Friday, May 16, 2008

Tónleikar gærdagsins gengu vel, Hugi stóð sig vel í blokkflautuspili og söng með árganginum sínum. Eyja stóð sig líka vel, var vakandi alla tónleikana en brast í grát undir lokin. Stirnir sat hjá Hanae vinkonu sinni.

Bræðurnir þurfa stundum alla mína athygli og þá má litla systir ekki fá neina athygli á meðan. Til dæmis í gær voru þeir að horfa á Tomma og Jenna og þá var ég beðin um að horfa með þeim. Eyja var á leikteppinu á gólfinu og ég var vinsamlegast beðin um að horfa ekki á hana, ég mátti bara horfa á myndina. Hugi sat hjá mér og fylgdist með mér að höfuðið og augnaráðið væri á myndinni.

Hér kemur myndasyrpa dagsins, ég er þarna í aðalhlutverki. Aðallega vegna þess að ég fór í klippingu í morgun en það geri ég mjög sjaldan, vildi nota tækifærið og láta mynda mig fína um hárið.




Bræðurnir koma heim úr skólanum, Lí tekur á móti þeim. Hún heldur á heljarinnar rófu sem Stirnir kom með úr ferðalagi að skoða gróðurhús í dag.



Hugi tók þessa mynd af mér.



Hekla og Elsa á kaffihúsi síðdegis, við hittumst nokkrar íslenskar, kíktum í búðir og borðuðum saman kvöldmat á tælenskum stað



Hekla tók þessa mynd af mæðgunum



Eyja undi sér vel í búðarrápi en ekki jafn vel á veitingastaðnum



Lára mætt líka.

Nú bíðum við spennt eftir Kjartani, hann kemur úr ferðalagi á morgun. Á sunnudaginn förum við svo í frí til Hainaneyjar í Suður Kína, kölluð Hawai austursins. Við ætlum að vera þar í tæpa viku í sundlauga og strandlífi.

Dalla

No comments: