Wednesday, June 24, 2009

Veisluhöld

Hugi kom glaður heim úr gistingunni með vinkonunum á laugardaginn. Hann var þreyttur vegna lítils svefns og neglurnar lakkaðar bleikar, bæði á fingrum og tám. Bræðrunum er báðum boðið í gistingu hjá Hadley og Emmu næstu helgi, með fleiri vinkonum. Það er hálf sorglegt að í lok árs er maður lokins að kynnast sumum foreldrunum í bekknum og krakkarnir orðnir svo miklir vinir. Ég skil ekki þessa stefnu að brjóta upp bekkina árlega, mér finnst nóg að börnin fái nýja kennara árlega.

Þakkarvikunni miklu lauk á því að börnin áttu að klæðast uppáhaldslit kennarans einn skóladag. Hugabekkur ákvað að klæða sig eins og Mr. Blanck og hann er freknóttur og rauðhærður svo Hugi skartaði freknum þegar hann fór í skólann.

IMG_4674

IMG_4680

Bræðrakærleikur á föstudagsmorgni.

IMG_4683

Allir tilbúnir til brottfarar við hliðið. Eyja grætur oft þegar bræðurnir fara af stað en vinkar líka.

IMG_4690

Conor vinur Stirnis kom í heimsókn eftir skóla og þeir hittu þennan leikfélaga á göngu um hverfið okkar.

IMG_4693

IMG_4694

IMG_4699

Strákarnir eru ekki vanir að fara mikið um einir en á föstudaginn fann ég ekki Huga í næsta nágrenni og byrjaði að leita að honum. Gömul kona benti mér í átt að götunni hinumegin við bakgöturnar okkar og þar stóð Hugi og fylgdist með framkvæmdum. Ég bað hann um að koma heim en hann hughreysti mig og sagðist verða tíu ára á þessu ári svo það væri nú í lagi að hann færi í rannsóknarleiðangur einn.

IMG_4701

Þegar ég kom til baka frá Hugaleitinni voru vinkonurnar Eyja og Lí komnar út að leika.

IMG_4703

Þær hittu lítinn félaga.

IMG_4706

og Eyja heilsaði með sínu hæ.

IMG_4709

IMG_4710

Við héldum allsherjar kveðjupartí í raðhúsalengjunni okkar. Vinskapurinn milli okkar nágrannanna hefur verið mikill og samgangurinn líka mikill. Börnin leika saman úti og inni og öll dýrin í skóginum eru vinir. Við vorum að ræða það að engar erjur hefðu komið upp milli okkar, allt svo ljúft og gott. Ætli maður eigi nokkurn tímann eftir að eignast svona góða nágranna aftur.

En hátíðahöldin byrjuðu með varðeldi í portinu:

IMG_4711

Og svo var hópmyndataka:

IMG_4739

Efri röð frá vinstri: Kjartan, Eyja, Dalla, Kerstin, Mattias, Nelly, Elin og Fredrik.

Neðri röð: Hugi, Stirnir, Philip, Andrea, Carolina og Ebba.

IMG_4747

Ebba, Nelly og Carolina

Við grilluðum saman og sungum í Singstar. Nágrannakonurnar eru fínar söngkonur og Stirnir er orðinn ansi flínkur líka.

Í skólanum var haldið lokapartí í bekkjunum. Partíið í Hugabekk leystist upp í mikið fjör, krakkarnir skrifuðu á boli hvers annars.

IMG_4763

Emily fær áritanir frá Luca og Arthur

IMG_4766

Arthur skrifar á Huga

IMG_4770

Kennarinn Brian Blanck

IMG_4774

Cameron og Hugi

IMG_4775

Allie vinkona Huga en vinahópurinn er hún, Cameron, Emily, Hadley og Hugi.

IMG_4781

Hadley og Hugi

IMG_4783

Hugi merkir Hadley

IMG_4785

Cameron fær áritun og Lotte borðar köku

IMG_4788

Hadley merkt Huga en þau voru bæði sammála um það þegar þau kvöddust að þau hefðu fundið sinn besta vin í Sjanghæ í hvort öðru.

Partíið í Stirnisbekk var aðeins rólegra. Börnin mauluðu nammi og afhentu Mrs. Wiser hópmynd af bekknum.

IMG_4797

Kate Wiser kennari Stirnis

IMG_4798

Stirnir upptekinn við nammileik

IMG_4805

Conor vinur Stirnis

IMG_4810

Og Alp líka vinur

IMG_4813

IMG_4816

Rétt fyrir brottför í skólabílnum. Skólabílarnir bíða um 100 talsins eftir að leggja af stað fyrir utan skólann og það er eins og að stinga höfðinu inn í ofn, þannig er hitastigið inni í bílunum.

IMG_4828

Ég keypti grjónapúða handa börnunum og hérna eru Stirnir og Eyja í afslöppun á púðunum.

IMG_4830

Það er líka búið að hnoðast mikið með púðana og hérna gera bræðurnir tilraunir, Stirnir liggur á gólfinu, þrír púðar ofan á honum og efst trónir Hugi. Enginn meiddist við þessa tilraun.

Stirni hefur farið mikið fram í vetur að skrifa stutta texta. Hann er oft ekki margmáll, erfitt að draga upp úr honum hvað hann gerir í skólanum, en hann virðist segja skemmtilega frá helgunum í Weekend window:

On my weekend I went to my friends house. We made a toilet outside and we went fishing in the pond. We only got one black fish in our fish ball.

On my weekend Philip had a sleepover at my house. We played video games until 12 o´clock. We had donuts for snak, it was so good!

On my weekend I got a new video game! It is called the Simpsons game. Now it is my favorite game but the worst thing about it is that when you win a levle you can´t play that levle again. My favorite levle is th elf levle.

Yesterday me and my brother went to a our freands house to  do so fun activities! W made santas and I made a big one. We alsoe made gingerbread.

Yesterday me and my dad just finished a huge jigsaw puzzle! It was so fun and so hard.

This is Eya´s birthday party. Her presents were a car and a puzzle that maces music and a a biger car and a buket that you can put shapes inside.

Stafsetningin er hans.

Hugi skrifar heilu sögurnar og hér er saga sem hann skrifaði um nýtt nammi:

It would taste like butter. I makes your poop green. That is the reason it is called green poop. It looks like an eraser. This is the odd: A child comes home from school, he forgot his key inside and no one was home. He really has to poop. So he ate green poop and pooped in the grass, it was green. He finally was finished and sat down and waited. Here came the mom “wow, for a while I thought that was poop but it´s just my green grass” said the mom.

No comments: