Wednesday, December 24, 2008

Jól á Þorláksmessu

Nú er klukkan hálfsex á aðfangadegi en ekkert sérstaklega hátíðlegt hjá okkur. Ferðatöskurnar standa opnar og við erum að pakka og ganga frá þeim hlutum sem þarf að ganga frá fyrir ferðalagið á morgun/í nótt. Við verðum sótt klukkan hálffjögur í nótt til að fara út á flugvöll og síðdegis á morgun, 15 klukkutímum síðar, lendum við í Damaskus þar sem Björk, Þiðrik og Unnur Maren taka á móti okkur.

Í gær buðum við til veislu, vinum okkar og nágrönnum í franska hverfinu, Atla og Ödu með Töru litlu og Matta og Maríu og með þeim var Bryndís mamma Maríu. Maturinn var með frönsku yfirbragði, andalifur í forrétt, ástralskar nautalundir og kartöflugratín og loks frönsk súkkulaðikaka.

2008 des 65

Eyja komin í jólakjólinn

2008 des 64 

Eyja múltitaskar, nagar fjarstýringu og styður sig við borðið

2008 des 66

Hvað geri ég nú?

2008 des 67

Lí með ungana sína. Hún færði okkur öllum góðar gjafir, húfur og trefla sem koma sér vel í kuldatíðinni núna.

2008 des 68

Stærsti og minnsta

2008 des 63-1

Hópurinn

2008 des 69

Eyja og Ada stríða Huga

2008 des 70

Tara í faðmi Lí

2008 des 71

Atli og Ada með Eyju

2008 des 72

Jólastelpur

2008 des 73

Jólasveinn eða álfur

2008 des 75

Stirnir og stelpurnar

2008 des 76

Eyja

2008 des 77

Lí gefur Eyju jólamatinn

Þetta var virkilega hátíðlegt og skemmtilegt hjá okkur og allir fengu fallega pakka.

Sjáumst á næsta ári, Dalla

No comments: