Thursday, December 04, 2008

Lífsreglur

 

Hugi var að leggja Eyju lífsreglurnar áðan: Þegar þú verður eldri ættirðu að byrja að bora í nefið! Svo skaltu aldrei láta klippa á þér hárið.  Eyja horfði hugfangin á bróður sinn.

Hugi grípur oft í gítarinn hérna í sófanum. Hann kann þau lög sem hann er búinn að læra utanað og spilar þau þangað til hann er ánægður. Í gær samdi hann sitt fyrsta lag og kallaði það Quiet sunset. Í dag spilaði hann lagið aftur, vildi breyta því og skrifaði nóturnar upp aftur. Einn kafli finnst honum sérstaklega fallegur í laginu og bendir okkur að hlusta vel þar.

Mynd af Kjartani og Eyju sem þarf liklega ekki að hafa áhyggjur af ferðum á hárgreiðslustofu í bráð.

2008 nov 74

Dalla

1 comment:

Anonymous said...

hæ og sorry hvað maður er latur að skrifa. Fylgist nú samt alltaf með:) Til lukku með afmæli Huga og 9 mánuði Eyju. Stirnir voða sætur svona tannlaust og Hugi með þennan líka svakalega makka.
sendi línu fljótlega og segi fréttir
kveðja
Hólmfríður