Við Eyja og Hugi fórum á spítalann í vikunni. Eyja átti að fá bólusetningu sem hún fékk í tveimur sprautum og tveir hjúkrunarfræðingar sprautuðu hana samtímis í bæði lærin. Þetta voru svakalega aðfarir og hún rak upp kvein elsku kellingin en jafnaði sig þó fljótt. Hún fær aðrar bólusetningar en á Íslandi, í annarri sprautunni var bólusett við 6 sjúkdómum, þar á meðal lifrarbólgu B.
Ég fékk að skella henni á vigt og hún var mæld í leiðinni. Hún er orðin 6,4 kíló og 60 sentimetrar, þriggja og hálfs mánaða. Ég setti tölurnar inn á kúrfu og samkvæmt því er hún stutt og feit eða bara dugleg að borða eins og bræðurnir voru alltaf.
Hugi lét kíkja á sýkingu á viðkvæmum stað og fékk krem til að laga það. Eyja fékk svo hita um kvöldið en ég gaf henni hitalækkandi og hún kvartaði ekki.
Kjartan kom seint heim úr vinnunni í gær, hann þarf stundum að funda með Íslandi og Bandaríkjunum og þá þarf hann að vinna fram á kvöld eða jafnvel nótt. Hugi var búinn að leggja fyrir hann gildru við dyrnar og Kjartan gekk grunlaus í hana. Ég var reyndar með í ráðum, strengdi band þvert fyrir dyrnar sem strekktist á þegar dyrnar opnuðust og toguðu í tösku sem var hengd upp á prik. Hugi stjórnaði aðgerðum og sagðu mér til, hann fór sjálfur upp á ísskáp til að festa prikið en ég strekkti bandið og batt. Ég vaknaði semsagt upp við gauragang í nótt þegar taskan datt á hausinn á Kjartani og hann flæktist í bandinu. Mig grunar að þetta muni efla Huga enn meira til dáða í gildrusmíðum svo Kjartan má passa sig.
Bræðrunum var mikið niðri fyrir þegar þeir komu heim með skólabílnum í dag. Stirnir ætlar að giftast Andreu sögðu þeir. Þau kysstust á munninn í skólabílnum! Andrea kom yfir stuttu síðar uppáklædd í hvítan kjól og Stirnir fór upp til að skipta yfir í betri fötin. Við Matthías pabbi Andreu fengum að kíkja upp fyrir athöfnina og mynda brúðhjónin tilvonandi og stjórnanda athafnarinnar. Svo var okkur skipað að fara út sem við hlýddum. Klukkutíma seinna komu þau út úr herberginu og þá hafði eitthvað breyst í miðri athöfn og Hugi sagðist vera kvæntur Andreu.
Eyja og Lí úti í porti
Við Elsa fórum á rand í gær og kíktum í litla búð og safn tileinkað kínverskum vefnaði í bláum og hvítum lit. Þetta er bómull og var alþýðuklæðnaður, kallast blátt nankeen. Við urðum fyrir árás moskítófluga í garðinum við húsið, ein reyndi að stinga Eyju í höfuðið og Elsa var bitin í fótleggina. En það er ótrúlegt hvað það getur verið friðsælt í svona bakgörðum í Sjanghæ, það er svo mikill hávaði á götum úti en þegar maður fer frá götunni er þar fuglasöngur og friðsæld.
Elsa og Eyja
Við fórum svo á franskan veitingastað og fengum okkur steik. Stundum langar mig í góða steik, Elsa kom með þá kenningu að mig vanti orku fyrir brjóstagjöfina. Allavega leið mér vel eftir steikarátið.
Eyja er orðin dugleg í bakæfingum
Í gærmorgun sofnaði hún á leikteppinu eftir æfingarnar
Fyrir athöfnina er brúðguminn ofurglaður, "presturinn" alvarlegur og brúðurin eftirvæntingarfull
Takið eftir brúðarkjólnum
Friday, May 30, 2008
Sunday, May 25, 2008
Við erum komin aftur frá Hainan eyju, vorum þar í góðu yfirlæti í Yalong flóa við borgina Sanya. Sjórinn var tær og hreinn og ströndin fín, strákarnir nutu þess að leika sér í sjónum og í sundlauginni líka. Eyja stóð sig vel, brosti til allra aðdáendanna sem safnast í kringum vagninn hennar. Ég er í fullu starfi að passa að fólk komi ekki við hana, ég er orðin svo sýklahrædd og vil ekki að fólk káfi á henni. Nágrannastelpurnar okkar hérna leyfa mér að þefa af höndunum á sér til að staðfesta að þær séu búnar að þvo sér. Auður vinkona líkti mér við Mjallhvíti sem lætur dvergana sýna sér hendurnar fyrir matinn.
En Eyja fær svosem bara jákvæða athygli, allir dást að henni og hún nýtur svo sannarlega athyglinnar. Hún ætlar að vera meðfærilegt barn, sefur hvar sem er og kvartar ekki þó hún nái að sofa lítið, vinnur það bara upp með lengri dúr seinna.
Hugi og Stirnir könnuðu hótelið upp á eigin spýtur, þeir voru orðnir heimavanir undir lok dvalarinnar. Munur að vera með svona sjálfbjarga stráka, við leyfðum þeim að skoða sig um og treystum þeim til þess að gera enga vitleysu.
Fyrstu þrjá dagana vorum við með starfsfólki CCP því þetta var árshátíðarferð Kínaskrifstofunnar. Síðari þrjá dagana vorum við í samfloti með Elijah og Lidel og þeirra börnum en Elijah vinnur hjá CCP. Þau eiga Caleb 12 ára, Ainsley 5 ára og Piper 3 ára. Krakkarnir náðu vel saman, sérstaklega Caleb og Hugi og svo Stirnir og Ainsley.
Stirnir ákvað eitt kvöldið að hann vildi heita öðru nafni og valdi sér nafnið Hassaba. Ég veit nú ekki hvaðan það er komið en er ekki viss um að mannanafnanefnd verði jákvæð að þessu sinni.
Í maí er mangóuppskera, ég elska mangó og borðaði mikið af því. Kjartan drakk kókoshnetusafa með morgunmatnum.
Bræður í öldugangi. Hugi sagði mér brandara áðan: How do you know the sea is friendly? It waves.
Feðgin á ströndinni
Eyja upprennandi strandljón eins og bræðurnir
Hugi og Stirnir með fjársóðina sem þeir fundu í fjársjóðsleit á ströndinni.
Eyja fór í fyrsta skipti í sund.
Allir saman í barnalauginni
Stirnir elskar ís
Eyja í burðarsjali
Eyja brosir til aðdáenda úr vagninum
Hugi í faðmlagi við slöngu
Gott að viðra bossann
Eyja náði taki á Hugakrullum
Komin aftur til Shanghæ í bröns á Sasha´s
Mæðgur í bröns
Við erum að koma okkur aftur í rútínu, strákarnir voru voðalega syfjaðir þegar þeir fóru af stað í skólann í morgun. Eyja tók sig til og svaf frá fimm síðdegis í gær til hálf fjögur í nótt þegar ég eiginlega vakti hana því brjóstin á mér voru að springa. Henni þótti greinilega gott að sofa í sínu rúmi.
Dalla
En Eyja fær svosem bara jákvæða athygli, allir dást að henni og hún nýtur svo sannarlega athyglinnar. Hún ætlar að vera meðfærilegt barn, sefur hvar sem er og kvartar ekki þó hún nái að sofa lítið, vinnur það bara upp með lengri dúr seinna.
Hugi og Stirnir könnuðu hótelið upp á eigin spýtur, þeir voru orðnir heimavanir undir lok dvalarinnar. Munur að vera með svona sjálfbjarga stráka, við leyfðum þeim að skoða sig um og treystum þeim til þess að gera enga vitleysu.
Fyrstu þrjá dagana vorum við með starfsfólki CCP því þetta var árshátíðarferð Kínaskrifstofunnar. Síðari þrjá dagana vorum við í samfloti með Elijah og Lidel og þeirra börnum en Elijah vinnur hjá CCP. Þau eiga Caleb 12 ára, Ainsley 5 ára og Piper 3 ára. Krakkarnir náðu vel saman, sérstaklega Caleb og Hugi og svo Stirnir og Ainsley.
Stirnir ákvað eitt kvöldið að hann vildi heita öðru nafni og valdi sér nafnið Hassaba. Ég veit nú ekki hvaðan það er komið en er ekki viss um að mannanafnanefnd verði jákvæð að þessu sinni.
Í maí er mangóuppskera, ég elska mangó og borðaði mikið af því. Kjartan drakk kókoshnetusafa með morgunmatnum.
Bræður í öldugangi. Hugi sagði mér brandara áðan: How do you know the sea is friendly? It waves.
Feðgin á ströndinni
Eyja upprennandi strandljón eins og bræðurnir
Hugi og Stirnir með fjársóðina sem þeir fundu í fjársjóðsleit á ströndinni.
Eyja fór í fyrsta skipti í sund.
Allir saman í barnalauginni
Stirnir elskar ís
Eyja í burðarsjali
Eyja brosir til aðdáenda úr vagninum
Hugi í faðmlagi við slöngu
Gott að viðra bossann
Eyja náði taki á Hugakrullum
Komin aftur til Shanghæ í bröns á Sasha´s
Mæðgur í bröns
Við erum að koma okkur aftur í rútínu, strákarnir voru voðalega syfjaðir þegar þeir fóru af stað í skólann í morgun. Eyja tók sig til og svaf frá fimm síðdegis í gær til hálf fjögur í nótt þegar ég eiginlega vakti hana því brjóstin á mér voru að springa. Henni þótti greinilega gott að sofa í sínu rúmi.
Dalla
Friday, May 16, 2008
Tónleikar gærdagsins gengu vel, Hugi stóð sig vel í blokkflautuspili og söng með árganginum sínum. Eyja stóð sig líka vel, var vakandi alla tónleikana en brast í grát undir lokin. Stirnir sat hjá Hanae vinkonu sinni.
Bræðurnir þurfa stundum alla mína athygli og þá má litla systir ekki fá neina athygli á meðan. Til dæmis í gær voru þeir að horfa á Tomma og Jenna og þá var ég beðin um að horfa með þeim. Eyja var á leikteppinu á gólfinu og ég var vinsamlegast beðin um að horfa ekki á hana, ég mátti bara horfa á myndina. Hugi sat hjá mér og fylgdist með mér að höfuðið og augnaráðið væri á myndinni.
Hér kemur myndasyrpa dagsins, ég er þarna í aðalhlutverki. Aðallega vegna þess að ég fór í klippingu í morgun en það geri ég mjög sjaldan, vildi nota tækifærið og láta mynda mig fína um hárið.
Bræðurnir koma heim úr skólanum, Lí tekur á móti þeim. Hún heldur á heljarinnar rófu sem Stirnir kom með úr ferðalagi að skoða gróðurhús í dag.
Hugi tók þessa mynd af mér.
Hekla og Elsa á kaffihúsi síðdegis, við hittumst nokkrar íslenskar, kíktum í búðir og borðuðum saman kvöldmat á tælenskum stað
Hekla tók þessa mynd af mæðgunum
Eyja undi sér vel í búðarrápi en ekki jafn vel á veitingastaðnum
Lára mætt líka.
Nú bíðum við spennt eftir Kjartani, hann kemur úr ferðalagi á morgun. Á sunnudaginn förum við svo í frí til Hainaneyjar í Suður Kína, kölluð Hawai austursins. Við ætlum að vera þar í tæpa viku í sundlauga og strandlífi.
Dalla
Bræðurnir þurfa stundum alla mína athygli og þá má litla systir ekki fá neina athygli á meðan. Til dæmis í gær voru þeir að horfa á Tomma og Jenna og þá var ég beðin um að horfa með þeim. Eyja var á leikteppinu á gólfinu og ég var vinsamlegast beðin um að horfa ekki á hana, ég mátti bara horfa á myndina. Hugi sat hjá mér og fylgdist með mér að höfuðið og augnaráðið væri á myndinni.
Hér kemur myndasyrpa dagsins, ég er þarna í aðalhlutverki. Aðallega vegna þess að ég fór í klippingu í morgun en það geri ég mjög sjaldan, vildi nota tækifærið og láta mynda mig fína um hárið.
Bræðurnir koma heim úr skólanum, Lí tekur á móti þeim. Hún heldur á heljarinnar rófu sem Stirnir kom með úr ferðalagi að skoða gróðurhús í dag.
Hugi tók þessa mynd af mér.
Hekla og Elsa á kaffihúsi síðdegis, við hittumst nokkrar íslenskar, kíktum í búðir og borðuðum saman kvöldmat á tælenskum stað
Hekla tók þessa mynd af mæðgunum
Eyja undi sér vel í búðarrápi en ekki jafn vel á veitingastaðnum
Lára mætt líka.
