Tuesday, May 13, 2008

Ég fékk sendar myndir af skólavefnum frá tónleikum gærdagsins:Börnin sungu þrjú lögMiss Lala, tónlistarkennarinn stjórnaði KindergartenkórnumStirnir söng af innlifun

Hugi náði nýjum hæðum í sjálfstæðisbaráttunni á mánudaginn. Hann var búinn að skrapa saman einhverjum aurum hérna og ákvað að panta sér pizzu, tek það fram að boðið var upp á fisk í kvöldmatinn. Ég nennti nú ekki að vera að ergja mig á þessu og rétti honum pöntunarbók með símanúmeri hjá heimsendingarþjónustu og sagði að hann gæti bara reddað þessu sjálfur ef hann endilega vildi. Hann fann pizzeríu í bókinni og hringdi og pantaði sér pizzu án vandkvæða. Hann stafaði nafnið sitt ofan í heimsendingarþjónustuna og hálftíma seinna kom pizzan upp að dyrum.

Ungfrú Eyja er þriggja mánaða í dag. Hún er búin að fara í afmælisbað og fá morgunnudd og sefur nú sinn blund inni í rúmi í fjólubláu dressi frá frænku sinni. Við ætlum að fara í skóla strákanna í ambassadorahádegisverð á eftir. Undirrituð er ambassador fyrir Ísland, nóg að gera að vera tengiliður fyrir tvær fjölskyldur, þar af mína eigin.
Næst á dagskrá er svo að finna bíkíní fyrir strandferðina í næstu viku.

Dalla

No comments: