Thursday, November 13, 2008

Tannmissir

 

Hérna urðu tíðindi í tannamálum því Stirnir missti fyrstu tönnina í vikunni. Hún var sett undir koddann og hann fékk pening frá tannálfinum og Lí kom með gjöf handa honum líka.  Eyja er níu mánaða í dag og ekkert bólar á tönn hjá henni, mér finnst gómurinn ekki vera bólginn.

Síðusta helgi var mikil vinahelgi. Hadley og Emma komu í heimsókn á laugardeginum og svo fóru bræðurnir í gistingu til Bogga og Arnar seinnipartinn. Kjartan sagði að þá gætum við bara farið út að borða, hann gleymdi að við ættum litla Eyju. En Matti og María komu yfir og við pöntuðum okkur mat og spjölluðum fram á nótt.

Í vikunni var einkunnagjöf í skólanum og foreldraviðtöl þar sem börnin voru viðstödd. Strákarnir standa sig vel í skólanum, samt ekki gott að þeir segja alltaf að það sé leiðinlegt þar, kannski er þetta bara í kjaftinum á þeim.  Stirnir er farinn að lesa á góðum hraða en hann skilur ekki alltaf það sem hann les. Kennarinn og hann settu sér það markmið að skilja betur og spyrja ef hann skilur ekki einhver orð. Hann er lika svo vandvirkur að hann er oft lengi að vinna og fær þá minni leiktíma en kennarinn ætlar að sjá til þess að hann komi með verkefnin heim og klári þar svo hann fái líka leiktíma í skólanum.  Hugi stendur vel í öllu, hann þyrfti helst að vanda sig betur við að skrifa finnst okkur foreldrunum.

Hadley kom í heimsókn í gær vegna þess að það var frí hálfan daginn í skólanum. Lí gerði pönnukökur og ostabrauð og Hadley dásamaði íslenska matinn. Hugi spilaði fyrir hana á gítarinn og hún var hrifin.

Myndasería síðustu daga:

2008 nov 35

Eyja á ferðinni í kínverskum buxum með sætan bossa

2008 nov 35-1

Fiona, Fredrik og Niklas í Yu garden, við borðuðum xiao long bao (eins konar dumplings) þarna í hádeginu á vinsælum veitingastað, röðin er löng. Þetta er Shanghai sérréttur og er bestur á þessum stað.

2008 nov 36

Takið eftir  háhýsinu á milli gömlu húsanna

2008 nov 34

Kvöldstemmning, Hugi prjónar, Stirnir les og felur sig undir sæng þegar myndavélin birtist og Eyja fær að hnoðast með þeim í rúminu

2008 nov 38

Andrea og Ebba að lita hjá okkur

2008  nov 37

Eyja að æfa sig á flautuna

2008 nov 39

2008 nov 40

2008 nov 41

Kíkir upp yfir borðbrún

2008 nov 42

Fyrsta tönnin dottin

2008 nov 42-1

Beðið eftir skólabílnum, Hugi með lestrarefni með sér, Peanuts

2008 nov 43

2008  nov 44

Allir inn að aftan. Konan er skólabílsayi, sér um að allir séu stilltir í bílnum.

2008 nov 45

Lí tekur á móti bræðrunum seinnipartinn

2008 nov 46-1

Maðurinn sem brýnir söxin með sína færanlegu vinnuaðstöðu fyrir utan hjá okkur. Hann er að brýna saxið okkar þarna.

3 comments:

Unknown said...

Til lukku með 9 mánaða Eyju. Fín mynd af krullunum sem eru að myndast bak við eyrum. Hún er greinilega fyrirmyndarbarn víst Kjartan gleymir að hann eigi hana ;-)
Hamingjuóskir til Stirnis með tannmissinn. Hann tekur sig vel út með gatið :-)

Knús til ykkar allra,
Jóra

Unknown said...

Gleymdi að segja að Hugi tekur sig fagmannlega út með prjónana. Er hann að prjóna jólagjafirnar?

Dalla said...

Það er aldrei að vita...