Nú bíðum við spennt eftir Kjartani, hann kemur úr ferðalagi á morgun. Á sunnudaginn förum við svo í frí til Hainaneyjar í Suður Kína, kölluð Hawai austursins. Við ætlum að vera þar í tæpa viku í sundlauga og strandlífi.
Dalla
Thursday, May 15, 2008
Hugi kom heim með sögur sem hann hefur skrifað í skólanum, mér fannst þetta svo flott hjá honum og ákvað að setja eitthvað af þessu hingað inn til að þetta glatist ekki.
When I grow up I want to be someone who likes coffee and tea.
When I grow up I want to be a man in house that´s full of bees.
When I grow up I want to be a rocket going to Mercury.
When my hamster died
I was in bed when I heard my mom say something. I went downstairs. Now I knew what
heppened my hamster died. He had rice in his but. And there was blood on the rice.
Now I know that it´s not a good idea to give my hamster rice for lunch. But I couldn´t understand how my hamster could die with rice in his but.
First day in school
The half of the class are in cooking class and the other in art. I was in cooking. One day I was in cooking, I started making vegetable food like everybody did. Using vegetables was my best thing to do in cooking class. I wished that we could make ratatoele (ratatouille). But I never could. I heard it was way too hard. Even the cooking teacher didn´t know how to do it.
When I learned to flush the toilet
When I was four I was afraid of flushing the toilet. Because my dad read Captain Underpants with eating toilets. And when you flush the sound is like a growl. I also thought that the toilet had glue on it so when you sit on the toilet it would eat you. I thought that when you flush you where turning it on.
But one day my dad had to go to the bathroom. I said no! The toilet is alive! And he sat down, than he flushed. I closed my eyes and than my dad came out alive. I went inside and sat down and peed and than I flushed. Nothing happened. This was my first time to pee in a toilet. And to flush. That´s how I learned to flush. The end.
In the jungle (Saga frá Tælandi)
I was with my family and a man. I didn´t know his name.
I saw a monkey. First I was a bit scared. Then he climbed really fast up in a tree. He took a coconut and threw it down, it was amazing! I didn´t know that any animal in the world could climb that fast. And I didn´t know that monkeys could use it´s hands to take the coconut and hold the branch.
Tek það fram að þetta er stafsetning Huga, ég lagaði ekki neitt.
Dalla
When I grow up I want to be someone who likes coffee and tea.
When I grow up I want to be a man in house that´s full of bees.
When I grow up I want to be a rocket going to Mercury.
When my hamster died
I was in bed when I heard my mom say something. I went downstairs. Now I knew what
heppened my hamster died. He had rice in his but. And there was blood on the rice.
Now I know that it´s not a good idea to give my hamster rice for lunch. But I couldn´t understand how my hamster could die with rice in his but.
First day in school
The half of the class are in cooking class and the other in art. I was in cooking. One day I was in cooking, I started making vegetable food like everybody did. Using vegetables was my best thing to do in cooking class. I wished that we could make ratatoele (ratatouille). But I never could. I heard it was way too hard. Even the cooking teacher didn´t know how to do it.
When I learned to flush the toilet
When I was four I was afraid of flushing the toilet. Because my dad read Captain Underpants with eating toilets. And when you flush the sound is like a growl. I also thought that the toilet had glue on it so when you sit on the toilet it would eat you. I thought that when you flush you where turning it on.
But one day my dad had to go to the bathroom. I said no! The toilet is alive! And he sat down, than he flushed. I closed my eyes and than my dad came out alive. I went inside and sat down and peed and than I flushed. Nothing happened. This was my first time to pee in a toilet. And to flush. That´s how I learned to flush. The end.
In the jungle (Saga frá Tælandi)
I was with my family and a man. I didn´t know his name.
I saw a monkey. First I was a bit scared. Then he climbed really fast up in a tree. He took a coconut and threw it down, it was amazing! I didn´t know that any animal in the world could climb that fast. And I didn´t know that monkeys could use it´s hands to take the coconut and hold the branch.
Tek það fram að þetta er stafsetning Huga, ég lagaði ekki neitt.
Dalla
Wednesday, May 14, 2008
Í tilefni þriggja mánaða afmælis í dag er myndasyrpa frá deginum í boði hússins:
Eyja ábúðarfull á leið í hádegisverð
Jing keyrir okkur um á CCP drossíunni
Stirnir og Andrea, nágranni og mikil vinkona með Eyju. Þau Stirnir sitja stundum í faðmlögum og spila Nintendo. Andrea sagði mér það í dag að mamma hennar ætti von á barni líka, það ætti að koma um jólin. Spurning hvort Eyja hafi komið af stað frjósemissprengju, pabbi Andreu var nefnilega búinn að segja mér að Elin kona sín hefði sagt þegar hún sá fyrstu myndirnar af Eyju að hún væri líka til í að eiga lítið barn.
Hugi var ekki heima, hann fór heim með Hadley vinkonu sinni eftir skóla.
Eyja ábúðarfull á leið í hádegisverð
Jing keyrir okkur um á CCP drossíunni
Stirnir og Andrea, nágranni og mikil vinkona með Eyju. Þau Stirnir sitja stundum í faðmlögum og spila Nintendo. Andrea sagði mér það í dag að mamma hennar ætti von á barni líka, það ætti að koma um jólin. Spurning hvort Eyja hafi komið af stað frjósemissprengju, pabbi Andreu var nefnilega búinn að segja mér að Elin kona sín hefði sagt þegar hún sá fyrstu myndirnar af Eyju að hún væri líka til í að eiga lítið barn.
Hugi var ekki heima, hann fór heim með Hadley vinkonu sinni eftir skóla.
Tuesday, May 13, 2008
Ég fékk sendar myndir af skólavefnum frá tónleikum gærdagsins:
Börnin sungu þrjú lög
Miss Lala, tónlistarkennarinn stjórnaði Kindergartenkórnum
Stirnir söng af innlifun
Hugi náði nýjum hæðum í sjálfstæðisbaráttunni á mánudaginn. Hann var búinn að skrapa saman einhverjum aurum hérna og ákvað að panta sér pizzu, tek það fram að boðið var upp á fisk í kvöldmatinn. Ég nennti nú ekki að vera að ergja mig á þessu og rétti honum pöntunarbók með símanúmeri hjá heimsendingarþjónustu og sagði að hann gæti bara reddað þessu sjálfur ef hann endilega vildi. Hann fann pizzeríu í bókinni og hringdi og pantaði sér pizzu án vandkvæða. Hann stafaði nafnið sitt ofan í heimsendingarþjónustuna og hálftíma seinna kom pizzan upp að dyrum.
Ungfrú Eyja er þriggja mánaða í dag. Hún er búin að fara í afmælisbað og fá morgunnudd og sefur nú sinn blund inni í rúmi í fjólubláu dressi frá frænku sinni. Við ætlum að fara í skóla strákanna í ambassadorahádegisverð á eftir. Undirrituð er ambassador fyrir Ísland, nóg að gera að vera tengiliður fyrir tvær fjölskyldur, þar af mína eigin.
Næst á dagskrá er svo að finna bíkíní fyrir strandferðina í næstu viku.
Dalla
Börnin sungu þrjú lög
Miss Lala, tónlistarkennarinn stjórnaði Kindergartenkórnum
Stirnir söng af innlifun
Hugi náði nýjum hæðum í sjálfstæðisbaráttunni á mánudaginn. Hann var búinn að skrapa saman einhverjum aurum hérna og ákvað að panta sér pizzu, tek það fram að boðið var upp á fisk í kvöldmatinn. Ég nennti nú ekki að vera að ergja mig á þessu og rétti honum pöntunarbók með símanúmeri hjá heimsendingarþjónustu og sagði að hann gæti bara reddað þessu sjálfur ef hann endilega vildi. Hann fann pizzeríu í bókinni og hringdi og pantaði sér pizzu án vandkvæða. Hann stafaði nafnið sitt ofan í heimsendingarþjónustuna og hálftíma seinna kom pizzan upp að dyrum.
Ungfrú Eyja er þriggja mánaða í dag. Hún er búin að fara í afmælisbað og fá morgunnudd og sefur nú sinn blund inni í rúmi í fjólubláu dressi frá frænku sinni. Við ætlum að fara í skóla strákanna í ambassadorahádegisverð á eftir. Undirrituð er ambassador fyrir Ísland, nóg að gera að vera tengiliður fyrir tvær fjölskyldur, þar af mína eigin.
Næst á dagskrá er svo að finna bíkíní fyrir strandferðina í næstu viku.
Dalla
Það eru hörmungartímar í Kína, eftir kaldan vetur kemur stór jarðskjálfti. Þeir sem voru staddir í háhýsum í Shanghæ fundu kippinn en ég var á gangi og fann ekki fyrir neinu. Lí sagði að þetta væri mjög slæmt ár fyrir Kína í gær. Hún man eftir hörðum jarðskjálfta þegar hún var barn, þá bjó hún úti undir beru lofti í þrjá mánuði því hús fjölskyldunnar var við það að hrynja.
Í dag voru tónleikar í skóla bræðranna og Stirnir kom þar fram með sínum árgangi. Hann stóð sig vel að venju, var brosmildur og sætur á sviðinu. Við þurftum að borða snemma, klukkan fimm, til að drífa okkur svo af stað í skólann.
Huga biðu mörg heimverkefni, stafsetning, lestur, dagbókarskrif og stórt verkefni í kínversku. Hann var úrillur og hafði allt á hornum sér, þessi skóli væri hræðilegur.
Við þessi skrif í dagbókina fékk hann útrás fyrir úrillskuna:
If I were the teacher I would make a much better school than SCIS. I would teach the children to have free time, they would get to play all day. And you get to go to a fieldtrip all day. And I could also teach the children to make their own solarcar. And I will buy every kid a horse. And the best thing, you can eat whatever you want.
Það átti sko ekki við hann að hafa engan tíma til að leika, hann tönnlaðist á því endalaust, erfiður dagur, enginn tími til að leika.
Sama prógramm á fimmtudaginn, þá á Hugi að koma fram með sínum árgangi.
Dalla
Í dag voru tónleikar í skóla bræðranna og Stirnir kom þar fram með sínum árgangi. Hann stóð sig vel að venju, var brosmildur og sætur á sviðinu. Við þurftum að borða snemma, klukkan fimm, til að drífa okkur svo af stað í skólann.
Huga biðu mörg heimverkefni, stafsetning, lestur, dagbókarskrif og stórt verkefni í kínversku. Hann var úrillur og hafði allt á hornum sér, þessi skóli væri hræðilegur.
Við þessi skrif í dagbókina fékk hann útrás fyrir úrillskuna:
If I were the teacher I would make a much better school than SCIS. I would teach the children to have free time, they would get to play all day. And you get to go to a fieldtrip all day. And I could also teach the children to make their own solarcar. And I will buy every kid a horse. And the best thing, you can eat whatever you want.
Það átti sko ekki við hann að hafa engan tíma til að leika, hann tönnlaðist á því endalaust, erfiður dagur, enginn tími til að leika.
Sama prógramm á fimmtudaginn, þá á Hugi að koma fram með sínum árgangi.
Dalla
Sunday, May 11, 2008
Mæðradagurinn í dag og ég var vakin með gjöfum frá drengjunum. Framan á kortinu frá Stirni stendur: Some bunny loves you.
Og textinn inni í kortinu eftir Stirni hljóðar svona:
I love my mom
I play with my mom
I draw with my mom
My mom is happy
My mom loves me
My mom is pretty
Happy mother´s day
Hugi átti að fylla út heilmikið skjal um mig og þar var ýmislegt fyndið að venju.
My mother´s favorite sport is... sleep. Ég sagði að það væri nú ekki íþrótt en hann stakk upp í mig með því að segja að maður fengi kraft af því að sofa.
My mother and I like to... have disco parties og með fylgir mynd af okkur Huga á dansgólfinu. Þetta er alveg satt því hann stóð fyrir partíi um daginn og ég dansaði við hann.
My mother is great because... she always sleeps. Þar er mynd af mér alsberri, nokkuð nákvæm mynd. Hann segir að ég þurfi að sofa vegna þess að ég eigi Eyju og þurfi að gefa brjóst.
My mother likes it when... she gets a kiss from me og þar er falleg mynd af mér með stút á vörum.
Þeir eru svo sætir og ljúfir þessir strákar.
Við áttum skemmtilegan sunnudag saman, löbbuðum í sund í morgun og fengum okkur svo hádegisverð á O´Malleys, uppáhaldsstað barnanna og pabbanna sem drekka Guinness. Næst var á dagskrá átta ára afmæli Bogga þar sem við gæddum okkur á veisluréttum, íslenska gengið fór um hverfið í byssuleik og skemmti sér vel.
Dalla
Og textinn inni í kortinu eftir Stirni hljóðar svona:
I love my mom
I play with my mom
I draw with my mom
My mom is happy
My mom loves me
My mom is pretty
Happy mother´s day
Hugi átti að fylla út heilmikið skjal um mig og þar var ýmislegt fyndið að venju.
My mother´s favorite sport is... sleep. Ég sagði að það væri nú ekki íþrótt en hann stakk upp í mig með því að segja að maður fengi kraft af því að sofa.
My mother and I like to... have disco parties og með fylgir mynd af okkur Huga á dansgólfinu. Þetta er alveg satt því hann stóð fyrir partíi um daginn og ég dansaði við hann.
My mother is great because... she always sleeps. Þar er mynd af mér alsberri, nokkuð nákvæm mynd. Hann segir að ég þurfi að sofa vegna þess að ég eigi Eyju og þurfi að gefa brjóst.
My mother likes it when... she gets a kiss from me og þar er falleg mynd af mér með stút á vörum.
Þeir eru svo sætir og ljúfir þessir strákar.
Við áttum skemmtilegan sunnudag saman, löbbuðum í sund í morgun og fengum okkur svo hádegisverð á O´Malleys, uppáhaldsstað barnanna og pabbanna sem drekka Guinness. Næst var á dagskrá átta ára afmæli Bogga þar sem við gæddum okkur á veisluréttum, íslenska gengið fór um hverfið í byssuleik og skemmti sér vel.
Dalla
Saturday, May 10, 2008
Kjartan fór af stað í morgun til Íslands svo við erum orðin ein í kotinu aftur, Kjartans/pabba laus. Strákarnir eru vængbrotnir þegar pabba vantar, þeir eru svo hændir að pabba sínum eftir mikla samveru síðustu mánuði.
Við buðum heim tveimur vinum og bekkjarfélögum Huga í dag, þeim Caspar og Hadley. Kjartan hafði fyrirfram áhyggjur af því að allt færi í háaloft hjá þeim þremur en það var nú annað. Þau léku inni og úti og ég heyrði hlátrasköllin langar leiðir í þeim. Stirnir féll líka vel inn í hópinn. Pabbi Hadley kom með rétta orðið yfir þau Huga og Hadley, sagði að þau væru goofy, veit ekki alveg hvernig er hægt að þýða það.
Fyrst ég er orðin ofvirk í blogginu eftir langt hlé þá kemur hérna líka myndasyrpa af systkinunum þar sem þau sátu í sófanum í gær. Það vantar ekki svipbrigðin á bræðurna en Eyja kippir sér ekki upp við neitt.
Við settumst niður í gær og horfðum á gamlar upptökur af bræðrunum og komumst að því að þeir eru allsberir við mörg tækifæri, á Íslandi og erlendis. Þeir fóru að spá í það hvort Eyja yrði eins og þeir og yrði alltaf allsber.
Hadley og Caspar í líkamsæfingum
Við buðum heim tveimur vinum og bekkjarfélögum Huga í dag, þeim Caspar og Hadley. Kjartan hafði fyrirfram áhyggjur af því að allt færi í háaloft hjá þeim þremur en það var nú annað. Þau léku inni og úti og ég heyrði hlátrasköllin langar leiðir í þeim. Stirnir féll líka vel inn í hópinn. Pabbi Hadley kom með rétta orðið yfir þau Huga og Hadley, sagði að þau væru goofy, veit ekki alveg hvernig er hægt að þýða það.
Fyrst ég er orðin ofvirk í blogginu eftir langt hlé þá kemur hérna líka myndasyrpa af systkinunum þar sem þau sátu í sófanum í gær. Það vantar ekki svipbrigðin á bræðurna en Eyja kippir sér ekki upp við neitt.
Við settumst niður í gær og horfðum á gamlar upptökur af bræðrunum og komumst að því að þeir eru allsberir við mörg tækifæri, á Íslandi og erlendis. Þeir fóru að spá í það hvort Eyja yrði eins og þeir og yrði alltaf allsber.
Hadley og Caspar í líkamsæfingum
Subscribe to:
Posts (Atom)