Monday, February 16, 2009

Eyja eins árs

  Mamma og Jóra komu á mánudaginn og vegna þess að undirrituð vaknaði þegar  skólabílinn var kominn fengu bræðurnir að vera heima og taka á móti ferðalöngunum. Þær komu með góða pakka, æta sem óæta, töskurnar verða líklega léttari á heimleiðinni. Vorið ákvað að koma af fullum krafti svo hitastigið hækkaði þegar leið á vikuna og endaði í 25 gráðum á föstudaginn. Við nýttum tækifærið og gengum um nágrennið og skoðuðum meðal annars þvott Sjanghæbúa sem nýttu þurrkinn til að þvo af sér vetrarfötin og sængur. Allsstaðar hékk þvottur, á mögulegum og ómögulegum stöðum.

Mamma átti afmæli á miðvikudaginn og við borðuðum úti, mat frá Yunnanhéraði. Annars hefur Lí aldeilis toppað sig í eldamennskunni og ber fram 5 rétti daglega og mæðgurnar segja að það sé eins og að borða á veitingastað hérna hjá okkur. Við gátum setið úti og borðað í hádeginu á fimmtudaginn, hittum Elsu og Heklu í innkaupaleiðangri. Síðan fylgdu Jóra og mamma mér í skólann til að fylgja strákunum í kúngfú tíma.  Á föstudag hófst undirbúningur fyrir veisluna á laugardag, Valentínusardaginn. Við skruppum þó upp í skóla til að fylgjast með Stirni koma fram á samkomu með bekknum sínum, þau lásu ljóð. Stirnir faldi sig bakvið blaðið sem hann las af á sviðinu svo við áttum erfitt með myndatökur þrátt fyrir stórar og miklar linsur sem var beint að honum.

Í alþjóðlega skólanum tóku amerísku foreldrarnir völdin og létu börnin undirbúa Valentínusardaginn með kortaskrifum. Hugi átti að senda öllum í bekknum kort og hann lagði sig misvel fram, skrifaði skilaboð til bestu vinkvennanna. Til Hadley skrifaði hann, you are the best friend I have ever had. Til Allie skrifaði hann, thank you for sharing your snack with me all the time! Síðan bætti hann við þegar ég var að skoða kortin með honum að hún væri skotin í honum. Kannski þessvegna sem hún er örlát á nestið sitt.

Stirnir skrifaði kort til Eyju: I love you Eya your the best baby in babyland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Stirnir hleypur alltaf til ef það heyrist kvörtunartónn í Eyju og kemur henni til að hlæja. Til mín var kveðjan svona: Dear mom. I love you because you give me candy and you play with me. Happy valentines day! Love Stirnir. Og Kjartan fékk: Dear dad. I love you because you are nice and good. Happy valentines day. Love Stirnir.

En Valentínusardagurinn hefur nú ekki verið haldinn hátíðlegur á okkar heimili fyrr en núna þegar Eyja ákvað að fæðast þennan dag í fyrra. Við ákváðum að blása til stórveislu og bjóða öllum vinum í Sjanghæ sem reyndust vera 40 með börnun fyrir utan smábörnin sem voru 5.  Eins og Auður vinkona mín orðaði það svo vel: Ef einhverntíma er ástæða til að fagna eins árs afmæli þá er það núna. Fæðingu Eyju var beðið með mikilli spennu í tveimur heimsálfum og hún hefur svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum þessi litla manneskja. Einstaklega skapgóð og yndisleg, brosmildur sjarmör. Heimskona sem hefur farið um 20 flugferðir á sinni stuttu ævi, yfir allan hnöttinn, heimsótt þrjár álfur.

IMG_23902009 jan 1_1

Hrein og fín eftir afmælisbaðið. Andrea heimagangur er hjá okkur í sófanum.

IMG_23932009 jan 1

Hugi annast skreytingar, smá stönt hjá honum þegar blöðrurnar fóru upp á hliðið.

IMG_23982009 jan 1 IMG_23992009 jan 1

Eyja fékk sparkbíl og er fín á honum í kjól af mér síðan ég var eins árs.

IMG_24052009 jan 1

Gestirnir komnir. Það var jarðarberjaþema á veisluborðinu, með súkkulaði og sykurpúðum, jarðarberjatíminn er núna. 

IMG_24092009 jan 1

Hafliði og Hekla ræðast við yfir borðið

IMG_24182009 jan 1

Amma matar Eyju.

IMG_24192009 jan 1

David og Jóra í eldhúsinu.

IMG_24232009 jan 1

Dan og Kerri foreldrar Hadley skoða mynd af græna húsinu.

IMG_24262009 jan 1

Lí sá um pönnukökubakstur, þær hurfu ofan í börn og fullorðna.

IMG_24272009 jan 1

Bea og Kerri með Eyju.

IMG_24362009 jan 1

IMG_24382009 jan 1

Kveikt á kertinu á kökunni.

 

IMG_24412009 jan 1

Sungið fyrir Eyju.

IMG_24442009 jan 1

Komið að því að blása.

IMG_24452009 jan 1

Örn, Hugi og Kerri aðstoða við blásturinn.

IMG_24482009 jan 1_1

Lí með krakkana sína.

IMG_24722009 jan 1

Hadley og Hugi

Af því ég má vera væmin á tímamótum þá verð ég að segja að þegar ég leit yfir stofuna var ég þakklát fyrir að hafa kynnst öllu þessa góða fólki sem kom til að gleðjast með okkur. Það er ekki sjálfgefið að eignast góða vini í fjarlægri heimsálfu.

Dalla

1 comment:

hekla said...

Frábær veisla, takk fyrir.