Saturday, July 18, 2009

Leikhópur og ferðamenn á heimaslóðum

Leikhópurinn (playgroup) hefur haldið striki í sumar því við höfum flestar verið hérna í borginni. Það er þó óvenjulegt því flestir útlendingar flýja borgina vegna hitans yfir sumartímann. Börnin og mömmurnar njóta þess að hittast og leika og spjalla.

Eyja er alltaf til í að fara af stað að hitta litlu vini sína og hérna er hún ferðbúin við hliðið.

IMG_5219 

IMG_5231

Eyja og Aaron heima hjá honum.

IMG_5236

Aaron

IMG_5242

Ailan mamma Francis og Hekla.

IMG_5245

Þessi þrjú ná vel saman og hérna eru Francis og Aaron komnir að leikborðinu og Eyja á fleygiferð svo hún geti verið með.

IMG_5246

Francis teygir sig yfir til að ná í eitthvað spennandi.

Undir lok boðsins mætti þessu Mjallhvít uppdubbuð:

IMG_5258

Þessa dagana þarf að huga að einhverju skemmtilegu fyrir strákana að gera. Þeir aðstoðuðu við þrif um daginn, Hugi þreif hjólið sitt og Stirnir barnavagninn. Stirnir vildi halda áfram með tuskuna á lofti þegar við gengum út og sagðist vilja þrífa allt Kína, það væri svo ógeðslegt. Ekkert smá verk fyrir höndum þar en við höfum m.a. reynt að siða nágranna okkar sem eiga glugga sem snúa út að leiksvæði barnanna, þeir stunda það að henda rusli út um gluggana.

Við mæðginin fórum að sjá Harry Potter í vikunni og strákarnir fengu stóra poppfötu sem Stirnir sökkti sér ofan í þegar hann missti einbeitinguna á myndinni. En við skemmtum okkur vel og Hugi tók réttilega eftir því að Harry og vinir eru orðnir unglingar því það var svolítið mikið fjallað um það að vera skotinn sagði hann.

Við hittum Bogga og Örn í síðasta skipti í bili og fórum með þeim á skauta. Mjög kælandi á heitum degi. Hugi komst fljótt af stað en Stirnir var ekki jafn öruggur og vildi hætta við. Boggi og Örn flugu svo af stað til Íslands og bræður sögðust vilja fara líka.

IMG_5265

í gær fórum við mæðginin upp í hæsta turninn sem er kallaður upptakarinn því það er gat í honum ofarlega.

IMG_5285

Bíllinn okkar virðist smár fyrir framan turninn.

IMG_5288

Bræður horfa út yfir ána Huangpu af hundruðustu hæð. Fyrir neðan er Jin Mao turninn og Perluturninn með rauðri kúlu.

IMG_5293

Vegna þess að útsýnispallurinn er staðsettur fyrir ofan gatið er hægt að sjá út í gegnum gólfið á nokkrum stöðum. Þarna er Hugi kominn með prakkarasvip…

IMG_5294

Og svo hoppaði hann ofan á glugganum og ég missti úr nokkur slög.

IMG_5300

Stirnri sagðist vera hræddur og tiplar yfir gólfið.

IMG_5313

Takið eftir að við sitjum ofan á glugga en Stirnir vildi sitja á járni í miðjunni.

IMG_5316

Horft niður

IMG_5319

Mario fékk líka að prófa.

IMG_5320 

Lyftan niður var eins og að vera staddur í geimskipi.

IMG_5322

Stirnir horfir á ljósið.

IMG_5326

Við fengum okkur snarl og Hugi og Stirnir ákváðu að teikna mynd af Mario.

IMG_5329

Hugi ánægður með árangurinn.

IMG_5331

Stirnir vandar sig við litavalið.

IMG_5335

Bræður spjalla meðan við bíðum eftir bílnum.

Í næstu viku verður sólmyrkvi hérna. Langur sólmyrkvi sem sést bara á 300 ára fresti. Við ætlum að fylgjast með og vonum að það verði ekki skýjað. Spennandi.

Dalla

No comments: