Wednesday, December 24, 2008

Jól á Þorláksmessu

Nú er klukkan hálfsex á aðfangadegi en ekkert sérstaklega hátíðlegt hjá okkur. Ferðatöskurnar standa opnar og við erum að pakka og ganga frá þeim hlutum sem þarf að ganga frá fyrir ferðalagið á morgun/í nótt. Við verðum sótt klukkan hálffjögur í nótt til að fara út á flugvöll og síðdegis á morgun, 15 klukkutímum síðar, lendum við í Damaskus þar sem Björk, Þiðrik og Unnur Maren taka á móti okkur.

Í gær buðum við til veislu, vinum okkar og nágrönnum í franska hverfinu, Atla og Ödu með Töru litlu og Matta og Maríu og með þeim var Bryndís mamma Maríu. Maturinn var með frönsku yfirbragði, andalifur í forrétt, ástralskar nautalundir og kartöflugratín og loks frönsk súkkulaðikaka.

2008 des 65

Eyja komin í jólakjólinn

2008 des 64 

Eyja múltitaskar, nagar fjarstýringu og styður sig við borðið

2008 des 66

Hvað geri ég nú?

2008 des 67

Lí með ungana sína. Hún færði okkur öllum góðar gjafir, húfur og trefla sem koma sér vel í kuldatíðinni núna.

2008 des 68

Stærsti og minnsta

2008 des 63-1

Hópurinn

2008 des 69

Eyja og Ada stríða Huga

2008 des 70

Tara í faðmi Lí

2008 des 71

Atli og Ada með Eyju

2008 des 72

Jólastelpur

2008 des 73

Jólasveinn eða álfur

2008 des 75

Stirnir og stelpurnar

2008 des 76

Eyja

2008 des 77

Lí gefur Eyju jólamatinn

Þetta var virkilega hátíðlegt og skemmtilegt hjá okkur og allir fengu fallega pakka.

Sjáumst á næsta ári, Dalla

Sunday, December 21, 2008

Nú þurfum við að hraða jólaundirbúningnum því við erum búin að ákveða að flýta jólunum í ár um einn dag. Borðum jólamatinn með Matta, Maríu, Bryndísi mömmu Maríu, Atla, Ödu og Töru á Þorláksmessu.

Við erum að fara í enn eina langferðina á þessu ári, alla leið til Sýrlands, Damaskus. Þar ætlum við að heimsækja Þiðrik bróður Kjartans, Björk og Unni Maren. Björk vinnur þar á vegum Sameinuðu þjóðanna og þessi hugmynd kom upp í síðustu viku að við skryppum til þeirra og hún verður að veruleika á jóladagsmorgun, eldsnemma fljúgum við til Dubai og svo áfram til Damaskus. Kannski ekki hægt að kalla þetta skreppitúr því þetta verður rúmlega 15 tíma ferðalag. Hugi sagði vei þegar hann heyrði hvað flugið verður langt, hann ætlar sko að horfa á margar myndir í tíu tíma fluginu til Dubai.

Við erum mjög spennt að fara til Miðausturlanda í fyrsta skipti og strákarnir ímynda sér að þeir verði þarna í hlutverki Indiana Jones, þarna ætla þeir að skoða fornminjar.

En það er nóg að gera svona rétt fyrir jól og Stirnir og hans bekkur bauð foreldrum til upplesturs þar sem börnin lásu ljóð um piparkökukallinn:

2008 des 54

Stirnir sat fremst á sviðinu

2008 des 57

Emma leit eftir Eyju meðan ég mundaði myndavélina

Á föstudaginn var síðasti skóladagur, bara hálfur dagur svo Conor vinur Stirnis fékk að koma með honum heim til að leika.

2008 des 58

Lí bakaði pizzu í hádeginu

2008 des 59

Miklir leikrænir tilburðir hjá Stirni og Conor

2008 des 60

Conor er fyndinn strákur

Síðdegis mætti Mr. Jin til að keyra okkur upp í  Hafnarfjörð (Hongqiao). Þar á Conor heima og okkur var boðið í mat til Heklu, Magnúsar og barnanna þriggja. Bræðurnir fjórir báru saman litlu systurnar, Eyju og Ástu tveggja vikna og þar kom í ljós að hverjum þykir sinn fugl fagur.

