Thursday, July 03, 2008





Kjartansbörnin mynduð af Jóru í garðinum hjá ömmu og afa

Þá erum við búin að vera tvær vikur á Íslandi, dvölin strax hálfnuð, þetta líður ansi fljótt.
Hugi og Stirnir voru ánægðir á reiðnámskeiðinu í síðustu viku, Stirnir reið Smartfara og Hugi var á Stormi. Þeir tóku miklum framförum að sögn kennaranna. Hugi færði Stormi gras úr ömmu og afagarði síðasta daginn og þeir tóku með sér nesti til að borða þegar áð var.
Hugi fór í bíó með afa sínum einn daginn og svo fóru þeir báðir bræðurnir í bíó með Gunnu og Eyrúnu frænkum sínum. Stirnir var reyndar leiddur hingað heim hálfsofandi eftir þá bíóferð.
Við heimsóttum Bubba sem var nýkominn úr sumarbúðum og Alla mamma Bubba sagði við Huga hvað hún Eyja væri fín. Hugi svaraði þá að hún væri orðin soldið feit, það sæist betur þegar hún væri allsber.

Bræðurnir gistu líka eina nótt á Þingvöllum hjá ömmu Catherine og afa Kristni, þeir reyndu að veiða í vatninu en ekki beit á hjá þeim.
Í gær heimsóttum við Ara Karl, Hildi og Davíð í Hafnarfjörðinn og þeim tókst öllum strákunum að detta í læk og bleyta sig, það var bara gaman.

Í síðustu viku var okkur boðið til föðursystur minnar Katrínar. Þar voru barnabörnin og börnin hennar samankomin, fullt af krökkum til að leika við og gaman.

Í næstu viku ætlar Hugi í sumarbúðir á Úlfljótsvatni, hann er vanur maður, var þar líka í fyrra. Núna ætla vinirnir Bubbi og Hugi þangað.

Dalla

No comments: