Við höfum haft það gott það sem af er fríinu. Við fengum Emmu og Hadley í heimsókn og svo eru þær flognar heim til Portland í Oregon. Boggi og Örn gistu hjá okkur eftir heilmikið playgroup sem ég hélt í síðustu viku. Þar var metmæting, nágrannarnir bættust við mömmuhópinn og stóru krakkarnir komnir í frí líka. Lí bakaði pönnukökur ofaní krakkana og ég gerði kúskússalat og quiche og ávaxtaprengju handa mömmunum og pöbbunum tveimur. Þessar samkomur eru að verða flottari hjá okkur, það nýjasta er að bjóða upp á smá léttvín en í byrjun drukkum við bara kaffi. Börnin stækka og eru farin að hreyfa sig mikið, þrjú þeirra ganga og hin skríða eða velta sér um gólfið.
Það hefur verið óvenju mikið um gestagang hjá okkur líka. Árni Snævarr og Ásgerður dóttir hans komu við hjá okkur og fengu afnot af kojunum. Við borðuðum saman sushi á uppáhaldsstaðnum okkar Haiku. Björk og fjölskylda voru í Kínareisu og enduðu dvölina á Sjanghæ. Þau komu við hjá okkur og ég lóðsaði þau um hverfið mitt og í gær fórum við saman í dýragarð fyrir utan borgina.
Lí hefur verið upptekin við barnapössun á kvöldin líka því við Kjartan fórum í fertugsafmæli og skoðuðum nýja skrifstofu leikjafyrirtækis í opnunarpartíi.
Eyja er spennt fyrir strákadótinu, gengur oft um með sverð í hendi.
Strákasúpa að kvöldi dags.
Eyja kát á leið í dýragarð.
Hugi fékk koss frá sæljóni.
Arinbjörn, Kolbeinn, Benedikt og Björk lenda á mynd hjá aðdáanda Eyju í dýragarðinum.
Þessir voru hættulegir, reyndu að gogga í okkur.
Huguð kona.
Einn fíll lagði af stað í leiðangur…
Pandabjörninn sat og úðaði í sig bambus.
Dalla
No comments:
Post a Comment