2008 des 61

Hekla situr með Ástu á brjóstinu

Eyja er búin að vera með hósta og hor í tvær vikur og á föstudaginn versnaði hóstinn og hún var ekki eins og hún átti að sér að vera. Hekla benti mér á að renna við á Shanghai United Family spítalanum sem er í nágrenni við þau á heimleiðinni. Við mæðgurnar komumst strax að á bráðamóttökunni og það var tekin lungnamynd af Eyju vegna hljóða sem heyrðust í lungunum. Niðurstaðan var bronkítis og sýklalyfjakúr í þrjá daga.

2008 des 62

Eyja í læknisskoðun

Þegar ég lít til baka yfir árið er þetta búið að vera viðburðaríkt ár, mikil ferðalög, Íslandskreppa, heimskreppa, en auðvitað stendur upp úr hjá okkur sá atburður að fá Eyju til okkar. Að hún skyldi koma til okkar, heilbrigð og fín er kraftaverk og þetta segi ég þó ég sé ekki trúuð.  Hún er búin að vera mikill gleðigjafi þessi stelpa.

Afþví maður má vera væminn og þakklátur í kringum jól og áramót ætla ég að birta áður óbirtar myndir af stærsta viðburði ársins, fæðingu Eyju og fyrstu dögunum hennar:

2008 feb 01

Mónitorinn settur á fyrir fæðingu

2008 feb 04

Eyja nýfædd og grætur í mömmufaðmi 13:27 14. febrúar

2008 feb 05

2008 feb 07 

2008 feb 08

Hjartalæknirinn ómar hjartað og segir: Hjartað er pörfekt!

2008 feb 09

Lungnamyndataka

2008 feb 10

Ekkert óeðlilegt í lungunum

2008 feb 12

Bara fullkomin lítil kona

2008 feb 11

Stóru bræðurnir, Hugi prjónar trefil handa litlu systur

2008 feb 13

Eyja komin í bræðrafaðm

2008 feb 14

Hjá pabba

2008 feb 15

Eyrún frænka heilsar upp á nýju frænkuna

2008 feb 16

Amma Catherine

2008 feb 20

Amma Ragga

Gleðileg jól og takk fyrir samfylgdina á árinu! Kannski næ ég að setja inn jólamyndirnar fyrir brottför...

Dalla

Wednesday, December 17, 2008

Eyja staðin upp

Lí var mikið niðri fyrir þegar ég kom heim einn daginn í síðustu viku. Þá hafði Eyja togað sig upp á fætur í rúminu sínu og stóð þar roggin. Þær sýndu mér afrekið sem var myndað í bak og fyrir. Við mæðgur fórum í tíu mánaða skoðun í lok síðustu viku og tölurnar segja að Eyja sé stutt og þybbin, 70,5 cm og 10,6 kg, alveg fullkomin krúttbolla.

2008 des 25

2008 des 26

2008 des 27

Hugi kom fram á vetrartónleikum í síðustu viku. Þetta mega víst ekki heita jólatónleikar því ekki halda öll börnin í alþjóðlega skólanum jól en þarna eru nú sungin jólalög og lög um frið á jörð. Börnin í Hugaárgangi sungu og spiluðu á blokkflautur, stóðu sig vel  að venju, vön því að koma fram á sviði.

2008 des 28

Þarna má sjá Hadley og Emily í fremstu röð, vinkonur Huga

2008 des 29

Ævar, íslenskur vinur í annarri röð

2008 des 30

Það sást ekki framan í drenginn frekar en venjulega

2008 des 32

Þarna glittir í hann

2008 des 33

og að loknum performans dró hann frá

Við nágrannarnir héldum lengjupartí á laugardaginn. Svíarnir stjórnuðu marsipanjólasveinagerð og piparkökubakstri og við Kjartan smökkuðum ýmis konar jólaglögg og núbba (snafsa)með þeim. Við borðuðum saman í okkar húsi og börnin skiptust á gjöfum. Fredrik sagði að við þekktum börnin hans betur en amma þeirra og afi, nokkuð til í því. En þetta var skemmtilegt. Ég er á bakvakt þessa dagana ef Elin þarf að fara á fæðingardeildina að nóttu til, hún átti að eiga í gær en allt er rólegt enn. Ég bíð eftir því að það verði bankað upp á um miðja nótt.

