En Eyja fær svosem bara jákvæða athygli, allir dást að henni og hún nýtur svo sannarlega athyglinnar. Hún ætlar að vera meðfærilegt barn, sefur hvar sem er og kvartar ekki þó hún nái að sofa lítið, vinnur það bara upp með lengri dúr seinna.
Hugi og Stirnir könnuðu hótelið upp á eigin spýtur, þeir voru orðnir heimavanir undir lok dvalarinnar. Munur að vera með svona sjálfbjarga stráka, við leyfðum þeim að skoða sig um og treystum þeim til þess að gera enga vitleysu.
Fyrstu þrjá dagana vorum við með starfsfólki CCP því þetta var árshátíðarferð Kínaskrifstofunnar. Síðari þrjá dagana vorum við í samfloti með Elijah og Lidel og þeirra börnum en Elijah vinnur hjá CCP. Þau eiga Caleb 12 ára, Ainsley 5 ára og Piper 3 ára. Krakkarnir náðu vel saman, sérstaklega Caleb og Hugi og svo Stirnir og Ainsley.
Stirnir ákvað eitt kvöldið að hann vildi heita öðru nafni og valdi sér nafnið Hassaba. Ég veit nú ekki hvaðan það er komið en er ekki viss um að mannanafnanefnd verði jákvæð að þessu sinni.

Í maí er mangóuppskera, ég elska mangó og borðaði mikið af því. Kjartan drakk kókoshnetusafa með morgunmatnum.

Bræður í öldugangi. Hugi sagði mér brandara áðan: How do you know the sea is friendly? It waves.

Feðgin á ströndinni

Eyja upprennandi strandljón eins og bræðurnir

Hugi og Stirnir með fjársóðina sem þeir fundu í fjársjóðsleit á ströndinni.

Eyja fór í fyrsta skipti í sund.

Allir saman í barnalauginni

Stirnir elskar ís

Eyja í burðarsjali




Eyja brosir til aðdáenda úr vagninum

Hugi í faðmlagi við slöngu


Gott að viðra bossann

Eyja náði taki á Hugakrullum

Komin aftur til Shanghæ í bröns á Sasha´s

Mæðgur í bröns
Við erum að koma okkur aftur í rútínu, strákarnir voru voðalega syfjaðir þegar þeir fóru af stað í skólann í morgun. Eyja tók sig til og svaf frá fimm síðdegis í gær til hálf fjögur í nótt þegar ég eiginlega vakti hana því brjóstin á mér voru að springa. Henni þótti greinilega gott að sofa í sínu rúmi.
Dalla
1 comment:
Ferlega fyndin myndin af bræðrunum í öldugangi. Eyja mikil dama í sundbol. Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur. Góð æfing fyrir ferðina í sumar.
Knús,
Jóra
Post a Comment