Monday, August 03, 2009

Síðustu Sjanghædagarnir í bili

Nú erum við að undirbúa brottför. Fljúgum til Parísar annað kvöld og keyrum til afa Emils og Helene í Beaujolais. Síðan fljúgum við til Íslands mánudaginn tíunda ágúst.

Síðustu viku hefur rignt nær stanslaust, oft svo mikið að ekki var hundi út sigandi. Við höfum haldið okkur inni og einn morguninn settust systkinin við að vatnslita.

 IMG_5517

IMG_5528

IMG_5521 

IMG_5531

Tveir örvhentir og líklega ein rétthent.

Strákarnir eru spenntir fyrir ferðalaginu og hafa gert nokkrar tilraunir til að komast yfir á evrópskan tíma. Þeir vilja vaka alla nóttina og sofa á daginn en gefast yfirleitt upp um miðnætti. Stirnir sagði að ég þyrfti að vakna á nóttunni til að gefa þeim að borða en ég tók dræmt í það og þeir fundu þá lausn að Hugi myndi taka að sér að steikja egg og beikon en hann er fullnuma í þeirri eldamennsku.

Þeir hlakka mikið til að flytja inn í græna húsið á Íslandi en Stirnir sér það í miklum ljóma og tilkynnti kennaranum sínum í vor að við ættum “mansion”. Hinir krakkarnir skildu nú ekki það orð en Mrs. Wiser var hrifin. Stirnir er þó hissa á því, segir hann, að við eigum mansion og séum með okkar eigin vefsíðu en við eigum ekki bíl, úr því þarf að bæta sem fyrst.

IMG_5542

Í gærmorgun hittum við Kerri, mömmu Hadley og Emmu í morgunmat. Hún vildi færa krökkunum Nike skó að gjöf en hún vinnur í markaðsdeildinni. Nú eru allir vel skóaðir fyrir íslenskt sumarveður.

IMG_5551

Í morgun kvöddum við Beu og Ými og hundinn Noodle sem dansaði við Huga.

IMG_5562

Bea og Ýmir “Icecube” íslensk-kúbversk blanda.

Í dag hittum við líka Elsu, Eddu og Ævar sem voru að koma úr sumarfríi á Íslandi. Við borðuðum xiao long bao, dumplings og það var ljúffengt að venju. Krakkarnir voru líka dugleg að borða en oft fúlsa þau við kínverskum mat.  Ég fékk smá skýrslu frá Elsu um stemmninguna á Íslandi, við áttum notalega stund  og það verður erfitt að kveðja hana á morgun.

Hugi sá eldsmat í skókössum gærdagsins og skellti í bál í portinu sem er svosem ekkert nýtt. En hann vildi líka nýta eldinn og steikja sér egg í leiðinni. Lí aðstoðaði.

IMG_5570

IMG_5575

Og svo varð gerð tilraun með heimagerðan kyndil.

IMG_5584

IMG_5587

Sjáumst á Íslandi,

Dalla

No comments: