Monday, December 01, 2008

Þakkir

Thanksgiving var á fimmtudaginn og í gær var okkur boðið í mat til foreldra Hadley og Emmu, þeirra Dan og Kerri. Við fengum kalkún og meðlæti, trönuberjasósu, sætar kartöflur og graskerspæ og pekanpæ í eftirrétt. Strákarnir borðuðu vel af kalkúninum, fóru margar ferðir að sækja sér meira. Hugi fékk að gista hjá þeim systrum í fyrrinótt og hann hafði brugðið sér í hlutverk fyrirsætu fyrir Hadley sem tók myndir. Þau sýndu okkur afraksturinn þar sem Hugi var klæddur í skikkju með alpahúfu og í ýmsum pósum.

Skóli bræðranna er alþjóðlegur en þakkargjörðin ameríska hefur haft áhrif á námsefnið þvi Stirnir kom heim með tvö verkefni tengd þökkum. Annað þeirra hljóðaði svona:

I am thankful for...money, dad, food, water, family, mom, animals. Ég man ekki eftir því að hann hafi áður hugsað um peninga eða haft áhuga á þeim en líklega hefur umræða síðustu vikna áhrif.

Í tölvum teiknaði Stirnir mynd af Eyju, lítil manneskja með stórar hendur og stórt bros stendur á grænu grasi og himinninn er blár. Textinn er svona: Dear EYA, Thank you for being so cute and so fun. From stirnir.

Hann er sérstaklega duglegur að leika við Eyju, les fyrir hana myndabækur og kennir henni að pússla.

Atli, Ada og Tara skiluðu sér aftur til borgarinnar í síðustu viku og komu með pakka frá ömmu C, kærkomnar bækur, föt handa Eyju og skó. Þau færðu bræðrunum líka jóladagatöl svo það var ekkert erfitt að vakna í morgun, smá súkkulaðimoli getur gert kraftaverk á mánudagsmorgni. Eyja var ekki alveg sátt við Töru. Tara var að prófa ný hljóð og var ánægð að sjá Eyju sem beygði af þegar hún horfði á Töru, ég hef bara aldrei séð svona stóra skeifu barninu.

Þarsíðustu helgi var jólagleði Íslendingafélagsins. Það eina íslenska á borðinu var reyktur lax sem Hekla lumaði á. Lára ætlaði að fá hangikjöt en það stoppaði í tollinum og náði ekki á veisluborð. En þetta var huggulegt, haldið heima hjá Önnu og Árna og mætingin var góð, um 30 manns. Við ákváðum að hafa sér fullorðinsboð þetta árið en föndra með krökkunum seinna þegar nær dregur jólum.

 

2008 nov 55

Undirrituð í jólagleði

2008 nov 56

Magnús og Hekla

2008 nov 61

Hekla og María

2008 nov 64

Elshúspartí: Einar, Árni, Sissý, Birgir, Magnús og margir fleiri

2008 nov 69

Kjartan

2008  nov 71

Stelpurnar í stofunni: Ingibjörg, Lára, Elsa og Hogga

No comments: