Wednesday, April 29, 2009

Sumar í Sjanghæ

Við Eyja förum í daglegar göngur um hverfið okkar. Á mánudaginn sá ég eftir því að hafa ekki tekið myndavélina með. Á Changle lú var kona að gera að önd í ræsinu og nokkrar lifandi endur biðu í körfu á hjóli eftir kaupendum. Borgin er hávær og flaut, köll og bjölluhljómur er allsstaðar. Bjölluhljómurinn kemur frá þeim sem hjóla um á kerruhjólum og safna rusli til endurvinnslu. Hér er ekki hægt að skila í endurvinnslu en ég get verið viss um að það fer einhver í gegnum ruslið mitt eftir að það fer í tunnuna. Í síðustu viku sá ég konu sem fór í gegnum rusl sitja hérna í nágrenninu með stafla af Barnablaði Moggans sér við hlið. Það var ekki erfitt að geta sér til hvaðan það kom.

Þegar við beygðum inn í bakgötu tók fuglasöngur á móti okkur þegar við fjarlægðumst umferðina. Í garðinum við Nankeen safnið blakti við efni sem þornaði á snúrum, þetta fallega bláa og hvíta bómullarefni sem er handprentað. Ég keypti mér inniskó og kjól á Eyju.

Hér kemur myndasería:

_MG_1233

Eyja með bók í kerrunni. Hún er orðin mikill lestrarhestur og bræðurnir hlaupa til hennar með bók ef það heyrist kvörtunartónn í henni.

_MG_1236

Nellie Meimei nágrannavinkona sættir sig enn við að liggja í vagninum.

_MG_1239

_MG_1247

Eyja dansar við ABBA í afmæli Andreu.

_MG_1257

_MG_1267

Kjartan, Fredrik og Mattias við grillið.

_MG_1276

Þessi furðuvera birtist í veislunni.

_MG_1285

_MG_1287

Philip og Stirnir í faðmlögum.

_MG_1301

Carolína fékk að vera með.

_MG_1307

Þessar eru örugglega sænskar, Andrea átta ára og vinkona til vinstri.

_MG_1318 

_MG_1319 

_MG_1329

Eyja með bangsa, nývöknuð og svefnbólgin.

_MG_1331

_MG_1339

_MG_1347

_MG_1353

Í göngutúr gærdagsins hengdi stúlka út þvott við götuna.

_MG_1361

Nú fara síðu nærbuxurnar að hverfa af snúrum með hækkandi hitastigi.

_MG_1370_1

Það er ekki algengt að sjá vinnuvélar við götuframkvæmdir.

_MG_1372

Kona skolar hrísgrjón við ræsið.

_MG_1376

Út að ganga með hundinn?

_MG_1382

Í hverfinu okkar eru nokkrir skólar og við heyrum nokkrar hringingar inn úr frímínútum á dag. Fur Elise er vinsæl hringing.

_MG_1386

Það er algengt að sjá afa eða ömmu með barnabörnin.

_MG_1390

Við hittum lítinn nágranna á heimleið.

_MG_1394

Og Mattias og Nellie heilsuðu líka upp á nágrannana.

_MG_1396

Með fjórar tennur eins og Eyja.

_MG_1401

Nágrannar okkar fyrir utan hliðið, þetta er algeng sjón að sjá þessa tvo, annan við blaðalestur en hinn hugar að blómum í potti.

Dalla

1 comment:

Unknown said...

Gaman að sjá myndir. Saknaði þeirra í síðasta bloggi. Stirnir er flottur með nýju klippinguna og Eyja stækkar hratt. Flottar tennur og meira hár. Man eftir kallinum með blaðið. Á mynd af honum.
Greinilega komið sumar í Shanghai. Hér er haustveður, rok og rigning.
Knús til ykkar allra,
Jóra