Wednesday, February 04, 2009

Heimþrá og heimsókn

Bræður þjást af  heimþrá til Íslands þessa dagana. Afi Jóhann sendi okkur jólakort með mynd af Tjarnarstemningu að vetri og þar sást vel í græna húsið. Hefði líklega ekki sést í það fyrir trjám á sumarmynd. En þetta kveikti í bræðrunum og þá varð allt best á Íslandi. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir bera miklar tilfinningar í brjósti til Íslands og við erum vondir foreldrar að ræna þá því að mega búa þar. Ég get ekki staðfest að þeir séu óhamingjusamir hérna en vissulega er lífið ólíkt og kannski erfiðara að einhverju leyti en auðveldara að öðru leyti. Hér fá þeir tækifæri til að ferðast og skoða heiminn og verða vonandi heimsmenn miklir. Við erum ekki alveg tilbúin að hætta Kínadvölinni strax enda er ekki besti tíminn núna til að huga að heimför. En einhverntíma höldum við aftur heim í græna húsið okkar sem bíður eftir okkur. Nánari fréttir af því síðar...

Annars eru helstu fréttir þær að við fáum góða heimsókn í næstu viku þegar mamma og Jóra birtast hjá okkur. Þær ætla að fagna með okkur eins árs afmæli Eyju en hana hafa þær ekki séð síðan hún var nýorðin 5 mánaða. Þannig að það verður nóg um að vera hjá okkur, Jóra er að koma í fyrsta skipti til Kína en mamma er alvön.

Hugi er búinn að eignast pennavin sem hann skrifast á við í skólanum og ég ætla að stelast til að birta bréf frá honum til vinarins sem býr í Chicago.

Dear Daniel,
I have not been to any of the places you have. But I have been to America. I was not born in America. I did not live in a townhouse in Chicago. Yes I have a Wii. I have a lot of marbles, but since I don’t live in Iceland where I am from, I don’t have a chance to get these barn toys (innsk. leggur og skel) that Icelandic kids used in the old days. And I do not have any animals. I don’t like basketball or soccer and football and yoga. I am the smallest in the class. I have blond curly hair and blue eyes and my best friend is Hadley Pack. Who is your best friend? In Iceland we don’t have a santa claus with a red coat and says ho ho ho! In Iceland we have 13 yule lads instead of santa claus so they each come one in a row. What is your favorite color? What is your favorite book? What is your favorite movie?

Hugi

2 comments:

Anonymous said...

Jæja er svona að kíkja og athuga stemninguna...............

Anonymous said...

kveðjur