Friday, October 17, 2008

Átta mánaða

2008 okt 93

Eyja varð átta mánaða í vikunni og stillti sér upp til myndatöku á hjónarúminu af því tilefni:

2008 okt 94

2008 okt 95

2008 okt 96

2008 okt 97

2008 okt 98

2008 okt 99

2008 okt 100

2008 okt 101

Nóg komið

2008 okt 102

Kvöldstemmning á Yongjia lu, maturinn kominn á borðið

2008 okt 103

Laxaréttur, önd og græna kínverska grænmetið

2008 okt 104

Eyja montin að æfa sig að standa með Lí

2008 okt 105

2008 okt 106

Mömmu hádegisverður, Hekla sem á von á sér í desember, Beatriz sem á von á sér í nóvember og Ada mamma Töru

2008 okt 108

Eyja 8 mánaða og Tara 2ja mánaða sitja fyrir

2008 okt 109

2008 okt 110

Hvað segirðu?

2008 okt 111

Koss

2008 okt 112

Eyja fékk að skoða bumbuna

2008 okt 113

2008 okt 114

Hugi og Eyja á skólalóðinni, skólabílarnir bíða brottfarar í baksýn, þeir eru orðnir yfir 100 talsins enda um 1000 börn í skólanum. Þessi mynd er tekin í dag, veðrið ennþá hlýtt hjá okkur, um 25 stiga hiti.

Við mæðgurnar fylgdumst með samkomu á sal, margir vinir okkar komu fram, þar á meðal Edda, Ebba og Karólína. Eyja var spennt yfir söngnum hjá krökkunum og hossaði sér og reyndi að klappa líka.

2008 okt 115

Eyja hló svo mikið að Huga í bílnum að hún hikstaði og gubbaði til skiptis. Hugi sagði að Eyja elskaði sig mjög mikið.

2008 okt 115-1

Hugi sýndi mér leiktækin

2008 okt 117

Hugi og Hadley, sést varla í þau fyrir hári, já þessi ungdómur

2008 okt 118

Lí býr til dumplings

2008 okt 119

Það voru rækjur í maukinu sem hún setur inn í deigið, ljúffengt eins og allt sem hún gerir

Við erum að undirbúa afmæli Huga eftir rúma vikuog sendum út boðskort í gær. Fredrik nágranni okkar var að spyrja Huga að því í gær hvað hann vildi fá í afmælisgjöf og hann var tregur til að svara. Að lokum svaraði hann því að mikilvægast væri að allir kæmust í afmælið og skemmtu sér vel. Fallegar hugsanir hjá afmælisbarninu á þessum síðustu og verstu...

Stirnir kom heim síðasta föstudag og vildi setjast við lestur. Ástæðan var sú að á hverjum degi eiga börnin í hans bekk að lesa heima og foreldrarnir að senda inn miða því til staðfestingar að þau hafi lesið. Suma daga vildi Stirnir ekki lesa og því var enginn miði sendur inn. En síðasta föstudag var haldin veisla í bekknum þar sem aðeins þeim sem höfðu lesið á hverjum degi var boðið til. Hann ætlar ekki að missa af næstu veislu og situr við lestur öll kvöld.

Hugi er duglegur að æfa sig á gítarinn og tekur framförum. Hann er búinn að ná spænska laginu sem hann er að æfa mjög vel.  Kennarinn hrósar honum mikið. Stirnir vill ekki koma nálægt tónlistarskólanum, hann er hræddur um að ég setji hann í kórtíma eins og ég ætlaði mér.

Helgin framundan, veisluhöld og brúðkaup...góða helgi!

Dalla

2 comments:

Unknown said...

Eyja er svo sæt og með svo falleg blá augu. Mér finnst hún allt í einu vera orðin svo stór á myndunum. Hætt að vera ungabarn og orðinn meiri krakki ef þú skilur hvað ég á við. Farin að taka þátt í öllu. Hún er heppin að eiga svona góða bræður.
Knús til ykkar allra,
Jóra

Anonymous said...

Salut Dalla!
j'en suis encore à admirer tes photos du Japon. Je vais essayer d'en imprimer quelques unes sur papier. Certaines sont si belles que ça me décourage de peindre: pourquoi peindre quand la nature fait tellement mieux?
La petite est très mignonne... et Hugi devrait se faire couper les cheveux (un peu) pour son anniversaire, sinon on ne le verrra pas sur les photos.
Les cadeaux (des livres) attendront qu'un émissaire de CCP se rende à Shanghai. Prévenez-moi quand ce sera le cas.
Grosses bises à tous.
Catherine