_1435

Elin

_MG_1436

Mattias

_MG_1439 Fimm vinkonur.

_MG_1444

Við Eyja fórum í playgroup og nágranninn okkar er alltaf mjög áhugasamur þegar við búum okkur af stað.

_MG_1445

Kveðjustund.

Sjanghæ er álitin örugg borg. Hér verður maður sjaldan var við þjófnað eða ofbeldi. Helst að fólk rífist á götum úti þegar verða umferðaróhöpp. Af reynslu þeirra sem hafa lent í umferðaróhöppum er best að borga einhverja peninga, skiptir ekki máli hver á réttinn því að lokum eru útlendingarnir rukkaðir. Það virðist vera lögmál. Fredrik var sjokkeraður um daginn en þá keyrði leigubíll á hann þar sem hann gekk yfir götu á gangbraut. Leigubílstjórinn vippaði sér út úr bílnum, tók hann kverkataki og hélt honum föstum þar til lögregla mætti á staðinn. Að safnaðist múgur og margmenni og lætin voru svo mikil að Fredrik náði ekki að hringja eftir aðstoð því ekki heyrðist í símanum. Það var svo farið með hann á lögreglustöð þar sem hann náði ekki símasambandi. Eftir nokkra bið fékk hann að hringja eftir aðstoð kínverskumælandi manns og niðurstaðan varð sú að Fredrik greiddi leigubílstjóranum 500 rmb vegna skemmda á leigubílnum. Við hlógum að þessari sögu en ég sá að honum var brugðið.

Í gær keyrði Mr. Jin okkur Heklu heim til Melissu sem hélt playgroup þann daginn. Við fundum ekki hvar ætti að keyra upp að húsinu svo Mr. Jin stöðvaði bílinn í lítilli götu rétt við húsið, þar var engin umferð því þetta er í lokuðu íbúahverfi. Þegar við vorum að koma okkur út úr bílnum, sem tók kannski tvær mínútur bar að bíl úr gagnstæðri átt og bílstjórinn lagðist á flautuna því við vorum fyrir. Eyja svaf í bílstólnum en ég tók hana út og lagði hana frá mér og fór fram fyrir bílinn til að segja konu sem kom út úr bílnum og öskraði hástöfum að slaka á því við værum með smábörn. Þá rauk bílstjórinn líka út úr bílnum öskrandi af bræði og ég tók upp myndavélina sem hékk um hálsinn á mér og smellti af. Þá varð hann endanlega brjálaður og rauk að mér með kreppta hnefana á lofti.

_MG_1446

Fyrsta myndin

_MG_1447

Hleypur að mér með kreppta hnefana og miðaði svo á andlitið á mér.

Ég hrökklaðist undan og hann sá að sér á síðustu stundu.

_MG_1449

Hér öskrar parið á Mr. Jin og öskrin stóðu lengi, við fórum inn í hús og leyfðum  þeim að leysa úr þessu.

_MG_1453

Eyja og Francis

_MG_1460

Ásta og Hekla

_MG_1466

Ásta og Eyja

_MG_1475

Gestgjafinn var lasinn og geymdur í hoppurólu.

Seinnipartinn fórum við nágrannarnir með krakkaskarann í garð í nágrenninu. Hugi var heima en hann er kominn með hita, aftur og nýbúinn. Við ætluðum að stilla okkur upp á grasinu en þá máttum við ekki vera með kerruna þar. Fredrik settist þá bara niður á gangstéttina með kaffisopann sinn.

_MG_1484 

_MG_1491

Vörðurinn gaf okkur auga.

_MG_1496

Mattias sem var uppgefinn eftir fyrstu vikuna sem heimavinnandi.

Dalla

1 comment:

hekla said...

Aldeilis kínastemmning á gangi hjá ykkur þessa dagana.