Monday, December 08, 2008

Aðventan

Myndir frá síðustu viku þar sem Stirnir kom fram með árganginum sínum á vetrartónleikum.  Hann spilaði á tamborínu og söng og var brosmildur og sætur á sviðinu.

 

Winter concert 2008_-87

Winter concert 2008_-86

Winter concert 2008_-90

Eyja á ferð og flugi á gólfinu:

2008 des 1

Á laugardaginn voru litlu jólin haldin fyrir íslensku börnin í borginni. Elsa og Árni buðu heim í mat og föndur. Börnin skreyttu piparkökuhús og föndruðu jólasvein, þau voru mjög einbeitt í skreytingunum:

2008 des 08

Systurnar Lív og Björk

2008 des 09

Örn, Ævar, Boggi og Hugi, greinilega handagangur í öskjunni.

2008 des 11

Stirnir skreytir

2008 des 12

Edda

2008 des 13

Lára aðstoðaði dæturnar

2008 des 14

Hugi leggur síðustu hönd á hús bræðranna

2008 des 15

Stirnir litar jólasveinana

2008 des 17

Örn litar

2008 des 18

Kot bræðranna tilbúið

Laugardagurinn var mikill gleðidagur því Heklu og Magnúsi fæddist dóttir. Allt gekk vel og stóru bræðurnir eru hæstánægðir með litlu systur. Þeir komu heim með okkur og fengu að gista. Magnús sótti þá og þeir fengu að kíkja á barnið á laugardagskvöldið og voru eitt bros þegar þeir komu til baka. Hugi var hálfmóðgaður yfir því að mega ekki fara lika með þeim en við mæðginin heimsóttum mæðgurnar á spítalann í gær og sáum lilluna. Hún er rosalega fín og sæt.

Eyja er búin að vera lasin, fyrstu veikindin hennar. Hún hóstar og er með hor en ber sig bara nokkuð vel. Í dag var gestagangur hjá okkur, Sally dóttir Lí kom til okkar og Bea og Hafliði komu við með Ými rúmlega tveggja vikna:

2008 des 20

Eyja og Sally

2008 des 21

2008 des 23

Ýmir og Bea

2008 des 24

Hafliði

Stirnir og Kjartan kláruðu stórt púsl í gær, 1000 stykki. Stirnir er búinn að vera mjög duglegur að dunda við púslið, hann hefur verið mikill púslari frá því hann var smábarn.

Hugi vildi kaupa baseball bolta, kylfu og hanska í gær. Ég spurði hann hvort það væri ekki amerískt og hann sagði að ég vildi ekki leyfa honum að vera Íslendingur (vegna búsetunnar hér), hann vildi ekki vera kínverji svo hann ætlaði að verða ameríkani.

Njótið aðventunnar, Dalla

No comments: