Wednesday, July 22, 2009

Sólmyrkvi

Eftir bjarta og sólríka daga byrjaði að rigna í gær. Þegar við litum út um gluggann í morgun var alskýjað, ekki bestu aðstæður til að fylgjast með sólmyrkva. En við vonuðum að sólin myndi brjótast í gegnum skýin og komum okkur fyrir á þaki skrifstofu CCP þar sem sér vel til allra átta.

Svona var útsýnið rúmlega níu:

IMG_5342

IMG_5353

Og um hálftíu leit þetta svona út.

IMG_5355

Stirnir skimar eftir sólinni með heimagerða kassann okkar. Með því að horfa á sólina í kassanum, óbeint, er engin hætta á sjónskaða því það er hættulegt að horfa beint í sólina þegar sólmyrkvi verður.

Rétt fyrir sólmyrkvann kl. 9:36 byrjaði að rigna. En við urðum vör við myrkvann því það varð aldimmt í rúmar 5 mínútur, sérstök tilfinning svona að morgni til. Smá vonbrigði samt því svona langur sólmyrkvi verður svo sjaldan, sá næsti eftir 300 ár.

En rigningunni fylgir smá svali sem við erum þakklát fyrir. Eftir allt of heita daga, oftast í kringum 40 gráðurnar er kærkomið að hitastigið fari niður fyrir 30 gráður. Við fórum í sund í gær í sólinni og strákarnir kynntust tveimur systrum þar sem voru með gúmmíbát og þau léku sér öll saman í tvo tíma. Mikið fjör.

Dalla

No comments: