Wednesday, January 31, 2007

Kjartan frétti það frá Íslandi að síðasta blogg væri þunglyndislegt og ráðið væri að fara með mig oftar út að dansa. En það verður ekkert þungt blogg í dag því það hefur verið vorfílingur í Shanghai síðustu daga. Sólin skín og hitinn fór í 13 gráður, alveg upplagt veður fyrir göngutúra.
Ég dreif mig af stað klukkan rúmlega níu í morgun, labbaði í morgunkaffi til Somu frá Indlandi en hún bauð öllum bekkjarfulltrúum til sín. Þetta var gott40 mínútna labb og og ég átti fínt spjall við nokkrar mömmur og drakk te.
Svo rölti ég til Kjartans á skrifstofuna og við fórum saman í hádegismat, löbbuðum þangað líka. Á leiðinni í skólann til strákanna kom ég við í dvd búð og keypti seríu af Deadwood en við Kjartan erum dottin í þessa þætti, þetta er svona Sopranos útgáfa af villta vestrinu, glæpir, hórur og svik.
Stirnir fór á leikjanámskeiðið en við Hugi biðum úti. Ég treysti mér ekki til að labba heim með strákana svo við tókum leigubíl. Mér leið vel eftir útiveruna, örugglega rúmlega tveggja tíma ganga að baki og mér líður næstum eins og ég búi í smábæ en ekki í stórborg, allt er innan seilingar á tveimur jafnfljótum.
Bræðurnir fengu afhentar einkunnir í síðustu viku, heilar 5 blaðsíður hvor þar sem eru nákvæmar umsagnir um þá. Ég set hérna smá brot af þessum umsögnum, ég má til, ég er stolt af þeim.

Mr. Flesher um Stirni:
Stirnir´s English skills and communication abilities have progressed
rapidly and are very impressive. I am very proud of him and his
amazing progress.
Stirnir continues to be a great and active participant, helping to
create a caring community in the classroom. Stirnir does very well
with the "Butterfly helper" jobs in the class, his manners and using
the "magic words". Stirnir also listens and shares very well. Stirnir
resolves many conflicts with classmates and expresses feelings well.
He continues to be very friendly and to be kind and helpful. Stirnir
continues to joke and have fun through out the day.

Ms. D um Huga:
Hugi has made tremendous progress in acquiring English the last two
monts. He has been able to interact with his peers both on the
playground and in the classroom and is happily developing friendships.
His joy (and ours) in being able to communicate is evident in his happy smile.
Science:
He loved the experiments. He and his partner were the first to discover
that they could make a water fountain using compression and pressure.
He is an enthusiastic scientist and likes trying to make new
discoveries.

Í síðustu viku fékk Hugi 100 RMB með sér í skólann til að kaupa sér eitthvað á kökubasar eldri bekkja. Hann kom með 20 RMB til baka og sagðist hafa keypt mjög góða vöffllu og popp fyrir peninginn. Mér fannst þetta nú heldur dýrt en hann sagði mér glaður að hann hefði gefið Johani og Jago vinum sínum með sér. Mamma Jagos hringdi í mig daginn eftir og spurði hvort ég hefði sent Huga með pening því Jago hefði komið heim með 20 RMB úr skólanum. Þá hafði Hugi deilt bæði góðgerðunum og afganginum með vinum sínum, Johan fékk víst líka 20 RMB.

Nú er byrjað að skreyta fyrir kínverska nýárið sem gengur í garð um miðjan febrúar. Það er glaðbeitt svín sem prýðir skreytingarnar því það er ár svínsins sem tekur við af ári hundsins. Það er víst mikilvægt að klæðast rauðum fötum yst sem innst á þínu ári, enda eru rauð nærföt mjög áberandi í verslunum núna. Það ber þér gæfu að klæðast rauðu en ef þú gerir það ekki getur það fært ógæfu. Þeir sem eru fæddir á ári svínsins eru fæddir árin 1935, 1947, 1959, 1971, 1983, 1995 og auðvitað 2007. Þetta miðast við að vera fæddur þá eftir áramótin kínversku sem eru yfirleitt í febrúar. Ég sé ekki betur en tengdapabbi og Jóra systir mín séu fædd á svínaárinu.
Dalla

3 comments:

Unknown said...

Ég þarf greinilega að fara að fjárfesta í fullt af rauðum fötum ef næsta ár á að vera gott hjá mér.
Bræðurnir eru snillingar eins og ég vissi nú fyrir.
Knús,
Jóra í rauðu fötunum

Dalla said...

Kínverskukennarinn sagði mér í gær að nærfötin væru sérstaklega mikilvæg, rauð nærföt allt árið. En það er gullár svínsins núna sem kemur bara á 60 ára fresti svo þetta er mjög fínt svínaár.
Dalla

Unknown said...

Ég verð greinileg að drífa mig í búð á morgun að kaupa slatta af rauðum nærfötum. Hlakka til gullársins.
Knús,
Jóra