Sunday, April 29, 2007



Minning um Mola.
Moli kvaddi á fimmtudaginn. Hann var hjartveikur og sárlasinn svo það var ekki önnur lausn en að leyfa honum að kveðja. Við vorum að vonast til að sjá hann í sumar, hann hefur gengið í gegnum ýmsar raunir síðan við fórum en alltaf hjarnað við aftur. Mamma er búin að hjúkra honum í Mosó síðan við fórum, gefa honum lyf, augndropa, sprauta hann og fylgjast með því hvað hann borðar en hann var saddur lífdaga þegar hann fór.
Á myndinni er Moli á einum af sínum uppáhaldsstöðum á Suðurgötu, á sófaarminum að horfa út um gluggann og fylgjast með umferð. Hann átti sér líka svona stað við gluggann í Sörlaskjóli en þangað kom hann til okkar fyrir tæpum níu árum.
Við Hildur vinkona mín gerðum okkur ferð vestur á Ísafjörð til að sjá hann lítinn, hann var voðalega smár og sætur, ég þekkti hann strax í hópnum af myndum sem ég fékk sendar. Fyrsta árið skiptumst við Kjartan á að taka hann með okkur í vinnuna við misgóðar undirtektir samstarfsfélaga sem kvörtuðu stundum yfir kúkahlössum undir skrifborðum.
Ári seinna fæddist Hugi og Moli tók honum vel, sleikti hann þegar hann náði til hans. Hugi lærði fljótt að bægja honum frá sér þegar hann fékk nóg þar sem hann sat í ömmustól á gólfinu. Moli glefsaði aldrei í þá bræður hvað sem þeir gerðu við hann, einn daginn kom ég að Huga á gólfinu með bein frá Mola, hann sat bara rólegur og horfði á Huga smakka beinið.
Moli var hluti af fjölskyldunni og fékk stundum að fara með í útilegur. Einu sinni lentum við í mikilli rigningu og ákváðum að fara heim eftir eina nótt, allir orðnir hundblautir og Moli þó mest sem skoðaði umhverfið af mikilli nákvæmni.
Mamma og pabbi komu með mynd af Mola hingað þar sem hann var á göngu í snjó og allur í íshrönglum, eyrun orðin full af snjó og íshrönglar á löppunum, honum þótti svo gott að velta sér í snjónum. Hugi fór með myndina í skólann til að sýna bekkjarfélögum og kennara, hann sagði að allir hefðu elskað þessa mynd.
Í óförum okkar með kanínurnar síðustu vikur sem dóu hver af annarri lýsti Hugi því yfir að við ættum þó alltaf Mola, hann dæi aldrei. Kannski ekki skrítið að hann hafi haldið það, hann man ekki eftir sér án Mola.
Það verður tómlegt að hitta ekki Mola aftur á Íslandi en við þökkum honum fyrir trygga samveru í gegnum árin!
Dalla Molamamma

1 comment:

Anonymous said...

Oui, Kristinn et moi avons été bien attristés quand Kjartan m'a appris la mort de Moli. Nous savions bien qu'il était au bout du rouleau, mais nous espérions quand même qu'il durerait jusqu'à votre arrivée.
Nous nous étions bien habitués à lui, au cours de ce mois d'absence de ses "parents adoptifs", et lui à nous. Tout le monde l'aimait bien et je peux assurer aux enfants qu'il n'a pas souffert ni été malheureux à la fin de sa vie et même qu'il a eu de bons moments, comme par ex. quand il rongeait un os sur le tapis ou dans le jardin, quand il rencontrait un autre chien au cours des promenades en ville et frétillait de la queue en signe d'amitié, ou quand il a profité de la liberté lors d'une dernière sortie à la petite maison de Þingvellir pour aller se promener tout seul comme un grand. On peut dire qu'il était très fatigué de la vie et avait un grand besoin de repos et c'était en effet ce qu'on lui souhaitait: qu'un jour il puisse dormir indéfiniment, sans avoir besoin de se réveiller. J'ajouterai que c'est ainsi que nous aimerions, nous aussi, finir nos jours.
Baisers à tous.
Amma Catherine