Við Eyja förum í daglegar göngur um hverfið okkar. Á mánudaginn sá ég eftir því að hafa ekki tekið myndavélina með. Á Changle lú var kona að gera að önd í ræsinu og nokkrar lifandi endur biðu í körfu á hjóli eftir kaupendum. Borgin er hávær og flaut, köll og bjölluhljómur er allsstaðar. Bjölluhljómurinn kemur frá þeim sem hjóla um á kerruhjólum og safna rusli til endurvinnslu. Hér er ekki hægt að skila í endurvinnslu en ég get verið viss um að það fer einhver í gegnum ruslið mitt eftir að það fer í tunnuna. Í síðustu viku sá ég konu sem fór í gegnum rusl sitja hérna í nágrenninu með stafla af Barnablaði Moggans sér við hlið. Það var ekki erfitt að geta sér til hvaðan það kom.
Þegar við beygðum inn í bakgötu tók fuglasöngur á móti okkur þegar við fjarlægðumst umferðina. Í garðinum við Nankeen safnið blakti við efni sem þornaði á snúrum, þetta fallega bláa og hvíta bómullarefni sem er handprentað. Ég keypti mér inniskó og kjól á Eyju.
Hér kemur myndasería:
Eyja með bók í kerrunni. Hún er orðin mikill lestrarhestur og bræðurnir hlaupa til hennar með bók ef það heyrist kvörtunartónn í henni.
Nellie Meimei nágrannavinkona sættir sig enn við að liggja í vagninum.
Eyja dansar við ABBA í afmæli Andreu.
Kjartan, Fredrik og Mattias við grillið.
Þessi furðuvera birtist í veislunni.
Philip og Stirnir í faðmlögum.
Carolína fékk að vera með.
Þessar eru örugglega sænskar, Andrea átta ára og vinkona til vinstri.
Eyja með bangsa, nývöknuð og svefnbólgin.
Í göngutúr gærdagsins hengdi stúlka út þvott við götuna.
Nú fara síðu nærbuxurnar að hverfa af snúrum með hækkandi hitastigi.
Það er ekki algengt að sjá vinnuvélar við götuframkvæmdir.
Kona skolar hrísgrjón við ræsið.
Út að ganga með hundinn?
Í hverfinu okkar eru nokkrir skólar og við heyrum nokkrar hringingar inn úr frímínútum á dag. Fur Elise er vinsæl hringing.
Það er algengt að sjá afa eða ömmu með barnabörnin.
Við hittum lítinn nágranna á heimleið.
Og Mattias og Nellie heilsuðu líka upp á nágrannana.
Með fjórar tennur eins og Eyja.
Nágrannar okkar fyrir utan hliðið, þetta er algeng sjón að sjá þessa tvo, annan við blaðalestur en hinn hugar að blómum í potti.
Dalla
1 comment:
Gaman að sjá myndir. Saknaði þeirra í síðasta bloggi. Stirnir er flottur með nýju klippinguna og Eyja stækkar hratt. Flottar tennur og meira hár. Man eftir kallinum með blaðið. Á mynd af honum.
Greinilega komið sumar í Shanghai. Hér er haustveður, rok og rigning.
Knús til ykkar allra,
Jóra
Post a Comment