Nú á Stekkjastaur langa ferð fyrir höndum í nótt, hann þarf að koma alla leið til Kína. Strákarnir komust að þeirri niðurstöðu í kvöldbaðinu að hann færi fyrst til krakkanna á Íslandi, svo til Eggerts á Spáni og að lokum kæmi hann til Kína. Það passar kannski ekki alveg vegna tímamismunar, við erum 8 klukkutímum á undan Íslandi en það skiptir ekki máli.
Þetta bréf og mjólkurglas bíður eftir þreyttum og köldum Stekkjastaur í gluggakistunni á Hongqiao lu.
"Kæri jólasveinn, hér er mjólkurglas fyrir þig. Ég held að ég fái góða gjöf kæri Stekkjastaur. Hugi."
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment