Tuesday, October 14, 2008

Food fair

2008 okt 63-1

Í síðustu viku hittumst við hjá mér, Elsa og Anna til að baka kleinur. Eftir að við vorum búnar að ræða ástandið á Íslandi þangað til okkur varð heitt í hamsi tókum við til við baksturinn, Anna leiddi okkur amatörana í gegnum þetta, hefðum ekki klárað þetta án hennar.

2008 okt 64

Anna steikir

2008 okt 65

Nágrannabörnin fengu smakk eftir skóla, hérna er Karólína með Eyju sem var að klára kvöldgrautinn

2008 okt 66

Karólína er orðin mikil vinkona Eyju og lýsir því yfir hvað hún sé sæt þegar hún kemur í heimsókn

Tilefni kleinubaksturs var hið árlega foodfair þar sem foreldar selja mat frá sínu þjóðlandi á mikilli  hátíð í skóla strákanna. Við Elsa vorum ekki með mikilmennskubrjálæði þetta árið og fengum afnot af borðshorni hjá Norðmönnum. Vorum að hugsa um það á tímabili að hætta við en settum undir okkur hausinn og mættum með okkar góðgæti.

2008 okt 67

Eyja á leið á foodfair

2008 okt 68

Hátíð í bæ og hoppukastalarnir komnir upp

2008 okt 69

Christina danska sá um danska borðið með löndum sínum

2008 okt 70

Við Elsa leggjum á borð

2008 okt 71

Elsa með flottar pönnukökur sem Árni bakaði að morgni dags

2008 okt 72

Svíarnir voru líka með pönnukökur en dáðust að bakstrinum og framsetnigunni hjá Elsu og Árna

2008 okt 73

Kleinur (twisted donuts) og pönnukökur

2008 okt 74

Litadýrð hjá Malasíu

2008 okt 75

Japanir alltaf huggulegir

2008 okt 76

49 þjóðir tóku þátt

2008 okt 77

Norðmenn stóðu við vöfflujárnið

2008 okt 78

Snafsinn ómissandi

2008 okt 79

Kleinusmakk

2008 okt 80

Tilvonandi viðskiptavinir

2008 okt 81

Alltaf skrítinn svipur við fyrsta bita

2008 okt 82

Lí framleiðir dýrindis grænmetismauk ofan í Eyju

2008 okt 83

Hún stækkar vel af því, orðin 9,2 kíló

2008 okt 84

Eyja 7 mánaða og Tiffany 17 mánaða með Lethe

2008 okt 85

Lethe öfundaðist mikið út í bumbu og handleggjafitu Eyju

2008 okt 86

Örn fær mömmuknús

2008 okt 87

Anna

2008 okt 88

Örn og Boggi

2008 okt 89

María gæðir sér á pönnuköku

2008 okt 90

Veislan búin

2008 okt 91

Umferð á heimleið

2008 okt 92

Komin í franska hverfið okkar þar sem tré standa við götur

Það hefur nú oft selst betur hjá okkur en ég held að framboðið af mat hafi verið of mikið þetta árið.

Sunnudagurinn fór svo í það að koma bræðrum í afmæli, reyndar vildi Stirnir ekki fara í eitt afmæli þegar hann mætti á staðinn. Hann fylgdi mér þá bara í Íslendingamálsverð í staðinn, þar hittumst við tæplega þrjátíu manns. Við erum orðin svo mörg að það er vel partíhæft.

Í gær var svo skoðun og bólusetning hjá Eyju. Hún er komin yfir 9 kíló sem er fínt en er ekki að lengjast mikið, hún var reyndar kreppt af gráti meðan var verið að mæla hana svo ég tek ekki alveg mark á mælingunni. Hún er komin með það mikið vit að nú grætur hún á hjúkrunarfræðinga og lækna. Læknirinn er enn að tala um höfuðstærðina þó búið sé að kíkja í höfuðið, þetta þreytir mig mikið. Næst ætla ég að taka Kjartan með svo hún geti séð höfuðið á honum.

Baráttukveðjur til vina og vandamanna, Dalla

2 comments:

hekla said...

Frábærar kleinur og pönnukökur. Það er engin ástæða til að vera með minnimáttarkennd, við Íslendingar erum alveg jafn stór og við vorum í raun og veru. Við bara virtumst vera stærri og flottari í smá stund en það var ofskynjun annarra.

Dalla said...

Hehe, sammála!