Wednesday, July 23, 2008

Þá erum við búin að vera nokkra daga á Kauaieyju í fríi.
Ferðalagið hingað gekk vel, við flugum fyrst til Minneapolis og Hugi svaf og las næstum heila bók á leiðinni. Við Stirnir spiluðum lúdó og Eyja vakti mestallan tímann.
Það urðu fagnaðarfundir í Minneapolis þar sem við hittum Kjartan á flugvellinum. Við settumst niður og fengum okkur hamborgara í hamborgaralandinu og náðum svo flugi til Seattle. Þar gistum við eina nótt á flugvallarhóteli og flugum svo áfram til Kauai daginn eftir.
Hérna tók Hilmar á móti okkur á flugvellinum með bílaleigubíl og við ókum á Anini ströndina til hússins sem verður okkar í tvær vikur. Þar biðu okkar mæðgurnar Guðrún og Eva.
Eftir stuttan nætursvefn vöknuðum við alltof snemma og vorum komin niður á strönd klukkan hálfsex til að fylgjast með sólarupprásinni. Ströndin er lítil og sæt og tré slútta yfir hana, mjög hentug til klifurs. Á ströndinni tókum við eftir að Stirnir var rauður á líkamanum og Hugi líka en ekki jafn mikið. Þegar leið á daginn hvarf þessi roði ekki af strákunum svo Kjartan fór með strákana til læknis til að láta kíkja á þá. Læknirinn kom með þá tilgátu að þeir hefðu klifrað í mangótré og líkaminn brygðist svona við, einhverskonar ofnæmi. Þeir fengu lyf og eru orðnir betri.
Við Kjartan fórum á bændamarkað í innkaup, keyptum mangó, basilíku, salat og fleira. Hérna er mikil frjósemi, grænmeti og ávextir og annað hráefni til matargerðar girnilegt. Við höfumn eldað nokkra góða rétti, þar á meðal góðar steikur.
Við fundum skemmtilega strönd í nokkurra mínútna akstursfjarlægð þar sem eru skemmtilegar öldur. Hérnau öll börn og fullorðnir með brimbretti og ansi mikið brim á mörgum stöðum. Anini, okkar strönd er varin af kóralrifi og því er enginn öldugangur upp við ströndina. Kjartan og Hilmar eru búnir að fara út með krakkana á kajak en hér er góð aðstaða til siglinga.
Eyja stendur sig vel sem ferðalangur, hún tekur þroskastökk á nýjum stað. Núna er hún farin að lyfta rassinum á leikteppinu og mjakar sér pínulítið úr stað. Hún er dugleg að finna út hvenær er nótt og nær góðum nætursvefni sem undirrituð er þakklát fyrir.

Bestu kveðjur heim, Dalla

2 comments:

Erla Kristofers. said...

Halló kæru vinir.
Mikið var gaman að fá fréttir af ykkur! Leitt samt að missa af ykkur á Íslandi, Sigfús og Ásdís eru búin að vera á landinu í næstum 3 vikur en ég er sjálf á leiðinni heim í heimsókn á morgun (föstudag). En ég sé að þið eruð stungin af til Havaí en ég hefði sko alveg verið til í hitting þar líka!!!!

Knús að sinni,
Erla og gríslingarnir stóri og smáu

Anonymous said...

claimed the majority cover the lending options before its due not to mention while not fees and penalties
A number one debts charity needs the number of most people looking at these designed for help above fast cash advance money owed to twice it. debts charitable organization affirms near have used the particular short-run, great fascination personal loans this year. The particular charitable organization states that a couple of years backwards how many people using them seemed to be trivial.
kredyty-przez-internet.com.pl
pożyczki prywatne
pożyczki prywatne
pożyczki prywatne
pożyczka prywatna pod weksel warszawa

http://pozyczkanadowod24.com.pl
http://szybkapozyczkaonline.com.pl
http://kredyty-bez-bik.org.pl