Sætustu graskerin á leið í skólabílinn í rigningunni
Andrea sem Öskubuska
Kúreki, grasker, norn og Öskubuska bíða eftir skólabílnum
Nornin Ebba var sein fyrir þennan dag
Það sem sést af Huga fyrir lokkum
Hornösin Eyja borðar morgungrautinn eftir að graskerin yfirgáfu svæðið
Er orðin nokkuð dugleg með könnuna sína
Ég fór upp í skóla til að fylgjast með partíum í bekkjunum hjá Huga og Stirni. Tók með mér hina frægu pizzusnúða sem gengu vel út að venju.
Stirnir í frímínútum á skólalóðinni
Inni í bekknum
Mrs. Wiser bað börnin um að leika búningana sína. Stirnir lék Jack-O-Lantern með sóma.
Horft yfir skólastofuna
Stirnir og Conor, besti vinur hans voru félagar í múmíuleik
Þeir hlógu mikið félagarnir
Hadley og Hugi, alltaf saman
Hugi borðar kleinuhring í bandi, bannað að nota hendurnar!
Hadley í sama leik
Stirnir í stólaleik, var með þeim síðustu til að detta út, bara þrjú eftir.
Um kvöldið var lengjupartí, Svíar og Íslendingar ákváðu að hafa hrekkjavökupartí. Lí bakaði 2 stórar pizzur ofan í krakkana og ayi við hliðina bjó til graskerssúpu hana fullorðna fólkinu. Með pizzunni var borinn fram rauður blóðdrykkur og þar ofaní skálinni flutu tvær hendur. Blóðið var trönuberjasafi og hendurnar hanskar fylltir af vatni og frystir.
Krakkarnir fengu svo að horfa á mynd á meðan við borðuðum. Svo fórum við í Sing star og allir sungu. Stirnir og Philip voru fínn dúett, þeir eru farnir að lesa nógu hratt, textann á skjánum.
Draugalegt
Trick and treat hjá Fredrik og Kerstin
Þarna er dularfullur karakter
Krakkarnir banka hjá Mattiasi og Elinu
Elin deilir út nammi
Mattias klæddi sig í pimpgallann, við sögðum honum að hann gæti útskýrt búninginn sjálfur fyrir krökkunum
Krakkarnir voru orðin ansi skrautleg
Philip
Stirnir fær hárgreiðslu
Krakkarnir í okkar húsi, Kjartan með nammiskálina
Fjör úti
Fredrik sá um skreytingar
No comments:
Post a Comment