Wednesday, April 01, 2009

Stirnir sjö ára

Stirnir varð sjö ára 27. mars og á sunnudaginn héldum við veislu fyrir hann. Stirnir var svo spenntur að hann ákvað að fara snemma í rúmið á laugardagskvöldinu, svo hann þyrfti ekki að bíða lengi. Veðurspáin sagði að það væru líkur á rigningu sem hentar ekki vel fyrir hoppukastala en þegar til kom sýndi sólin sig um það leyti sem afmælið hófst .

Vinir og bekkjarfélagar streymdu inn um hliðið okkar, allir í hátíðarskapi og hoppukastalinn, geimskip að þessu sinni, valinn af afmælisbarninu vakti mikla lukku. Börnin hoppuðu og hoppuðu, alsæl. Alp frá Tyrklandi og Conor frá Ameríku bestu vinir Stirnis og bekkjarfélagar mættu báðir. Ég heyrði Conor spyrja Stirni við veisluborðið hver væri besti vinur hans. Stirnir svaraði á dipómatískum nótum að bæði Conor og Alp væru bestu vinir hans og Conor virtist mjög sáttur við það svar.

Við sungum afmælissönginn á fjórum tungumálum, ensku, íslensku, sænsku og kínversku. Söngurinn stóð svo lengi að kveikurinn á kertinu brann út. Stirnir fékk svo að opna pakka undir lok afmælisins og fékk flott legó, skemmtileg spil og allskonar flott dót. Við erum búin að spila Clue, Monopoly kínversku útgáfuna og Life. Síðastnefnda spilið vann afmælisbarnið með yfirburðum, Kjartan eignaðist barnaómegð og þurfti að borga fyrir þau öll skólagjöld og Hugi var skemmtikraftur með lág laun.

_MG_1042 ´

Lí skreytir hliðið

IMG_3210_1

Hoppukastalinn, geimskip

IMG_3207

Afmælisbarnið á fullri ferð

IMG_3195

Hugi hoppaði í þrjá klukkutíma

IMG_3212

Philip nágranni glaður

IMG_3221

Kerstin og Fredrik nágrannar, Niclas, pabbi Alps, Myckel, Inga systir Elsu og Hansína mamma Elsu

IMG_3225 

IMG_3226

Þarna sést í Conor og Alp

IMG_3230

Hugi með hárið

IMG_3249

Húsfrúin og mamma Ronnies

IMG_3251

IMG_3256

Eyja og Stirnir

IMG_3263

Kate mamma Conors, Niclas og Fredrik

IMG_3269

Eyja ánægð á kantinum

IMG_3272

IMG_3277

Sungið fyrir afmælisbarnið

_MG_1085

Alva bekkjarsystir og Karolina nágranni

_MG_1073_1

Alva

Það var tekin ákvörðun um það í byrjun vikunnar að hafa tvo sjónvarps og tölvuleikjalausa daga í viku, þriðjudag og fimmtudag. Það þýðir ekkert annað en að hafa samræmdar aðgerðir í lengjunni. Stirnir og Philip eru mikið fyrir tölvuleik og Hugi elskar sjónvarpið. Í gær var fyrsti dagurinn í bindindi og strákarnir léku sér úti og inni án þess að kvarta. Þeir fengu þá hugmynd að fara í samkeppni við sjoppueigandann í hverfinu okkar og selja dót. Þeir stilltu upp bás við sjoppuna en það gekk ekkert að selja, þeir settu upp of hátt verð.

IMG_3288

Beðið eftir viðskiptavinum

IMG_3293

Sjoppueigandinn segir Huga að það sé of dýrt að selja eitt spil á eitt RMB

IMG_3305

Eldri borgarar

Hér gerðust tíðindi áðan því Eyja tók fyrsta skrefið. Hún er orðin nokkuð góð í að standa ein úti á gólfi en hefur alltaf farið niður á skriðið til færa sig úr stað. Í dag mjakaði hún fætinum áfram á sinn varkára hátt og uppskar mikið lófaklapp frá viðstöddum. Náðist því miður ekki á mynd…

Dalla

No comments: