Friday, July 10, 2009

Hitasvækja

Við fengum þá snjöllu hugmynd síðasta sunnudag að fara út að ganga í hádeginu. Það var nokkuð af okkur dregið þegar við fórum inn á veitingastað til að fá okkur hádegismat. Hitinn hefur verið í kringum 35 gráður síðustu daga, fór í 37  og mjög rakt í gær.

IMG_5109_1

Miklar freistingar hjá götusölukonu sem er með kanínur, íkorna og andarunga í búri og engisprettur í litlu körfunum.

Við hittum  Heklu,  Magnús og kó og skoðuðum nýjar skrifstofur CCP sem er verið að innrétta. Fengum okkur svo snarl og hvítvín. Strákarnir fóru í gistingu til Bogga og Arnar svo við Kjartan áttum rólegt kvöld hérna heima með Eyju.

IMG_5153

Hekla og Ásta fá sér eftirmiðdagssnarl.

Í dag fórum við Hekla með krakkaskarann í Vísinda og tæknisafnið. Kínversk börn eru komin í skólafrí því þar var þónokkur örtröð og við biðum í 40 mínútur eftir því að ferðast í gegnum meltingarveginn.

IMG_5200

Örn og Stirnir á leið upp í munn og niður í maga…

Við veltumst um í munninum og niður í gegnum meltingarfærin og loks var okkur kúkað út á áfangastað, frekar fyndið. Strákunum fannst líka gaman að upplifa þyngdaraflið, skoða regnskóg og fræðast um geimverur.

IMG_5211

Ásta með nýjan krúttsvip, tungan úti.

IMG_5214

Vélmenni spilaði á píanó og söngelskir gátu sungið með í karóke.

IMG_5218

Geimverusýningin var flott og af því tilefni sitja bræður núna og horfa á ET.

Ég verð að segja að mér finnst allt annað að vera hérna núna yfir sumartíma en fyrsta sumarið okkar. Þá þekkti ég ekki borgina og hitinn var alveg að drepa okkur. Nú hef ég aðgang að bíl og við hittum góða vini. Ég veit líka hvað er hægt að gera með börnunum. Ég hélt þó um síðustu helgi að ég hefði ofgert þeim. Við fórum í eins árs afmæli hjá litlum vini, honum Francis og þar fóru strákarnir út á trampólín. Þeir komu inn fjólubláir í framan og þrútnir vegna hitans en létu vel af sér. Við förum líka mikið í sund. Boggi og Örn gistu hjá okkur í nótt og við fórum í sund síðdegis í gær og aftur í morgun.

Dalla

No comments: