Nú er ár uxans gengið í garð með tilheyrandi sprengingum sem náðu hámarki á miðnætti á sunnudagskvöld. Hugi segir að kínverska nýárið sé sitt uppáhalds frí, þá sé hægt að sprengja. Við keyptum eitthvað smáræði og Mattias og Elin nágrannar okkur líka en krakkarnir í hverfinu eru búin að vera að sprengja í marga daga. Stirnir fékk einn kínverja í hettuna hjá sér sem sprakk þar og skildi eftir sig brunagat, bræðurnir og Boggi og Örn sem voru viðstaddir þegar þetta gerðist sóru af sér alla ábyrgð. Fyrir utan hliðið okkar er gamall sófi sem einhver setti þar út í síðustu viku og í sprengiæðinu sem rann á krakkana hoppuðu þau í honum og vildu brenna hann. Sófinn er þarna enn en pullurnar eru horfnar úr honum, kannski voru þær brenndar.
Janúar hefur annars verið rólegur, skólinn var bara í tvær vikur og svo var aftur komið frí. Í síðustu viku komst Stirnir í hóp verðlaunahafa í lestrarástundun og frú Wiser kennarinn hans hélt hádegispartí fyrir lestrarhestana. Ég og tyrknesk mamma sáum um veitingar og börnin borðuðu vel og skemmtu sér í leikjum. Kjartan fór svo í heimsókn í Stirnisbekk í vikunni og las fyrir börnin.
Bræðurnir byrjuðu aftur í kúngfú eftir langt hlé og fóru í prufutíma í jiujitsu.
Eyja æfir sig í að standa upp og ganga með. Hún er búin að læra að fara upp stigann og um helgina var hún sett í æfingabúðir heima hjá Láru þar sem Hugi og Boggi fylgdu henni upp á þriðju hæð. Þeir voru svo hrifnir af afrekinu hjá henni og vildu láta skrá það í heimsmetabókina.
Hér er sería þar sem Eyja gekk með stól þvert yfir stofuna:
Einn fíll lagði af stað í leiðangur...
Skemmtilegt að fá svona athygli
komin nokkuð langt, þarna stöðvaðist stóllinn á mottunni
skiptir yfir á næsta stól
og fer ofurvarlega niður á gólf
Þá tekur skriðið við
og púsl verður á vegi hennar
og loks meira dót
Um helgina var okkur boðið í þorramat til Láru og Badda og dætra sem voru nýkomin frá Íslandi eftir jólafrí. Það var huggulegt að venju hjá þeim og stór hluti íslenskra barna í Sjanghæ var á staðnum.
Efri röð: Edda, Örn, Ævar, Hugi með Eyju
Neðri röð: Lív með Ými, Björk, Stirnir og Boggi með Ástu
Hekla og Ásta
Ásta fædd 6. desember
Eyja
Lív og Edda spjalla við Eyju
Björk fékk að mata Eyju
Björk, þriggja ára síðan í desember
Árni og Magnús
Baddi með Björk
Við erum búin að vera heima í fríinu okkar, kannski kominn tími til. Veðrið hefur verið gott svo það er yndislegt að fara í göngutúra í sólskininu. Stemningin á götum úti er afslöppuð, margir í fríi og margar verslanir eru lokaðar og umferðin er miklu minni en venjulega.
Xin nian kuai le, gleðilegt ár, Dalla
1 comment:
Bonjour les Chinois!
J'apprécie toujours beaucoup de lire ton Blog,Dalla. D'autant plus qu'il est abondamment et joliment illustré de photos. La petite a l'air en pleine forme et ne tardera sans doute pas à lâcher sa chaise... alors, attention aux escaliers!
Ici, ça va toujours bien pour nous, mais pas pour une grande partie de la population: 7% de chômeurs, 18,6% d'inflation, 25% d'augmentation des prix etc...
Par ailleurs, très beau temps aujourd'hui vendredi (et hier aussi): soleil éclatant sur la neige, et pas de vent: un vrai conte de Noel!
Grosses bises à tous, petits et grands.
Amma Catherine
Post a Comment