Nú þurfum við að hraða jólaundirbúningnum því við erum búin að ákveða að flýta jólunum í ár um einn dag. Borðum jólamatinn með Matta, Maríu, Bryndísi mömmu Maríu, Atla, Ödu og Töru á Þorláksmessu.
Við erum að fara í enn eina langferðina á þessu ári, alla leið til Sýrlands, Damaskus. Þar ætlum við að heimsækja Þiðrik bróður Kjartans, Björk og Unni Maren. Björk vinnur þar á vegum Sameinuðu þjóðanna og þessi hugmynd kom upp í síðustu viku að við skryppum til þeirra og hún verður að veruleika á jóladagsmorgun, eldsnemma fljúgum við til Dubai og svo áfram til Damaskus. Kannski ekki hægt að kalla þetta skreppitúr því þetta verður rúmlega 15 tíma ferðalag. Hugi sagði vei þegar hann heyrði hvað flugið verður langt, hann ætlar sko að horfa á margar myndir í tíu tíma fluginu til Dubai.
Við erum mjög spennt að fara til Miðausturlanda í fyrsta skipti og strákarnir ímynda sér að þeir verði þarna í hlutverki Indiana Jones, þarna ætla þeir að skoða fornminjar.
En það er nóg að gera svona rétt fyrir jól og Stirnir og hans bekkur bauð foreldrum til upplesturs þar sem börnin lásu ljóð um piparkökukallinn:
Stirnir sat fremst á sviðinu
Emma leit eftir Eyju meðan ég mundaði myndavélina
Á föstudaginn var síðasti skóladagur, bara hálfur dagur svo Conor vinur Stirnis fékk að koma með honum heim til að leika.
Lí bakaði pizzu í hádeginu
Miklir leikrænir tilburðir hjá Stirni og Conor
Conor er fyndinn strákur
Síðdegis mætti Mr. Jin til að keyra okkur upp í Hafnarfjörð (Hongqiao). Þar á Conor heima og okkur var boðið í mat til Heklu, Magnúsar og barnanna þriggja. Bræðurnir fjórir báru saman litlu systurnar, Eyju og Ástu tveggja vikna og þar kom í ljós að hverjum þykir sinn fugl fagur.
Hekla situr með Ástu á brjóstinu
Eyja er búin að vera með hósta og hor í tvær vikur og á föstudaginn versnaði hóstinn og hún var ekki eins og hún átti að sér að vera. Hekla benti mér á að renna við á Shanghai United Family spítalanum sem er í nágrenni við þau á heimleiðinni. Við mæðgurnar komumst strax að á bráðamóttökunni og það var tekin lungnamynd af Eyju vegna hljóða sem heyrðust í lungunum. Niðurstaðan var bronkítis og sýklalyfjakúr í þrjá daga.
Eyja í læknisskoðun
Þegar ég lít til baka yfir árið er þetta búið að vera viðburðaríkt ár, mikil ferðalög, Íslandskreppa, heimskreppa, en auðvitað stendur upp úr hjá okkur sá atburður að fá Eyju til okkar. Að hún skyldi koma til okkar, heilbrigð og fín er kraftaverk og þetta segi ég þó ég sé ekki trúuð. Hún er búin að vera mikill gleðigjafi þessi stelpa.
Afþví maður má vera væminn og þakklátur í kringum jól og áramót ætla ég að birta áður óbirtar myndir af stærsta viðburði ársins, fæðingu Eyju og fyrstu dögunum hennar:
Mónitorinn settur á fyrir fæðingu
Eyja nýfædd og grætur í mömmufaðmi 13:27 14. febrúar
Hjartalæknirinn ómar hjartað og segir: Hjartað er pörfekt!
Lungnamyndataka
Ekkert óeðlilegt í lungunum
Bara fullkomin lítil kona
Stóru bræðurnir, Hugi prjónar trefil handa litlu systur
Eyja komin í bræðrafaðm
Hjá pabba
Eyrún frænka heilsar upp á nýju frænkuna
Amma Catherine
Amma Ragga
Gleðileg jól og takk fyrir samfylgdina á árinu! Kannski næ ég að setja inn jólamyndirnar fyrir brottför...
Dalla
2 comments:
Enn gaman að sjá nýbura mynd af Eyju.
Frábærar jólamyndir af ykkur, gaman að sjá hvað Eyja er orðin stór og dugleg... og hvað Hugi er síðhærður! Og fæðingarmyndirnar eru stórkostlegar. Vona að þið hafið það gott í Damascus. Knús Auður
Post a Comment