2008 des 34

Philip, Stirnir og Hugi við jólatréð. Við erum löngu búin að setja það upp.

2008 des 35

Mattias og Elin í fjarska, þau eiga von á þriðju stelpunni á hverri stundu

2008 des 36

Fredrik og Kjartan

Eyja er mikið að æfa sig í að standa upp og togar sig allsstaðar upp. Hérna stendur hún við dótakassann í stofunni:

2008 des 39

2008 des 40

2008 des 41

Christina danska vinkona mín er á heimleið alfarin til Danmerkur núna fyrir jólin. Við hittumst mikið fyrsta árið hérna, vorum báðar nýfluttar til borgarinnar og fórum í dagstúra saman. Hún hefur tekið kínverskunámið mjög alvarlega og er vel talandi. Við hittumst í vikunni og borðuðum síðustu tælensku (uppáhaldið) máltíðina saman. Hittum svo þessi kínversku hjón með son sinn á förnum vegi og Christina spjallaði við þau. Ég á eftir að sakna Christinu, við höfum staðið saman vaktina á foodfair síðustu ára og deilt þessari reynslu saman að búa í Kína.

2008 des 42

2008 des 43

Við Elsa kynntum íslensku jólasveinana fyrir krökkum í Hugaárgangi í gær. Við settum upp einhverskonar sýningu, vorum með smá props og myndir og leiddum börnin í gegn. Sjö bekkir gengu í gegnum sýninguna á tveimur tímum, 15 mínútur á bekk. Krakkarnir voru áhugasamir, sérstaklega um Grýlu hina ógurlegu sem enginn veit hvort lifir enn eða kannski er hún bara veikburða í helli sínum og kemst ekki til að ná í óþekka krakka. Ég sá um að tala við krakkana og var eins og sprungin blaðra eftir þetta. Held að við séum búnar að kynna jólasveinana nokkuð vel fyrir þessum árgangi.

Hugi fór í afmæli á sunnudaginn til Emily. Hann er mikill vinur stelpnanna, var eini strákurinn sem var boðið í veisluna. Kom svo heim með perluhring sem hann hefur ekki tekið niður síðan. Mamma Emily stóð fyrir ratleik um hverfið en þau búa í hverfi/lokuðu svæði sem heitir Le Chateau (Kastalinn) og þar sá ég ekki betur en marmari væri á gólfum.

Fleiri myndir af Eyju, teknar í sólargeislunum sem komu inn um stofugluggann í gær:

2008 des 44

2008 des 45

aaa við gardínuna, nú kann Eyja svo mörg trix að hún gerir þau stundum öll í einu, vinkar, klappar...

2008 des 46

Bumban sæta sést vel þarna

2008 des 47

Hugi og Emily afmælisbarn á leið í hádegisverð í skólanum

Í dag fór ég í ferð með Hugabekk og tveimur öðrum bekkjum. Við fórum í neðanjarðarlestina og áttum að svara spurningum á hverri stöð sem við fengum með okkur á blaði. Þetta var ansi mikil vinna og stress. Þegar við vorum hálfnuð vorum við saman fjórar mömmur í slagtogi og bárum ábyrgð á átta krökkum. Einni stelpunni var flökurt, Hugi kvartaði yfir vanlíðan og vildi fara heim, annar strákur grét og einn annar var með hálsríg og vildi lika fara heim. Ferðin átti að enda með salibunu í Maglev lestinni sem fer út á flugvöll á yfir 400 km. hraða á klukkustund.  En við Hugi gáfumst bara upp, hann kvartaði svo mikið. Förum bara seinna í Maglevinn.

2008 des 48

Hugi, Hadley, Emily og Klint á brautarpalli

2008 des 49

Fer þessi lest ekki að koma

2008 des 50

Dan pabbi Hadley, hann er kennari

2008 des 51

Börnin skrifa niður svörin

2008 des 52

Hugi rokkari með stelpunum

Dalla