Hugi kom heim með dagbók sem hann heldur í skólanum.
Síðasta færslan fyrir jólafrí var þessi: "My holiday plans. I will swim in the see and play on the bech." Stafsetning er Huga.
Fyrr í vikunni skrifaði hann þetta: "I was doing a snowman and he can talk and he talk to me and he talk like that "Hi what s your neme?"" Þetta er líka stafsetning Huga. Ms. D kennari Huga sleppir börnunum ekki alveg í frí því þau eiga að halda dagbók í jólafríinu. Hugi er búinn að skreyta forsíðuna með jólageimveru.
Í gær buðum við starfsfólki CCP Asia í jólaglögg. Fólkinu líkaði kannski ekkert sérstakega vel við glöggið, a.m.k. voru ansi mörg full glös hérna þegar það fór. Hugi brá sér í hlutverk jólasveinsins, fór í rauð föt og Stirnir aðstoðaði hann. Þeir útdeildu pökkum í pakkaleik, gengu á milli með pakkana í koddaveri. Þeir voru reyndar svo hrifnir af sumum pökkunum að þeir vildu helst eiga innihaldið. Stór Luigi úr SuperMario leiknum varð hérna eftir þeim til mikillar gleði. Stirnir var búinn að reyna að hafa hann á brott fyrr um kvöldið eins og sést á neðri myndinni. Hann vildi endilega sofa með þennan Luigi.
Hugi og Stirnir skiptu líka út pakka fyrir strák sem fékk stelpulegan pakka við aðra af tveimur kvengestum.
Undir lok veislunnar voru bræðurnir sestir í sófann með stóru, kínversku strákunum og spiluðu tölvuleik. Íslendingarnir héngu í eldhúsinu, drukku og kjöftuðu.
Sunnudagurinn er rólegur framan af með heitu kakó og pizzusnúðum í hádegismat. Hugi dró okkur í sund áðan, við erum orðin léleg í sundferðum núna, laugin er ekkert sérstaklega heit.
Okkur er boðið í mat til Láru og Badda á eftir, þar verður líklega krakkafjör með Lív, Bogga og Erni.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Dalla mín,
takk fyrir jólakortið, ég er nú ekki enn búin að opna það. En ég kannast við skriftina og skemmtileg kínversk frímerki. Þetta er í fyrsta sinn sem að ég fæ póst frá Kína. Mjög spennandi.
Getur þú sent mér addressuna þína. Ég ætla að vona að hún séi ekki á kínversku! Með góðum jólakveðjum frá mér og minni fjölskyldu, hafið það nú alveg svakalega gott í jólafríinu. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
KV Thelma og fjölskylda
...please where can I buy a unicorn?
Post a Comment