Friday, June 20, 2008

Þá erum við komin til Íslands. Ferðalagið gekk vel hjá okkur með smá uppákomum. Starfsmenn Virgin í Shanghai ákváðu að fara eftir bókinni svo ég varð að sækja farangurinn í London og færa hann sjálf á milli terminala. Ég fékk fylgd út að fargangursbandinu, slapp við klukkutímabið í passaskoðun og svo hjálpuðumst við Hugi að með farangurinn, hann keyrði vagnstykkið fyrir mig og ég kerruna með töskunum, Eyja var í burðarsjali framan á mér og var til friðs.
Bræðurnir voru mjög þreyttir á Heathrow enda komið kvöld að okkar tíma. Stirnir sofnaði svo fast þegar við vorum að bíða eftir hliðnúmeri að við gátum ekki vakið hann. Ég bað flugvallarstarfsmann um aðstoð því ég gat ómögulega haldið á honum út að hliði. Hún bjargaði okkur alveg, fylgdi okkur út í hlið.

Bræðurnir neituðu að fara að sofa þegar við komum í Mosfellsbæinn. Þeir héldu sér vakandi og spurðu mig reglulega hvenær við gætum farið í sund, ég var frekar viðskotaill þegar ég var vakin um fimmleytið og spurð um sundferðina. Við vorum því komin ofan í laugina klukkan hálfníu í morgun, öll fjögur. Loksins eftir sundferðina lognuðust Hugi og Stirnir útaf og sváfu í rúma tvo tíma. Eyja svaf í 7 tíma eftir sundferðina, hún hélt líklega að það væri komin nótt.

Hérna eru myndir síðustu daga frá Kína:



Eyja að æfa sig í snúningi.



Heimatilbúinn ólympíukyndill



Hann logar vel



Þetta var á þjóðhátíðardegi Svíþjóðar og Filip því uppáklæddur










Kjartan og Eyja



Magnús og Eyja


Sería, Hugi velur föt á Eyju og klæðir hana:













Boggi og Örn í gistingu

No comments: