Wednesday, November 19, 2008

Veturinn kominn

Hér var gestkvæmt um helgina. Hadley og Emma fengu að gista hjá okkur á föstudagskvöldið því Dan pabbi þeirra fór að sjá Federer keppa á tennismóti. Ég var í skutli seinnipartinn eins og aðra föstudaga, sótti Huga og stelpurnar í skólann og fór svo með Huga í gítartíma. Meðan Hugi spilar á gítarinn fer ég og fæ mér kaffi með Maríu því tónlistarskólinn er í sömu götu og CCP.

Lí var í matargerð hérna heima, hún gufusauð grænmeti handa Eyju og maukaði ávexti, bakaði tvær stórar pizzur handa krökkunum og bjó til dumplings handa okkur tveimur. Ég er eiginlega mest hissa hvað börnin geta borðað mikið, þegar þau voru búin með báðar pizzurnar báðu þau um brauð með osti. Þau horfðu svo á Journey to the center of the earth, strákarnir bentu stelpunum stoltir á íslenskt landslag. Stirnir og Emma lognuðust útaf fyrir framan sjónvarpið en Hugi og Hadley fóru upp að lesa eftir myndagláp.

Daginn eftir kom Dan að sækja stelpurnar og tveimur tímum síðar birtust Boggi og Örn. Þeir borða líka vel drengirnir, eftir pastaát þurfti að útbúa brauðsneiðar handa þessum kraftmiklu strákum. Þeir léku heilmikið úti enda veðrið gott. Undir kvöld komu Hekla og Magnús og við fórum út að borða með Matta og Maríu og Ingibjörgu sem er hérna í vinnuferð. Lí passaði krakkana fimm, hún  er alltaf til þegar hún er beðin.

Á sunnudaginn eru fimleikar á morgnana og eftir hádegishressingu fórum við á listasafn til að ná síðasta deginum á Shanghai bíennalnum. Feðgarnir fóru svo í sund og við Eyja fylgdumst með. Hittum svo Matta og Maríu og prófuðum nýjan stað hérna í nágrenninu.

Í gær sótti ég Stirni heim til Conor vinar hans, hann fór þangað að leika eftir skóla. Hugi hringdi og var mikið niðri fyrir þegar ég var á ferðinni. "Eyja dó næstum" sagði hann. Hún hafði þá náð í batterí og stungið því upp í sig.  Hugi sá til hennar og reif það út úr henni. Skýringin var sú að batteríið var í litakassanum og Ebba tók það og setti það í seilingarfjarlægð við Eyju. Ég er búin að segja bræðrunum margoft að nú megi ekki vera með smádót í stofunni því Eyja stingur öllu upp í sig. Enda sagði Hugi áðan þegar Eyja var að naga bókamerkið hans: Æ, það er erfitt að eiga hana Eyju!

Stirnir kemur reglulega með heiðursskjöl heim fyrir góðan árangur á stærðfræðiprófum, fær alltaf tíu. Í dag kom hann með gimsteina sem hann mátti velja úr fjársjóðskistu kennarans, hann var ekki lengi að gefa Huga annan steininn. Nú þarf ég að koma þeim á góðan geymslustað áður en Eyja fer á stjá.

Hérna er að kólna og laufin að falla af trjánum, verður nóg að gera hjá sópurum eins og Anna sagði í dag.  Við erum að undirbúa jólagleði Íslendingafélagsins næstu helgi, hangikjötið er fast í tollinum svo líklega verður það ekki á hlaðborðinu. Síldin fer heldur ekki á borðið, hún var ekki til í IKEA í gær, lentum í því sama í fyrra.  En við útbúum eitthvað góðgæti þó það verði ekki íslenskt að þessu sinni, helst að það verði lax og rúgbrauð sem kemur að heiman.

Myndasería að venju:

2008 nov 47-1

Útsýni til nágrannans, hann gengur greinilega í rauðum nærbuxum.

2008 nov 48

Furðuvera á bíennalnum

2008 nov 49

Eyja var í sjalinu hálfan sunnudaginn, hún er þó farin að síga töluvert í, líklega komin yfir 10 kíló.

2008 nov 50

Eyja stillir sér upp að kínverskum sið, allir kínverjar gera þetta merki fyrir myndatöku.

2008 nov 51

Sýnir hvað hún er stór

2008 nov 52

Anna og Eyja á köldum degi í götunni okkar. Síðu nærbuxurnar eru komnar upp á snúru hjá nágrönnunum, ekki seinna vænna, bara 7 gráður í morgun, brrrr.

2008 nov 54

Eyja í vetrargallanum, prjónað dress frá ömmu Röggu.

Kuldakveðja, Dalla

Thursday, November 13, 2008

Tannmissir

 

Hérna urðu tíðindi í tannamálum því Stirnir missti fyrstu tönnina í vikunni. Hún var sett undir koddann og hann fékk pening frá tannálfinum og Lí kom með gjöf handa honum líka.  Eyja er níu mánaða í dag og ekkert bólar á tönn hjá henni, mér finnst gómurinn ekki vera bólginn.

Síðusta helgi var mikil vinahelgi. Hadley og Emma komu í heimsókn á laugardeginum og svo fóru bræðurnir í gistingu til Bogga og Arnar seinnipartinn. Kjartan sagði að þá gætum við bara farið út að borða, hann gleymdi að við ættum litla Eyju. En Matti og María komu yfir og við pöntuðum okkur mat og spjölluðum fram á nótt.

Í vikunni var einkunnagjöf í skólanum og foreldraviðtöl þar sem börnin voru viðstödd. Strákarnir standa sig vel í skólanum, samt ekki gott að þeir segja alltaf að það sé leiðinlegt þar, kannski er þetta bara í kjaftinum á þeim.  Stirnir er farinn að lesa á góðum hraða en hann skilur ekki alltaf það sem hann les. Kennarinn og hann settu sér það markmið að skilja betur og spyrja ef hann skilur ekki einhver orð. Hann er lika svo vandvirkur að hann er oft lengi að vinna og fær þá minni leiktíma en kennarinn ætlar að sjá til þess að hann komi með verkefnin heim og klári þar svo hann fái líka leiktíma í skólanum.  Hugi stendur vel í öllu, hann þyrfti helst að vanda sig betur við að skrifa finnst okkur foreldrunum.

Hadley kom í heimsókn í gær vegna þess að það var frí hálfan daginn í skólanum. Lí gerði pönnukökur og ostabrauð og Hadley dásamaði íslenska matinn. Hugi spilaði fyrir hana á gítarinn og hún var hrifin.

Myndasería síðustu daga:

2008 nov 35

Eyja á ferðinni í kínverskum buxum með sætan bossa

2008 nov 35-1

Fiona, Fredrik og Niklas í Yu garden, við borðuðum xiao long bao (eins konar dumplings) þarna í hádeginu á vinsælum veitingastað, röðin er löng. Þetta er Shanghai sérréttur og er bestur á þessum stað.

2008 nov 36

Takið eftir  háhýsinu á milli gömlu húsanna

2008 nov 34

Kvöldstemmning, Hugi prjónar, Stirnir les og felur sig undir sæng þegar myndavélin birtist og Eyja fær að hnoðast með þeim í rúminu

2008 nov 38

Andrea og Ebba að lita hjá okkur

2008  nov 37

Eyja að æfa sig á flautuna

2008 nov 39

2008 nov 40

2008 nov 41

Kíkir upp yfir borðbrún

2008 nov 42

Fyrsta tönnin dottin

2008 nov 42-1

Beðið eftir skólabílnum, Hugi með lestrarefni með sér, Peanuts

2008 nov 43

2008  nov 44

Allir inn að aftan. Konan er skólabílsayi, sér um að allir séu stilltir í bílnum.

2008 nov 45

Lí tekur á móti bræðrunum seinnipartinn

2008 nov 46-1

Maðurinn sem brýnir söxin með sína færanlegu vinnuaðstöðu fyrir utan hjá okkur. Hann er að brýna saxið okkar þarna.

Thursday, November 06, 2008

Íslandsbréf

Nú eru Atli, Ada og Tara litla á leið til Íslands með viðkomu í París. Hugi fékk það verkefni í skólanum í síðustu viku að skrifa bréf til einhvers sem væri að koma á nýjan stað og hann valdi að skrifa til Ödu um Ísland.

Dear Ada

I heard you were coming to Iceland and here is everything you need to adapt with. I will tell you how to survive in the snow and how to get a house on low prize and how to get money realy fast.

To survive in the snow you have to wear the right clothes. First you have to wear mitens, boots, weather pants and a red coat cause I like red. Then you are ready to go outside in the ice cold snow but still as warm as a person in a hot tub.

To get a house on good prize you have to go east of Reikjavik. Then you keep going east then you will see a farm where you can buy a little nice house with flowers and no houses around. Then you can relax for the rest of your vacation.

The first way to get money realy fast is to sing something in Chinese cause Icelandic people think this is really fasanating. The next way is to sell Chinese dicnoarys so they can learn Chinese. The third thing teach Icelandic people Chinese history.

If you ever get these kind of problems just read this. Good bey and have a great time!!! I drew a picture to say good bey from Hugi.

Sunday, November 02, 2008

Hrekkjavaka

2008 nov 1

Sætustu graskerin á leið í skólabílinn í rigningunni

2008 nov 2

Andrea sem Öskubuska

2008 nov 3-1

Kúreki, grasker, norn og Öskubuska bíða eftir skólabílnum

2008 nov 4

Nornin Ebba var sein fyrir þennan dag

2008 nov 5

Það sem sést af Huga fyrir lokkum

2008 nov 6

Hornösin Eyja borðar morgungrautinn eftir að graskerin yfirgáfu svæðið

2008 nov 7

Er orðin nokkuð dugleg með könnuna sína

Ég fór upp í skóla til að fylgjast með partíum í bekkjunum hjá Huga og Stirni. Tók með mér hina frægu pizzusnúða sem gengu vel út að venju.

2008 nov 8

Stirnir í frímínútum á skólalóðinni

2008 nov 9

Inni í bekknum

2008 nov 10

Mrs. Wiser bað börnin um að leika búningana sína. Stirnir lék Jack-O-Lantern með sóma.

2008 nov 11

Horft yfir skólastofuna

2008 nov 12

Stirnir og Conor, besti vinur hans voru félagar í múmíuleik

2008 nov 13

2008 nov 14

2008 nov 15

Þeir hlógu mikið félagarnir

2008 nov 16

2008 nov 17

Hadley og Hugi, alltaf saman

2008 nov 19

Hugi borðar kleinuhring í bandi, bannað að nota hendurnar!

2008 nov 20

Hadley í sama leik

2008 nov 21

Stirnir í stólaleik, var með þeim síðustu til að detta út, bara þrjú eftir.

Um kvöldið var lengjupartí, Svíar og Íslendingar ákváðu að hafa hrekkjavökupartí. Lí bakaði 2 stórar pizzur ofan í krakkana og ayi við hliðina bjó til graskerssúpu hana fullorðna fólkinu. Með pizzunni var borinn fram rauður blóðdrykkur og þar ofaní skálinni flutu tvær hendur. Blóðið var trönuberjasafi og hendurnar hanskar fylltir af vatni og frystir.

Krakkarnir fengu svo að horfa á mynd á meðan við borðuðum.  Svo fórum við í Sing star og allir sungu. Stirnir og Philip voru fínn dúett, þeir eru farnir að lesa nógu hratt, textann á skjánum.

2008 nov 22

Draugalegt

2008 nov 23

Trick and treat hjá Fredrik og Kerstin

2008 nov 24

Þarna er dularfullur karakter

2008 nov 25

Krakkarnir banka hjá Mattiasi og Elinu

2008 nov 26

Elin deilir út nammi

2008 nov 27

Mattias klæddi sig í pimpgallann, við sögðum honum að hann gæti útskýrt búninginn sjálfur fyrir krökkunum

2008 nov 28

Krakkarnir voru orðin ansi skrautleg

2008 nov 29

Philip

2008 nov 30

Stirnir fær hárgreiðslu

2008 nov 31

Krakkarnir í okkar húsi, Kjartan með nammiskálina

2008 nov 32

Fjör úti

2008 nov 33 

Fredrik sá um skreytingar